Umbúðalaust um stráka Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 26. júní 2009 06:00 Drengir eru að dragast aftur úr. Það var heldur betur staðfest í frétt í Fréttablaðinu í vikunni. Þar kom fram að mun færri piltar verða teknir inn í MR (43% piltar, 57% stúlkur) og VÍ (37% piltar, 63% stúlkur) í haust. Á mannamáli þýðir þetta að tveir vinsælustu framhaldsskólarnir taka nú inn 50% fleiri stúlkur. Í okkar annars ágæta skólakerfi hefur það gerst undanfarin ár að piltar hafa kerfisbundið dregist aftur úr stúlkum. Þrátt fyrir að fleiri drengir séu í hverjum árgangi í grunnskólum hafa á undanförnum árum 50% fleiri stúlkur brautskráðst úr framhaldsskólum en drengir. Það er sláandi munur. Niðurstöður síðustu PISA-rannsóknar frá 2003, alþjóðlegrar könnunar á þekkingu og hæfni 15 ára nemenda, sýna að í engu þátttökulandi er samanburður kynjanna jafn hagstæður konum og á Íslandi. Þetta á við um allar námsgreinar sem mældar voru; stærðfræði, lestur, náttúrufræði og þrautalausnir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður samræmdra prófa undanfarin ár. Í flestum námsgreinum auka stúlkur árangur sinn á meðan drengir standa í stað. Munurinn er mestur í tungumálum. Drengjum líður oftar verr í grunnskóla. Þeir lenda frekar í útistöðum við aðra og þjást frekar af námsleiða. Drengir fá ekki eins mikinn stuðning heima fyrir og fleiriunglingsdrengir telja námið tilgangslaust. Brottfall drengja er meira en stúlkna í framhaldsskólum. Stúlkur eru í meirihluta í háskólanámi. Staðreyndirnar skýra umbúðalaust að drengir eru að dragast aftur úr. Þeim mun með þessu áframhaldi fækka áfram í framhaldsskólum og háskólum og við munum áfram sjá stúlkur í auknum meirihluta. Einkunnir stúlkna munu áfram verða hærri en drengja og tryggja þeim aðgang að skólum að þeirra ósk. Vandamálið hefur ekki verið tekið alvarlega, hvorki af menntamálayfirvöldum né sveitarstjórnum. Lítið sem ekkert hefur verið skoðað hvaða aðgerðir valda þessari þróun. Örfáir fræðimenn, Ingólfur Gíslason öðrum fremur, hafa ljáð þessu máls. Engin sérstök átök eru í gangi hjá yfirvöldum, ekkert mat á kennsluaðferðum sem margir telja stelpumiðaðar, engin skoðun á því hvort aukið vægi vinnueinkunnar hafi neikvæð áhrif á stráka. Getur verið að afnám samræmdra prófa skekki stöðu drengja beint? Eru einstaklingsmiðaðir kennsluhættir stelpumiðaðir? Hefur okkur tekist á síðustu árum að breyta umhverfi skóla og kennslu þannig að stúlkur fá að njóta sín á kostnað drengja? Hversu langt þarf þessi þróun að ganga til að samfélagið líti á þetta sem vandamál? Ég er viss um að mæður drengja og fjölmargir kennarar hljóti að spyrja sig að því en það virðist ekki fara fram upphátt. Umræða um jafnrétti kynja hefur einskorðast við stöðu kvenna á sama tíma og það virðist síður viðeigandi að fjalla um jafnrétti út frá þeirri hugmynd að drengir skuli njóta jafnréttis. Þegar vakin er athygli á stöðu drengja draga jafnréttissinnar úr vandanum. Rökin eru að konur hafi í fjöldamörg ár háð baráttu við karla um jafnrétti og því þurfi enn sértækar aðgerðir til handa konum. Enn eru skökk hlutföll milli kynja í stjórnunarstöðum og enn er launamunur staðreynd. Það breytir þó ekki því að á sama tíma eru fyrrgreindar staðreyndir um stöðu drengja skýrar og því verður að breyta. Auðvitað á árangur drengja og stúlkna að vera sambærilegur. Auðvitað eiga að útskrifast jafnmargir drengir og stúlkur með framhaldsskólapróf. Annars gætum við ekki réttlætt neinar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. Jafnrétti á ekki að bitna á „hinum" hópnum. Menntamálaráðherra sagði aðspurð um skökk hlutföll kynja í MR og VÍ að „drengir séu kannski að sækja í eitthvað annað nám frekar en bóklegt". Ráðherra verður að taka málinu alvarlegar en þetta. Mér er til efs að menntamálaráðherra hefði svarað spurningunni á sama hátt ef hallað hefði á stúlkur. Ef hún er jafnréttissinni ætti hún að hafa verulegar áhyggjur af 50% fleiri stúlkum útskrifuðum úr framhaldsskólum en strákum. Aðalatriðið er að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Ræðum stöðu beggja kynja - samtímis og á jafnréttisgrundvelli. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Drengir eru að dragast aftur úr. Það var heldur betur staðfest í frétt í Fréttablaðinu í vikunni. Þar kom fram að mun færri piltar verða teknir inn í MR (43% piltar, 57% stúlkur) og VÍ (37% piltar, 63% stúlkur) í haust. Á mannamáli þýðir þetta að tveir vinsælustu framhaldsskólarnir taka nú inn 50% fleiri stúlkur. Í okkar annars ágæta skólakerfi hefur það gerst undanfarin ár að piltar hafa kerfisbundið dregist aftur úr stúlkum. Þrátt fyrir að fleiri drengir séu í hverjum árgangi í grunnskólum hafa á undanförnum árum 50% fleiri stúlkur brautskráðst úr framhaldsskólum en drengir. Það er sláandi munur. Niðurstöður síðustu PISA-rannsóknar frá 2003, alþjóðlegrar könnunar á þekkingu og hæfni 15 ára nemenda, sýna að í engu þátttökulandi er samanburður kynjanna jafn hagstæður konum og á Íslandi. Þetta á við um allar námsgreinar sem mældar voru; stærðfræði, lestur, náttúrufræði og þrautalausnir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður samræmdra prófa undanfarin ár. Í flestum námsgreinum auka stúlkur árangur sinn á meðan drengir standa í stað. Munurinn er mestur í tungumálum. Drengjum líður oftar verr í grunnskóla. Þeir lenda frekar í útistöðum við aðra og þjást frekar af námsleiða. Drengir fá ekki eins mikinn stuðning heima fyrir og fleiriunglingsdrengir telja námið tilgangslaust. Brottfall drengja er meira en stúlkna í framhaldsskólum. Stúlkur eru í meirihluta í háskólanámi. Staðreyndirnar skýra umbúðalaust að drengir eru að dragast aftur úr. Þeim mun með þessu áframhaldi fækka áfram í framhaldsskólum og háskólum og við munum áfram sjá stúlkur í auknum meirihluta. Einkunnir stúlkna munu áfram verða hærri en drengja og tryggja þeim aðgang að skólum að þeirra ósk. Vandamálið hefur ekki verið tekið alvarlega, hvorki af menntamálayfirvöldum né sveitarstjórnum. Lítið sem ekkert hefur verið skoðað hvaða aðgerðir valda þessari þróun. Örfáir fræðimenn, Ingólfur Gíslason öðrum fremur, hafa ljáð þessu máls. Engin sérstök átök eru í gangi hjá yfirvöldum, ekkert mat á kennsluaðferðum sem margir telja stelpumiðaðar, engin skoðun á því hvort aukið vægi vinnueinkunnar hafi neikvæð áhrif á stráka. Getur verið að afnám samræmdra prófa skekki stöðu drengja beint? Eru einstaklingsmiðaðir kennsluhættir stelpumiðaðir? Hefur okkur tekist á síðustu árum að breyta umhverfi skóla og kennslu þannig að stúlkur fá að njóta sín á kostnað drengja? Hversu langt þarf þessi þróun að ganga til að samfélagið líti á þetta sem vandamál? Ég er viss um að mæður drengja og fjölmargir kennarar hljóti að spyrja sig að því en það virðist ekki fara fram upphátt. Umræða um jafnrétti kynja hefur einskorðast við stöðu kvenna á sama tíma og það virðist síður viðeigandi að fjalla um jafnrétti út frá þeirri hugmynd að drengir skuli njóta jafnréttis. Þegar vakin er athygli á stöðu drengja draga jafnréttissinnar úr vandanum. Rökin eru að konur hafi í fjöldamörg ár háð baráttu við karla um jafnrétti og því þurfi enn sértækar aðgerðir til handa konum. Enn eru skökk hlutföll milli kynja í stjórnunarstöðum og enn er launamunur staðreynd. Það breytir þó ekki því að á sama tíma eru fyrrgreindar staðreyndir um stöðu drengja skýrar og því verður að breyta. Auðvitað á árangur drengja og stúlkna að vera sambærilegur. Auðvitað eiga að útskrifast jafnmargir drengir og stúlkur með framhaldsskólapróf. Annars gætum við ekki réttlætt neinar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. Jafnrétti á ekki að bitna á „hinum" hópnum. Menntamálaráðherra sagði aðspurð um skökk hlutföll kynja í MR og VÍ að „drengir séu kannski að sækja í eitthvað annað nám frekar en bóklegt". Ráðherra verður að taka málinu alvarlegar en þetta. Mér er til efs að menntamálaráðherra hefði svarað spurningunni á sama hátt ef hallað hefði á stúlkur. Ef hún er jafnréttissinni ætti hún að hafa verulegar áhyggjur af 50% fleiri stúlkum útskrifuðum úr framhaldsskólum en strákum. Aðalatriðið er að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Ræðum stöðu beggja kynja - samtímis og á jafnréttisgrundvelli. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar