Framboð Þórðar vekur heimsathygli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2009 13:59 Þórður segist eftir að skora eitt mark fyrir ÍA áður en hann hættir. Mynd/Daníel „Þessi frétt er búinn að vera á Englandi og í þýskum miðlum. Svo var Reuters-fréttastofan að hringja líka," sagði Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður og stjórnmálamaður. Þórður hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta til þriðja sæti hjá Sjálfstæðismönnum í norðvesturkjördæmi og hefur framboð hans vakið athygli víða. Í gær var frétt um framboð Þórðar í staðarblaði í Stoke. BBC-fréttastofan var með frétt um framboðið í dag þar sem faðir Þórðar, Guðjón Þórðarson, fór fögrum orðum um son sinn. Svo hafa þýskir miðlar einnig birt fréttir af framboðinu og nú loks Reuters-fréttastofan. „Þessar fréttir hafa engin sérstök áhrif á mig enda bæta þær ekkert stöðu mína þó svo þetta sé ágætis auglýsing. Ég þarf samt sjálfur að koma mér á framfæri við fólkið sem ég vonast til að muni kjósa mig," sagði Þórður og bætti við að honum þætti vænt um að sjá að hann væri ekki gleymdur í þeim löndum sem hann hefði spilað fótbolta. „Það er alltaf gott að sjá að maður er ekki gleymdur og án þess að vera með hroka tel ég að ég hafi skilið mín spor eftir á þeim stöðum sem ég spilaði." Þórður segist alla tíð hafa verið mjög pólitískur maður og ávallt sett sig vel inn í þjóðmálin og umræðuna í þeim löndum sem hann spilaði í. En fyrir hvað stendur hann sem stjórnmálamaður? „Ég er mikill fjölskyldumaður og mun leggja áherslu á hag fjölskyldunnar. Mér fannst samt svolítið gleymast í umræðunni að til þess að bjarga heimilunum þarf að bjarga atvinnulífinu. Þarna vil ég beita mér," sagði Þórður. Tvennum sögum hefur farið af því hvort Þórður ætli að halda áfram að spila fótbolta með ÍA. „Ég er mjög lítið að æfa í augnablikinu. Ég ætlaði mér að hætta í haust en miðað við hvernig síðasta sumar fór vildi ég endurskoða þá ákvörðun og hjálpa til. Svo kemur þetta prófkjör upp og því ekki mikill tími til að æfa," sagði Þórður sem er engu að síður á því að ná stórum áfanga með ÍA. „Ég á eftir að skora eitt mark fyrir ÍA. Ég er kominn með 99 mörk í 199 leikjum fyrir ÍA og á því smá verkefni ólokið," sagði Þórður. Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
„Þessi frétt er búinn að vera á Englandi og í þýskum miðlum. Svo var Reuters-fréttastofan að hringja líka," sagði Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður og stjórnmálamaður. Þórður hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta til þriðja sæti hjá Sjálfstæðismönnum í norðvesturkjördæmi og hefur framboð hans vakið athygli víða. Í gær var frétt um framboð Þórðar í staðarblaði í Stoke. BBC-fréttastofan var með frétt um framboðið í dag þar sem faðir Þórðar, Guðjón Þórðarson, fór fögrum orðum um son sinn. Svo hafa þýskir miðlar einnig birt fréttir af framboðinu og nú loks Reuters-fréttastofan. „Þessar fréttir hafa engin sérstök áhrif á mig enda bæta þær ekkert stöðu mína þó svo þetta sé ágætis auglýsing. Ég þarf samt sjálfur að koma mér á framfæri við fólkið sem ég vonast til að muni kjósa mig," sagði Þórður og bætti við að honum þætti vænt um að sjá að hann væri ekki gleymdur í þeim löndum sem hann hefði spilað fótbolta. „Það er alltaf gott að sjá að maður er ekki gleymdur og án þess að vera með hroka tel ég að ég hafi skilið mín spor eftir á þeim stöðum sem ég spilaði." Þórður segist alla tíð hafa verið mjög pólitískur maður og ávallt sett sig vel inn í þjóðmálin og umræðuna í þeim löndum sem hann spilaði í. En fyrir hvað stendur hann sem stjórnmálamaður? „Ég er mikill fjölskyldumaður og mun leggja áherslu á hag fjölskyldunnar. Mér fannst samt svolítið gleymast í umræðunni að til þess að bjarga heimilunum þarf að bjarga atvinnulífinu. Þarna vil ég beita mér," sagði Þórður. Tvennum sögum hefur farið af því hvort Þórður ætli að halda áfram að spila fótbolta með ÍA. „Ég er mjög lítið að æfa í augnablikinu. Ég ætlaði mér að hætta í haust en miðað við hvernig síðasta sumar fór vildi ég endurskoða þá ákvörðun og hjálpa til. Svo kemur þetta prófkjör upp og því ekki mikill tími til að æfa," sagði Þórður sem er engu að síður á því að ná stórum áfanga með ÍA. „Ég á eftir að skora eitt mark fyrir ÍA. Ég er kominn með 99 mörk í 199 leikjum fyrir ÍA og á því smá verkefni ólokið," sagði Þórður.
Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira