Dólar Button eða sýnir meistaratakta? 14. október 2009 08:13 Jenson Button gæti orðið arftaki Lewis Hamilton hvað meistaratitilinn varðar um helgina. mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button getur tryggt sér meistaratitil ökumanna í Interlagos í Brasilíu um helgina. Honum nægir þriðja sætið ef keppinautar hans um titilinn, Rubens Barrichello og Sebastian Vettel verða ekki ofar honum. En mörgum er tiðrætt um að Button hefur ekki unnið mót síðan í vor, fyrir 10 mótum síðan og setja spurningamerki við titilsókn hans. Gamli meistarinn Damon Hill finnst að hann verði að taka á sig rögg og vinna annað tveggja síðustu mótanna, til að sýna að hann hafi virkilega verið sá besti í ár. Það sé lítill sómi í því að dóla í mark til að ná stigum. Þetta gerði þó Lewis Hamilton í kapphlaupinu við Felipe Massa í fyrra. Hamilton varð fimmti, en Massa vann og tapaði titlinum með eins stigs mun. Lokamótið í fyrra var sannkallaður spennutryllir í rigningu og úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. Ný lýkur mótinu í Abu Dhabi á nýrri braut sem engin hefur ekið og það setur strik í reikningin. Þá gæti rigningu sem er spáð í Interlagos ruglað málum og hjálpað Vettel sem er 16 stigum á eftir Button, en Barrichello er 14 stigum á eftir. Button hefur átt frekar daufan feril miðað við marga og honum er mikið í mun að tróna á toppnum á þessu keppnistímabili. Það hjálpar honum líka í samningaviðræðum við Brawn liðið sem hefur ekki enn ákveðið hvaða ökumenn verða hjá liðinu á næsta ári. Það er því allt undir hjá Button, en spurningin er hvort hann dólar eða sýnir meistaratakta til að ná markmiði sínu. Ítarleg umfjöllun verður um möguleika ökumanna í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Þá verður rætt við Felipe Massa sem ók Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í vikunni eftir slysið í Ungverjalandi í sumar. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bretinn Jenson Button getur tryggt sér meistaratitil ökumanna í Interlagos í Brasilíu um helgina. Honum nægir þriðja sætið ef keppinautar hans um titilinn, Rubens Barrichello og Sebastian Vettel verða ekki ofar honum. En mörgum er tiðrætt um að Button hefur ekki unnið mót síðan í vor, fyrir 10 mótum síðan og setja spurningamerki við titilsókn hans. Gamli meistarinn Damon Hill finnst að hann verði að taka á sig rögg og vinna annað tveggja síðustu mótanna, til að sýna að hann hafi virkilega verið sá besti í ár. Það sé lítill sómi í því að dóla í mark til að ná stigum. Þetta gerði þó Lewis Hamilton í kapphlaupinu við Felipe Massa í fyrra. Hamilton varð fimmti, en Massa vann og tapaði titlinum með eins stigs mun. Lokamótið í fyrra var sannkallaður spennutryllir í rigningu og úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. Ný lýkur mótinu í Abu Dhabi á nýrri braut sem engin hefur ekið og það setur strik í reikningin. Þá gæti rigningu sem er spáð í Interlagos ruglað málum og hjálpað Vettel sem er 16 stigum á eftir Button, en Barrichello er 14 stigum á eftir. Button hefur átt frekar daufan feril miðað við marga og honum er mikið í mun að tróna á toppnum á þessu keppnistímabili. Það hjálpar honum líka í samningaviðræðum við Brawn liðið sem hefur ekki enn ákveðið hvaða ökumenn verða hjá liðinu á næsta ári. Það er því allt undir hjá Button, en spurningin er hvort hann dólar eða sýnir meistaratakta til að ná markmiði sínu. Ítarleg umfjöllun verður um möguleika ökumanna í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Þá verður rætt við Felipe Massa sem ók Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í vikunni eftir slysið í Ungverjalandi í sumar. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu
Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira