Rússneskir bankar öskra á hjálp 27. mars 2009 12:50 Hundruð rússneskra banka stefna í að verða gjaldþrota fyrir næstu áramót. Þeir öskra nú á hjálp frá stjórnvöldum. Í umfjöllun um málið í Financial Times segir Pyotr Aven forstjóri eins stærsta banka Rússlands, Alfa Bank, að reikna megi með að fimmtungur af öllum lánum rússneskra banka þurfi að afskrifa "Við reiknum með að 20 til 30 af stærstu bönkum landsins muni fá aðstoð frá stjórnvöldum. En framtíðin fyrir hundruð annarra minni banka er óljós," segir Aven. "Ég tel að hundruð þeirra muni hverfa fyrir áramótin." Í núverandi fjárlögum Rússlands er gert ráð að verja tæplega 2.000 milljörðum kr. í opinber lán til stærstu banka landsins. Alexei Kudrin fjármálaráðherra Rússlands sagði í dag að ónýt lán rússnesku bankanna næmu nú um 10% af lánasöfnum þeirra. Hann bætti því svo við að svo virðist sem fjöldi banka reyni að leyna því hve slæm staða þeirra er í rauninni. Rússneska bankakerfið hefur orðið verulega fyrir barðinu á fjármálakreppunni ásamt verulegum lækkunum á hrávöru eins og olíu og málmum. Talið er að þessi kreppa í Rússlandi nú gæti orðið verri en sú sem landið lent í árið 1998. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hundruð rússneskra banka stefna í að verða gjaldþrota fyrir næstu áramót. Þeir öskra nú á hjálp frá stjórnvöldum. Í umfjöllun um málið í Financial Times segir Pyotr Aven forstjóri eins stærsta banka Rússlands, Alfa Bank, að reikna megi með að fimmtungur af öllum lánum rússneskra banka þurfi að afskrifa "Við reiknum með að 20 til 30 af stærstu bönkum landsins muni fá aðstoð frá stjórnvöldum. En framtíðin fyrir hundruð annarra minni banka er óljós," segir Aven. "Ég tel að hundruð þeirra muni hverfa fyrir áramótin." Í núverandi fjárlögum Rússlands er gert ráð að verja tæplega 2.000 milljörðum kr. í opinber lán til stærstu banka landsins. Alexei Kudrin fjármálaráðherra Rússlands sagði í dag að ónýt lán rússnesku bankanna næmu nú um 10% af lánasöfnum þeirra. Hann bætti því svo við að svo virðist sem fjöldi banka reyni að leyna því hve slæm staða þeirra er í rauninni. Rússneska bankakerfið hefur orðið verulega fyrir barðinu á fjármálakreppunni ásamt verulegum lækkunum á hrávöru eins og olíu og málmum. Talið er að þessi kreppa í Rússlandi nú gæti orðið verri en sú sem landið lent í árið 1998.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira