Bréf frá Nígeríu Þorvaldur Gylfason skrifar 14. maí 2009 06:00 Þegar Nígería var brezk nýlenda, var sterlingspundið lögeyrir í landinu. Í aðdraganda sjálfstæðs lýðveldis í Nígeríu 1960 var Seðlabanki Nígeríu settur á fót, og Nígeríupundið varð þá þjóðmynt landsins. Íbúafjöldi Nígeríu var 42 milljónir á móti 52 milljónum á Bretlandi. Gengið var pund fyrir pund: eitt Nígeríupund jafngilti einu brezku pundi eins og ein færeysk króna jafngildir enn í dag einni danskri krónu, engin lausung þar, ekki í peningamálum. Þessi skipan hélzt í Nígeríu til 1973, þegar Bretar tóku upp tugakerfið í bankamálum. Þeir hættu þá að skipta pundinu í tólf skildinga og hverjum skildingi í tuttugu pens eins og þeir höfðu gert um aldir og skiptu pundinu heldur í hundrað pens. Það ár, 1973, tóku Nígeríumenn upp nýja mynt, naíru, og skiptu henni í hundrað kóbó. Gengið var enn einn á móti einum: ein naíra jafngilti einu brezku pundi. Smám saman veiktist naíran vegna óstjórnar í Nígeríu. Ríkisútgjöld fóru langt fram úr skatttekjum þrátt fyrir miklar útflutningstekjur af olíu eftir 1970. Hallareksturinn var brúaður með lántökum og peningaprentun, sem kyntu undir verðbólgu og gengisfalli. Nú eru 220 naírur í hverju pundi samkvæmt skráðu gengi. Það þýðir, að gengi naírunnar gagnvart pundinu hefur fallið um 16 prósent á ári frá 1973. Svartamarkaðsgengi naírunnar er nú um fimmtungi lægra en skráð gengi vegna gjaldeyrishafta. Vilji menn kaupa innfluttan varning, sem er ekki á frílista (gamall orðaforði úr bankasögu Íslands kemur að góðum notum í Nígeríu), fá þeir ekki yfirfærslu í bönkum og geta þá leitað fyrir sér á svörtum markaði, þar sem allt er falt. Upptöku naírunnar sem þjóðmyntar 1973 var ætlað að efla fullveldi Nígeríu með því að veita Seðlabanka Nígeríu færi á sjálfstæðri stjórn peningamála. Hugsunin á bak við breytta skipan var, að sjálfstæð peningastjórn þjónaði hagsmunum þjóðarinnar betur en órofa binding naírunnar við brezka pundið. Reynslan vitnar þó um mikið - 99,5 prósent! - gengisfall naírunnar gagnvart pundinu frá 1973. Slíkt gengisfall væri kannski réttlætanlegt, hefði Nígeríumönnum tekizt að draga á Breta í lífskjörum, en það tókst þeim ekki. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Nígeríu er nú helmingi minni miðað við Bretland en hann var 1980. Nú hyggst Nígería í ljósi reynslunnar leggja naíruna til hliðar og ganga í myntbandalag við fjögur eða fimm önnur Vestur-Afríkulönd (Gambíu, Gíneu, Gönu, Síerra Leóne og kannski Líberíu). Fyrirhugað myntbandalag lætur þó á sér standa meðal annars vegna þess, að Nígería er langfjölmennasta landið í hópnum (155 milljónir) og minni löndin óttast um sinn hag. Sumir kvíða því að missa spón úr aski sínum, þegar sameiginlegur seðlabanki myntbandalagsins tekur við ýmsum verkefnum einstakra seðlabanka aðildarlandanna, en það er einmitt tilgangurinn. Nýjum seðlabanka bandalagsins er huguð staðsetning í Accra, höfuðborg Gönu (24 milljónir). Seðlabanki myntbandalags á ekki heima í höfuðborg fjölmennasta ríkisins. Afríkusambandið stefnir að einum gjaldmiðli handa öllum löndum álfunnar 2028. Fyrirmyndin er ESB og evran. Myntum heimsins fækkar smátt og smátt. Æ fleiri þjóðir sjá sér hag í að sameinast um gjaldmiðla. Þegar myntbandalag Nígeríu og nágrennis kemst á laggirnar, verða gjaldmiðlar Afríku helmingi færri en löndin. Fyrirhugað myntbandalag fimm landa í Austur-Afríku mun fækka myntum álfunnar enn frekar. Hagkvæmni knýr á um samstarf um færri og stærri myntir. Gegn þessu miðsóknarafli standa fullveldissjónarmið, sem knýja á um varðveizlu þjóðmynta líkt og gerðist í Nígeríu og einnig á Íslandi. Íslenzka krónan kom fram á sjónarsviðið 1886 og var jafngild danskri krónu til 1920. Gengi krónunnar lækkaði síðan um fimmtung, en náði aftur jafnvirði danskrar krónu 1933 og hélt því til 1939. Fram að því ári hækkaði verðlag á Íslandi litlu meira en í Danmörku. Í heimsstyrjöldinni 1939-45 tók verðlag á Íslandi að hækka mun hraðar en í Danmörku, þar eð íslenzk stjórnvöld gættu ekki nauðsynlegs aðhalds. Gengi krónunnar hlaut því að lækka. Nú, 70 árum síðar, er gengið 23 íslenzkar krónur á móti einni danskri, eða réttar sagt 2300 íslenzkar, þar eð tvö núll voru tekin aftan af gömlu krónunni 1981. Gengi krónunnar hefur lækkað um 99,95 prósent síðan 1939. Gengi krónunnar gagnvart danskri krónu hefur því að jafnaði fallið um 12 prósent á ári frá 1939. Seðlabanki Nígeríu býst nú til að taka tvö núll aftan af naírunni, ef stofnun myntbandalagsins dregst á langinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun
Þegar Nígería var brezk nýlenda, var sterlingspundið lögeyrir í landinu. Í aðdraganda sjálfstæðs lýðveldis í Nígeríu 1960 var Seðlabanki Nígeríu settur á fót, og Nígeríupundið varð þá þjóðmynt landsins. Íbúafjöldi Nígeríu var 42 milljónir á móti 52 milljónum á Bretlandi. Gengið var pund fyrir pund: eitt Nígeríupund jafngilti einu brezku pundi eins og ein færeysk króna jafngildir enn í dag einni danskri krónu, engin lausung þar, ekki í peningamálum. Þessi skipan hélzt í Nígeríu til 1973, þegar Bretar tóku upp tugakerfið í bankamálum. Þeir hættu þá að skipta pundinu í tólf skildinga og hverjum skildingi í tuttugu pens eins og þeir höfðu gert um aldir og skiptu pundinu heldur í hundrað pens. Það ár, 1973, tóku Nígeríumenn upp nýja mynt, naíru, og skiptu henni í hundrað kóbó. Gengið var enn einn á móti einum: ein naíra jafngilti einu brezku pundi. Smám saman veiktist naíran vegna óstjórnar í Nígeríu. Ríkisútgjöld fóru langt fram úr skatttekjum þrátt fyrir miklar útflutningstekjur af olíu eftir 1970. Hallareksturinn var brúaður með lántökum og peningaprentun, sem kyntu undir verðbólgu og gengisfalli. Nú eru 220 naírur í hverju pundi samkvæmt skráðu gengi. Það þýðir, að gengi naírunnar gagnvart pundinu hefur fallið um 16 prósent á ári frá 1973. Svartamarkaðsgengi naírunnar er nú um fimmtungi lægra en skráð gengi vegna gjaldeyrishafta. Vilji menn kaupa innfluttan varning, sem er ekki á frílista (gamall orðaforði úr bankasögu Íslands kemur að góðum notum í Nígeríu), fá þeir ekki yfirfærslu í bönkum og geta þá leitað fyrir sér á svörtum markaði, þar sem allt er falt. Upptöku naírunnar sem þjóðmyntar 1973 var ætlað að efla fullveldi Nígeríu með því að veita Seðlabanka Nígeríu færi á sjálfstæðri stjórn peningamála. Hugsunin á bak við breytta skipan var, að sjálfstæð peningastjórn þjónaði hagsmunum þjóðarinnar betur en órofa binding naírunnar við brezka pundið. Reynslan vitnar þó um mikið - 99,5 prósent! - gengisfall naírunnar gagnvart pundinu frá 1973. Slíkt gengisfall væri kannski réttlætanlegt, hefði Nígeríumönnum tekizt að draga á Breta í lífskjörum, en það tókst þeim ekki. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Nígeríu er nú helmingi minni miðað við Bretland en hann var 1980. Nú hyggst Nígería í ljósi reynslunnar leggja naíruna til hliðar og ganga í myntbandalag við fjögur eða fimm önnur Vestur-Afríkulönd (Gambíu, Gíneu, Gönu, Síerra Leóne og kannski Líberíu). Fyrirhugað myntbandalag lætur þó á sér standa meðal annars vegna þess, að Nígería er langfjölmennasta landið í hópnum (155 milljónir) og minni löndin óttast um sinn hag. Sumir kvíða því að missa spón úr aski sínum, þegar sameiginlegur seðlabanki myntbandalagsins tekur við ýmsum verkefnum einstakra seðlabanka aðildarlandanna, en það er einmitt tilgangurinn. Nýjum seðlabanka bandalagsins er huguð staðsetning í Accra, höfuðborg Gönu (24 milljónir). Seðlabanki myntbandalags á ekki heima í höfuðborg fjölmennasta ríkisins. Afríkusambandið stefnir að einum gjaldmiðli handa öllum löndum álfunnar 2028. Fyrirmyndin er ESB og evran. Myntum heimsins fækkar smátt og smátt. Æ fleiri þjóðir sjá sér hag í að sameinast um gjaldmiðla. Þegar myntbandalag Nígeríu og nágrennis kemst á laggirnar, verða gjaldmiðlar Afríku helmingi færri en löndin. Fyrirhugað myntbandalag fimm landa í Austur-Afríku mun fækka myntum álfunnar enn frekar. Hagkvæmni knýr á um samstarf um færri og stærri myntir. Gegn þessu miðsóknarafli standa fullveldissjónarmið, sem knýja á um varðveizlu þjóðmynta líkt og gerðist í Nígeríu og einnig á Íslandi. Íslenzka krónan kom fram á sjónarsviðið 1886 og var jafngild danskri krónu til 1920. Gengi krónunnar lækkaði síðan um fimmtung, en náði aftur jafnvirði danskrar krónu 1933 og hélt því til 1939. Fram að því ári hækkaði verðlag á Íslandi litlu meira en í Danmörku. Í heimsstyrjöldinni 1939-45 tók verðlag á Íslandi að hækka mun hraðar en í Danmörku, þar eð íslenzk stjórnvöld gættu ekki nauðsynlegs aðhalds. Gengi krónunnar hlaut því að lækka. Nú, 70 árum síðar, er gengið 23 íslenzkar krónur á móti einni danskri, eða réttar sagt 2300 íslenzkar, þar eð tvö núll voru tekin aftan af gömlu krónunni 1981. Gengi krónunnar hefur lækkað um 99,95 prósent síðan 1939. Gengi krónunnar gagnvart danskri krónu hefur því að jafnaði fallið um 12 prósent á ári frá 1939. Seðlabanki Nígeríu býst nú til að taka tvö núll aftan af naírunni, ef stofnun myntbandalagsins dregst á langinn.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun