Ofbeldi gegn börnum skiptir litlu 31. október 2009 00:01 Íslensk kona hefur opnað vefsíðu þar sem hún lýsir skelfilegu ofbeldi og sinnuleysi sem börn hennar hafa þurft að þola af hendi föður síns. Konan er þó neydd til þess að veita honum umgengnisrétt þótt börnin óttist manninn mjög og líði miklar þjáningar hans vegna. Ástæðan er sú að það er börnum mikilvægt og hollt að fá að umgangast báða foreldra sína. Þetta mikilvægi finnst mér þó ekki fyrir hendi ef foreldrið beitir barnið ítrekað ofbeldi. Einhverra hluta vegna virðist hið opinbera kjósa að líta fram hjá þeirri staðreynd. Í meistaraprófsritgerð í lögfræði eftir konu að nafni Elísabet Gísladóttir, sem birt var fyrr á þessu ári og lítið hefur verið fjallað um, líklega af því hún afsannar vinsælt kaffistofuraus, kemur fram að draga megi þá ályktun að ofbeldi innan veggja heimilisins hafi mjög takmörkuð áhrif við mat á forsjárhæfni foreldris. Sömuleiðis virðist mikið þurfa að koma til svo að umgengnisréttur sé skertur á grundvelli slíks ofbeldis, jafnvel þótt sýnt sé fram á að samneyti við foreldri geti beinlínis verið barninu skaðlegt. Í útdrætti um ritgerðina segir svo að af niðurstöðunum megi draga í efa að börnum sé tryggð fullnægjandi vernd gegn ofbeldi í íslenskum lögum og lagaframkvæmd. Það verði að teljast æskilegt að lögfest verði sérstakt ákvæði í barnalög sem leggur þá skyldu á úrskurðaraðila að huga sérstaklega að vernd barna gegn ofbeldi þegar teknar eru ákvarðanir um forsjá eða umgengnisrétt. Elísabet fjallaði einnig um mál þar sem ógnandi faðir hafði skapað mikinn ótta hjá ungum börnum sínum. Svo illa leið þeim að sýnt þótti að þau gætu ekki farið til hans nema með gæslumann frá hinu opinbera með sér. Það dugði reyndar ekki heldur til því gæslumaðurinn varð svo óttasleginn við manninn að hann treysti sér ekki til að vera nálægt honum heldur. Hið blíða og opinbera kerfi brást þá við með því að fjölga gæslumanni um einn, því ekki máttu blessuð börnin missa af samvistum við föðurinn. Í lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum er almennt gengið út frá því að það sé mikilvægur grundvallarréttur barns að þekkja og njóta umönnunar beggja foreldra. Fólk hlýtur þó að gera sér grein fyrir að í ákveðnum tilvikum er hins vegar ljóst að samneyti við foreldra er börnum ekki fyrir bestu heldur stefnir velferð þeirra í voða. Heimilisofbeldi linnir oft ekki þrátt fyrir skilnað eða sambúðarslit foreldra samkvæmt rannsókn Elísabetar vegna þess hve mikilvægt það þykir að brjóta ekki á umgengnisrétti foreldris við barn sitt. Líðan barnsins og þess sem það vill verja skiptir litlu sem engu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun
Íslensk kona hefur opnað vefsíðu þar sem hún lýsir skelfilegu ofbeldi og sinnuleysi sem börn hennar hafa þurft að þola af hendi föður síns. Konan er þó neydd til þess að veita honum umgengnisrétt þótt börnin óttist manninn mjög og líði miklar þjáningar hans vegna. Ástæðan er sú að það er börnum mikilvægt og hollt að fá að umgangast báða foreldra sína. Þetta mikilvægi finnst mér þó ekki fyrir hendi ef foreldrið beitir barnið ítrekað ofbeldi. Einhverra hluta vegna virðist hið opinbera kjósa að líta fram hjá þeirri staðreynd. Í meistaraprófsritgerð í lögfræði eftir konu að nafni Elísabet Gísladóttir, sem birt var fyrr á þessu ári og lítið hefur verið fjallað um, líklega af því hún afsannar vinsælt kaffistofuraus, kemur fram að draga megi þá ályktun að ofbeldi innan veggja heimilisins hafi mjög takmörkuð áhrif við mat á forsjárhæfni foreldris. Sömuleiðis virðist mikið þurfa að koma til svo að umgengnisréttur sé skertur á grundvelli slíks ofbeldis, jafnvel þótt sýnt sé fram á að samneyti við foreldri geti beinlínis verið barninu skaðlegt. Í útdrætti um ritgerðina segir svo að af niðurstöðunum megi draga í efa að börnum sé tryggð fullnægjandi vernd gegn ofbeldi í íslenskum lögum og lagaframkvæmd. Það verði að teljast æskilegt að lögfest verði sérstakt ákvæði í barnalög sem leggur þá skyldu á úrskurðaraðila að huga sérstaklega að vernd barna gegn ofbeldi þegar teknar eru ákvarðanir um forsjá eða umgengnisrétt. Elísabet fjallaði einnig um mál þar sem ógnandi faðir hafði skapað mikinn ótta hjá ungum börnum sínum. Svo illa leið þeim að sýnt þótti að þau gætu ekki farið til hans nema með gæslumann frá hinu opinbera með sér. Það dugði reyndar ekki heldur til því gæslumaðurinn varð svo óttasleginn við manninn að hann treysti sér ekki til að vera nálægt honum heldur. Hið blíða og opinbera kerfi brást þá við með því að fjölga gæslumanni um einn, því ekki máttu blessuð börnin missa af samvistum við föðurinn. Í lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum er almennt gengið út frá því að það sé mikilvægur grundvallarréttur barns að þekkja og njóta umönnunar beggja foreldra. Fólk hlýtur þó að gera sér grein fyrir að í ákveðnum tilvikum er hins vegar ljóst að samneyti við foreldra er börnum ekki fyrir bestu heldur stefnir velferð þeirra í voða. Heimilisofbeldi linnir oft ekki þrátt fyrir skilnað eða sambúðarslit foreldra samkvæmt rannsókn Elísabetar vegna þess hve mikilvægt það þykir að brjóta ekki á umgengnisrétti foreldris við barn sitt. Líðan barnsins og þess sem það vill verja skiptir litlu sem engu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun