Írskir skattgreiðendur fá 16.000 milljarða reikning 17. september 2009 10:30 Írskir skattgreiðendur verða að punga út 80 milljörðum punda eða um 16.000 milljörðum kr. til að bjarga bönkum landsins frá hruni. Þetta er upphæðin sem írsk stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir ónýt lán í bönkum landsins. Þessum lánum verður safnað saman í einn „slæman banka" sem verður fjármagnaður af ríkissjóði landsins. Í frétt um málið í breska blaðinu The Times segir að írskir bankar séu að sligast undan slæmum lánum og með því að taka þann kaleik af þeim muni stjórnvöld gera bönkum kleyft að hefja útlánastarfsemi að nýju. Hinn „slæmi banki" hefur hlotið nafnið National Assets Management Agency (Nama). Fram kemur í fréttinni að stjórnarandstaðan á Írlandi er andvíg þessum áformum stjórnvalda og vill frekar að bankarnir verði þjóðnýttir. Nokkur verkalýðsfélög Írlands eru einnig mjög á móti þessum áformum. Í yfirlýsingu frá tveimur þeirra segir m.a. að gráðugir bankamenn hafi stofnað til þessara skulda en nú eigi að varpa þeim yfir á skattgreiðendur og henda skattgreiðendum þannig fyrir úlfa. Jafnframt séu stjórnvöld að spila gífurlegt áhættuspil með skattfé landsmanna með þessum áformum sínum. Stjórnvöld telja aftur á móti að Nama sé besta leiðin til að koma hjólum atvinnulífsins á Írlandi í gang aftur. Ef slíkt verði ekki gert blasi ekkert annað við en langvarandi stöðnun eða samdráttur á Írlandi. Írar eru tæplega sex milljónir talsins en það þýðir að tæpar 2,7 milljónir króna falla á hvern og einn landsmann vegna þessa. Samanborið við 1,9 milljón króna sem hvert mannsbarn hér á landi mun þurfa að reiða fram falli 600 milljarðaskuldbinding á ríkissjóð vegna Icesave. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Írskir skattgreiðendur verða að punga út 80 milljörðum punda eða um 16.000 milljörðum kr. til að bjarga bönkum landsins frá hruni. Þetta er upphæðin sem írsk stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir ónýt lán í bönkum landsins. Þessum lánum verður safnað saman í einn „slæman banka" sem verður fjármagnaður af ríkissjóði landsins. Í frétt um málið í breska blaðinu The Times segir að írskir bankar séu að sligast undan slæmum lánum og með því að taka þann kaleik af þeim muni stjórnvöld gera bönkum kleyft að hefja útlánastarfsemi að nýju. Hinn „slæmi banki" hefur hlotið nafnið National Assets Management Agency (Nama). Fram kemur í fréttinni að stjórnarandstaðan á Írlandi er andvíg þessum áformum stjórnvalda og vill frekar að bankarnir verði þjóðnýttir. Nokkur verkalýðsfélög Írlands eru einnig mjög á móti þessum áformum. Í yfirlýsingu frá tveimur þeirra segir m.a. að gráðugir bankamenn hafi stofnað til þessara skulda en nú eigi að varpa þeim yfir á skattgreiðendur og henda skattgreiðendum þannig fyrir úlfa. Jafnframt séu stjórnvöld að spila gífurlegt áhættuspil með skattfé landsmanna með þessum áformum sínum. Stjórnvöld telja aftur á móti að Nama sé besta leiðin til að koma hjólum atvinnulífsins á Írlandi í gang aftur. Ef slíkt verði ekki gert blasi ekkert annað við en langvarandi stöðnun eða samdráttur á Írlandi. Írar eru tæplega sex milljónir talsins en það þýðir að tæpar 2,7 milljónir króna falla á hvern og einn landsmann vegna þessa. Samanborið við 1,9 milljón króna sem hvert mannsbarn hér á landi mun þurfa að reiða fram falli 600 milljarðaskuldbinding á ríkissjóð vegna Icesave.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira