Minnisleysingjarnir Sverrir Jakobsson skrifar 7. apríl 2009 00:01 Um daginn fór fram endurnýjun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fólst í því að nýjum mönnum var skipað í brúna. Ekki sáu menn ástæðu til að endurskoða stefnu flokksins enda voru menn almennt sáttir við stjórn hans á efnahagsmálum. Til að undirstrika það var fyrrverandi formaður flokksins til margra ára fenginn til að segja brandara og sáust myndir af fundarmönnum veltast um af hlátri yfir máli hans. Sjálfstæðismenn afneita þó ekki hruni frjálshyggjunnar en hún kemur þeim ekki við enda var flokkurinn aldrei frjálshyggjuflokkur. Segir hinn nýi formaður. Það var eiginlega orðið löngu tímabært að sjálfstæðismenn fræddu okkur um þetta því að satt að segja var maður farinn að misskilja ýmislegt. Að hluta til má þó kenna leiðtogum flokksins sjálfum um þetta þar sem þeir ráku félög eins og frjálshyggjufélagið og gáfu út bækur sem hétu nöfnum eins og Uppreisn frjálshyggjunnar. Kannski ekki skrítið að einhverjum detti í hug að snúa út úr og halda því fram að frjálshyggjan hefði eitthvað með hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins að gera. En þetta er sem sagt misskilningur eða kannski var okkur að dreyma. Maður fær raunar oft þá tilfinningu þegar maður fylgist með pólitískri umræðu á Íslandi þessa dagana. Núna er t.d. mikið deilt um gjaldeyrishöft en það merkilega er að þeir sem gagnrýna þau núna eru þeir sömu og ákváðu að taka þau upp fyrir fáeinum mánuðum. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki gert annað en að reyna að tryggja að kerfið sem fyrri ríkisstjórn tók upp virki eins og það á að gera. Af einhverjum ástæðum hindrar það samt ekki sjálfstæðismenn í að draga fram áratuga gamlar klisjur um haftabúskap og gefa í skyn að ríkisstjórnin hafi komið á höftum af illmennsku sinni en ekki vegna þess að allir íslenskir bankar urðu gjaldþrota, ríkisstjórnin þurfti að þjóðnýta tapið og ganga í leiðinni til nauðasamninga við nokkrar erlendar þjóðir. Allt á meðan þeir stóðu vaktina. Lausnirnar sem nú eru í boði flokksins sem er ekki og hefur aldrei verið frjálshyggjuflokkur - og síamstvíbura flokksins hjá Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins - kallast raunar óþægilega mikið á við málflutning sömu aðila fyrir fáeinum misserum; málflutning tímans þegar hinir einkavæddu og ofvöxnu bankar voru að byggja upp milljarðaskuldir undir því kjörorði að menn færu alltaf betur með eigið fé en annarra. Man einhver eftir því þegar bankarnir vildu gera að ensku að ríkismáli vegna þess að íslenskan var ekki nógu kúl fyrir þá? Eða þegar viðskiptaráð samþykkti ályktanir um að Íslendingar mættu ekki bera sig saman við Norðurlöndin vegna þess að við stæðum þeim „framar á flestum sviðum"? Já, ótrúlegt en satt: Fyrir fáeinum mánuðum fannst Viðskiptaráði það marktækt innlegg í pólitíska umræðu að Ísland væri svo miklu betra en hin Norðurlöndin. Og frjálsara, gleymum því ekki. Samt var Sjálfstæðisflokkurinn aldrei frjálshyggjuflokkur. Ekki í raun. Núna hafa sjálfstæðismenn gleymt frjálshyggjunni og eigum að gera það líka. Viðskiptaráð minnist ekki lengur á ályktanirnar um að við séum miklu betri en Norðurlöndin. Þeir hafa gleymt þessu og vilja að við gerum það líka. Og hinir frjálsu fjölmiðlar vilja auðvitað stuðla sem mest að þess konar minnisleysi enda eru það sömu aðilar sem eiga þá. Minnisleysi getur verið þægilegt ef ætlunin er að læra ekkert af mistökum. Annars er það hins vegar ekkert sérlega sniðugt. Núna virðist drjúgur hluti þjóðarinnar vera ákveðinn í að halla sér aftur að stólbakinu og gleyma á meðan hlegið er að uppistandi Kristgervingsins. Hann leiðir þá aftur í gömlu góða dagana þegar þeir voru mennirnir með svörin - eða raunar hann með svörin fyrir þá. Kannski koma þeir aftur ef við skiptum um merkimiða, látum eins og ekkert hafi gerst og reynum að kenna manninum sem kom á eftir að þrífa upp það sem við gerðum sjálf? Jafnvel hrópa á skúringamanninn af þjósti: Af hverju ertu ekki búinn að þrífa upp það sem ég sullaði niður? Þannig er veröld hinna minnislausu. En ef þrifin eiga að ganga upp er kannski betra að við hin vísum sóðanum á dyr og leyfum honum að standa úti; a.m.k. rétt á meðan verið er að þrífa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun
Um daginn fór fram endurnýjun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fólst í því að nýjum mönnum var skipað í brúna. Ekki sáu menn ástæðu til að endurskoða stefnu flokksins enda voru menn almennt sáttir við stjórn hans á efnahagsmálum. Til að undirstrika það var fyrrverandi formaður flokksins til margra ára fenginn til að segja brandara og sáust myndir af fundarmönnum veltast um af hlátri yfir máli hans. Sjálfstæðismenn afneita þó ekki hruni frjálshyggjunnar en hún kemur þeim ekki við enda var flokkurinn aldrei frjálshyggjuflokkur. Segir hinn nýi formaður. Það var eiginlega orðið löngu tímabært að sjálfstæðismenn fræddu okkur um þetta því að satt að segja var maður farinn að misskilja ýmislegt. Að hluta til má þó kenna leiðtogum flokksins sjálfum um þetta þar sem þeir ráku félög eins og frjálshyggjufélagið og gáfu út bækur sem hétu nöfnum eins og Uppreisn frjálshyggjunnar. Kannski ekki skrítið að einhverjum detti í hug að snúa út úr og halda því fram að frjálshyggjan hefði eitthvað með hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins að gera. En þetta er sem sagt misskilningur eða kannski var okkur að dreyma. Maður fær raunar oft þá tilfinningu þegar maður fylgist með pólitískri umræðu á Íslandi þessa dagana. Núna er t.d. mikið deilt um gjaldeyrishöft en það merkilega er að þeir sem gagnrýna þau núna eru þeir sömu og ákváðu að taka þau upp fyrir fáeinum mánuðum. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki gert annað en að reyna að tryggja að kerfið sem fyrri ríkisstjórn tók upp virki eins og það á að gera. Af einhverjum ástæðum hindrar það samt ekki sjálfstæðismenn í að draga fram áratuga gamlar klisjur um haftabúskap og gefa í skyn að ríkisstjórnin hafi komið á höftum af illmennsku sinni en ekki vegna þess að allir íslenskir bankar urðu gjaldþrota, ríkisstjórnin þurfti að þjóðnýta tapið og ganga í leiðinni til nauðasamninga við nokkrar erlendar þjóðir. Allt á meðan þeir stóðu vaktina. Lausnirnar sem nú eru í boði flokksins sem er ekki og hefur aldrei verið frjálshyggjuflokkur - og síamstvíbura flokksins hjá Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins - kallast raunar óþægilega mikið á við málflutning sömu aðila fyrir fáeinum misserum; málflutning tímans þegar hinir einkavæddu og ofvöxnu bankar voru að byggja upp milljarðaskuldir undir því kjörorði að menn færu alltaf betur með eigið fé en annarra. Man einhver eftir því þegar bankarnir vildu gera að ensku að ríkismáli vegna þess að íslenskan var ekki nógu kúl fyrir þá? Eða þegar viðskiptaráð samþykkti ályktanir um að Íslendingar mættu ekki bera sig saman við Norðurlöndin vegna þess að við stæðum þeim „framar á flestum sviðum"? Já, ótrúlegt en satt: Fyrir fáeinum mánuðum fannst Viðskiptaráði það marktækt innlegg í pólitíska umræðu að Ísland væri svo miklu betra en hin Norðurlöndin. Og frjálsara, gleymum því ekki. Samt var Sjálfstæðisflokkurinn aldrei frjálshyggjuflokkur. Ekki í raun. Núna hafa sjálfstæðismenn gleymt frjálshyggjunni og eigum að gera það líka. Viðskiptaráð minnist ekki lengur á ályktanirnar um að við séum miklu betri en Norðurlöndin. Þeir hafa gleymt þessu og vilja að við gerum það líka. Og hinir frjálsu fjölmiðlar vilja auðvitað stuðla sem mest að þess konar minnisleysi enda eru það sömu aðilar sem eiga þá. Minnisleysi getur verið þægilegt ef ætlunin er að læra ekkert af mistökum. Annars er það hins vegar ekkert sérlega sniðugt. Núna virðist drjúgur hluti þjóðarinnar vera ákveðinn í að halla sér aftur að stólbakinu og gleyma á meðan hlegið er að uppistandi Kristgervingsins. Hann leiðir þá aftur í gömlu góða dagana þegar þeir voru mennirnir með svörin - eða raunar hann með svörin fyrir þá. Kannski koma þeir aftur ef við skiptum um merkimiða, látum eins og ekkert hafi gerst og reynum að kenna manninum sem kom á eftir að þrífa upp það sem við gerðum sjálf? Jafnvel hrópa á skúringamanninn af þjósti: Af hverju ertu ekki búinn að þrífa upp það sem ég sullaði niður? Þannig er veröld hinna minnislausu. En ef þrifin eiga að ganga upp er kannski betra að við hin vísum sóðanum á dyr og leyfum honum að standa úti; a.m.k. rétt á meðan verið er að þrífa.