Erfið og óvinsæl verkefni framundan 25. apríl 2009 08:00 Allar kannanir benda til þess að kosningarnar í dag verði í meira lagi sögulegar. Í fyrsta lagi hefur ekki gerst áður á lýðveldistímanum að tveir flokkar vinstra megin við miðju, Samfylking og Vinstri grænt framboð, eigi mögulega þess kost að mynda tveggja flokka meirihlutaríkisstjórn. Í öðru lagi eru líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn fái sína slökustu útkomu frá stofnun flokksins. Í þriðja lagi stefnir í að nýtt framboð, Borgarahreyfingin, nái fulltrúum inn á þing og loks virðist sem Frjálslyndi flokkurinn verði þurrkaður út. Ef spár ganga eftir verða sem sagt töluverð umskipti á landslagi stjórnmálanna. Þó ekki minni en við er að búast eftir efnahagshrunið í haust. Erfið staða Sjálfstæðisflokksins er skiljanleg. Hann geldur fyrir að vera, umfram aðra flokka, arkitekt bankakerfis sem þurrkaðist út þegar kreppti að á heimsvísu. Í okkar næstu nágrannalöndum er fjármálalífið laskað af völdum kreppunnar en ekki hrunið. Á þessu er mikill munur. Tilvistarkreppa Sjálfstæðisflokksins hefur verið öllum sýnileg í aðdraganda kosninganna. Hann náði aldrei takti í kosningabaráttu sinni. Var þjakaður af innanflokksátökum og óánægju í eigin röðum: „Hvernig á flokkurinn að vera trúverðugur í gagnrýni sinni á skattahækkanir og eyðslugleði vinstri stjórnar þegar hann er sjálfur búinn að hækka skatta og útgjöld?" spurðu til dæmis pistlahöfundar á hinu hægrisinnaða vefriti Andríki. Kosningabarátta ríkisstjórnarflokkanna flaug svo sem ekki með himinskautum heldur. Samfylkingin og Vinstri græn njóta þess fyrst og fremst í þessum kosningum að vera tiltölulega laus við að hafa komið að landsstjórninni undanfarna tæpa tvo áratugi. Þessir flokkar fá ærið tilefni til fagnaðarláta ef það sem kemur upp úr kjörkössunum í nótt verður í takt við skoðanakannanir undanfarna daga. Sá fögnuður getur hins vegar ekki staðið lengi. Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur notið ákveðins svigrúms meðal þjóðarinnar. Var það annars vegar tilkomið vegna þeirra aðstæðna, sem voru þegar hún tók við, og hins vegar þar sem það lá fyrir að þingstyrkur hennar bauð ekki upp á mjög afgerandi framgöngu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fékk því ákveðna hveitibrauðsdaga þrátt fyrir allt. Kosningarnar í dag binda enda á þá. Hinn beiski kaleikur sigurvegara þessara kosninga er að þeirra bíða skelfing þungbær verkefni. Það þarf að taka óvinsælar ákvarðanir, það verður að ganga hratt til verks og það verður erfitt að komast hjá því að gera ýmis mistök í endurreisnarstarfinu. Við ríkjandi aðstæður, þar sem hagkerfið er á hliðinni og stór hluti athafnalífsins í fanginu á hinu opinbera, er nánast óumflýjanlegt annað en að eitthvað fari úrskeiðis. Þrek ríkisstjórnarinnar til að takast á við mistök sín og umdeild mál mun ráða úrslitum um hversu farsæl og langlíf hún verður. Þær stóru ákvarðanir sem eru fram undan geta aldrei orðið öllum að skapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun
Allar kannanir benda til þess að kosningarnar í dag verði í meira lagi sögulegar. Í fyrsta lagi hefur ekki gerst áður á lýðveldistímanum að tveir flokkar vinstra megin við miðju, Samfylking og Vinstri grænt framboð, eigi mögulega þess kost að mynda tveggja flokka meirihlutaríkisstjórn. Í öðru lagi eru líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn fái sína slökustu útkomu frá stofnun flokksins. Í þriðja lagi stefnir í að nýtt framboð, Borgarahreyfingin, nái fulltrúum inn á þing og loks virðist sem Frjálslyndi flokkurinn verði þurrkaður út. Ef spár ganga eftir verða sem sagt töluverð umskipti á landslagi stjórnmálanna. Þó ekki minni en við er að búast eftir efnahagshrunið í haust. Erfið staða Sjálfstæðisflokksins er skiljanleg. Hann geldur fyrir að vera, umfram aðra flokka, arkitekt bankakerfis sem þurrkaðist út þegar kreppti að á heimsvísu. Í okkar næstu nágrannalöndum er fjármálalífið laskað af völdum kreppunnar en ekki hrunið. Á þessu er mikill munur. Tilvistarkreppa Sjálfstæðisflokksins hefur verið öllum sýnileg í aðdraganda kosninganna. Hann náði aldrei takti í kosningabaráttu sinni. Var þjakaður af innanflokksátökum og óánægju í eigin röðum: „Hvernig á flokkurinn að vera trúverðugur í gagnrýni sinni á skattahækkanir og eyðslugleði vinstri stjórnar þegar hann er sjálfur búinn að hækka skatta og útgjöld?" spurðu til dæmis pistlahöfundar á hinu hægrisinnaða vefriti Andríki. Kosningabarátta ríkisstjórnarflokkanna flaug svo sem ekki með himinskautum heldur. Samfylkingin og Vinstri græn njóta þess fyrst og fremst í þessum kosningum að vera tiltölulega laus við að hafa komið að landsstjórninni undanfarna tæpa tvo áratugi. Þessir flokkar fá ærið tilefni til fagnaðarláta ef það sem kemur upp úr kjörkössunum í nótt verður í takt við skoðanakannanir undanfarna daga. Sá fögnuður getur hins vegar ekki staðið lengi. Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur notið ákveðins svigrúms meðal þjóðarinnar. Var það annars vegar tilkomið vegna þeirra aðstæðna, sem voru þegar hún tók við, og hins vegar þar sem það lá fyrir að þingstyrkur hennar bauð ekki upp á mjög afgerandi framgöngu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fékk því ákveðna hveitibrauðsdaga þrátt fyrir allt. Kosningarnar í dag binda enda á þá. Hinn beiski kaleikur sigurvegara þessara kosninga er að þeirra bíða skelfing þungbær verkefni. Það þarf að taka óvinsælar ákvarðanir, það verður að ganga hratt til verks og það verður erfitt að komast hjá því að gera ýmis mistök í endurreisnarstarfinu. Við ríkjandi aðstæður, þar sem hagkerfið er á hliðinni og stór hluti athafnalífsins í fanginu á hinu opinbera, er nánast óumflýjanlegt annað en að eitthvað fari úrskeiðis. Þrek ríkisstjórnarinnar til að takast á við mistök sín og umdeild mál mun ráða úrslitum um hversu farsæl og langlíf hún verður. Þær stóru ákvarðanir sem eru fram undan geta aldrei orðið öllum að skapi.