Kostnaður við að bjarga bönkum gerir Íra brjálaða í skapinu 13. nóvember 2009 10:42 Hjúkrunarkonur, slökkviliðsmenn og þúsundir opinberra starfsmanna á Írlandi hóta nú verkfallsaðgerðum ef laun þeirra verða lækkuð til að mæta kostnaði hins opinbera við að bjarga bönkum landsins. Almenningur á Írlandi telur almennt að kostnaðurinn muni verulega íþyngja komandi kynslóð landsins. „Það ríkir ofsafengin reiði meðal venjulegs fólks sem telur að skattborgarar landsins verði blóraböggull þess sem fór úrskeiðis," segir Richard Burton talsmaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Fine Gael, í fjármálum í samtali við Reuters um málið. Talið er að landsframleiðslan á Írlandi muni dragast saman um 7,5% á þessu ári og er það mesti samdráttur hjá þróuðu landi ef Ísland er undanskilið. Sem evruland glímir Írland við einn mesta fjárlagahalla landa innan ESB og hefur sambandið gefið stjórnvöldum tíma fram að 2014 til að lagfæra þá stöðu. Stjórnvöld telja skattahækkanir óumflýjanlegar. Meirihluti stjórnar Brian Cowen forsætisráðherra og formanns Fianna Fail flokksins hefur minnkað í aukakosningum að undanförnu. Einnig eru töluverðir möguleikar taldir á því að hann missi stuðning margra þingmanna Græningja, samstarfsflokksins, og að Cowen neyðist til að efna til kosninga ef margir þingmenn Græningja hætta að styðja stjórnina í komandi mótmælum og verkföllum. Það sem liggur að baki reiði almennings er NAMA eða National Asset Management Agency sem er bankaumsýsla ríkisins og á að yfirtaka „slæma banka" landsins. Frumvarp um bankaumsýsluna er á dagskrá írska þingsins í dag og búist er við að það verði samþykkt þar. Írsk stjórnvöld ætla að eyða 54 milljörðum evra til að kaupa eitraðar eignir af bönkum landsins svo þeir verði starfhæfir á ný. Það er þessi reikningur sem skattborgarar eru á móti að þurfa að borga. Enda sé reikningurinn tilkominn vegna græðgi og ábyrgðarleysis bankanna. „Þegar þú gekkst framhjá banka eða lánastofnun hér áður fyrr var mikil hætta á að þér væri snarað þar inn fyrir og reynt að troða upp á þig láni," segir John Roche sjötugur ellilífeyrisþegi. Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands segir að það „slæmi bankinn" sé nauðsynlegur til þess að bjarga efnahagslífi landsins. Áætlunin hefur þegar komið í veg fyrir að þjóðnýta þurfi fleiri banka en orðið er. Evrópski Seðlabankinn er einn af bakhjörlum NAMA en með bankaumsýslunni á að auka lausafé í umferð í hagkerfinu. Hinsvegar eru horfurnar ekki góðar fyrir næsta ári því ofan á samdráttinn í ár reiknar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með að landsframleiðslan minnki áfram um 2,5% á næsta ári. Í öllum öðrum ESB löndum er hinsvegar reiknað með að landsframleiðslan aukist á næsta ári. Svipað og á Íslandi hafa ýmis hneykslismál komið upp í sambandi við rekstur bankanna á Írlandi, einkum Anglo Irish Bank. Þar hafa leynileg lán til stjórnenda bankans komið upp á yfirborðið sem og hópur fjárfesta, kallaður „gullni hringurinn", sem gat gengið í hirslur bankans og fengið lán oft án lítilla eða engra veða. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hjúkrunarkonur, slökkviliðsmenn og þúsundir opinberra starfsmanna á Írlandi hóta nú verkfallsaðgerðum ef laun þeirra verða lækkuð til að mæta kostnaði hins opinbera við að bjarga bönkum landsins. Almenningur á Írlandi telur almennt að kostnaðurinn muni verulega íþyngja komandi kynslóð landsins. „Það ríkir ofsafengin reiði meðal venjulegs fólks sem telur að skattborgarar landsins verði blóraböggull þess sem fór úrskeiðis," segir Richard Burton talsmaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Fine Gael, í fjármálum í samtali við Reuters um málið. Talið er að landsframleiðslan á Írlandi muni dragast saman um 7,5% á þessu ári og er það mesti samdráttur hjá þróuðu landi ef Ísland er undanskilið. Sem evruland glímir Írland við einn mesta fjárlagahalla landa innan ESB og hefur sambandið gefið stjórnvöldum tíma fram að 2014 til að lagfæra þá stöðu. Stjórnvöld telja skattahækkanir óumflýjanlegar. Meirihluti stjórnar Brian Cowen forsætisráðherra og formanns Fianna Fail flokksins hefur minnkað í aukakosningum að undanförnu. Einnig eru töluverðir möguleikar taldir á því að hann missi stuðning margra þingmanna Græningja, samstarfsflokksins, og að Cowen neyðist til að efna til kosninga ef margir þingmenn Græningja hætta að styðja stjórnina í komandi mótmælum og verkföllum. Það sem liggur að baki reiði almennings er NAMA eða National Asset Management Agency sem er bankaumsýsla ríkisins og á að yfirtaka „slæma banka" landsins. Frumvarp um bankaumsýsluna er á dagskrá írska þingsins í dag og búist er við að það verði samþykkt þar. Írsk stjórnvöld ætla að eyða 54 milljörðum evra til að kaupa eitraðar eignir af bönkum landsins svo þeir verði starfhæfir á ný. Það er þessi reikningur sem skattborgarar eru á móti að þurfa að borga. Enda sé reikningurinn tilkominn vegna græðgi og ábyrgðarleysis bankanna. „Þegar þú gekkst framhjá banka eða lánastofnun hér áður fyrr var mikil hætta á að þér væri snarað þar inn fyrir og reynt að troða upp á þig láni," segir John Roche sjötugur ellilífeyrisþegi. Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands segir að það „slæmi bankinn" sé nauðsynlegur til þess að bjarga efnahagslífi landsins. Áætlunin hefur þegar komið í veg fyrir að þjóðnýta þurfi fleiri banka en orðið er. Evrópski Seðlabankinn er einn af bakhjörlum NAMA en með bankaumsýslunni á að auka lausafé í umferð í hagkerfinu. Hinsvegar eru horfurnar ekki góðar fyrir næsta ári því ofan á samdráttinn í ár reiknar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með að landsframleiðslan minnki áfram um 2,5% á næsta ári. Í öllum öðrum ESB löndum er hinsvegar reiknað með að landsframleiðslan aukist á næsta ári. Svipað og á Íslandi hafa ýmis hneykslismál komið upp í sambandi við rekstur bankanna á Írlandi, einkum Anglo Irish Bank. Þar hafa leynileg lán til stjórnenda bankans komið upp á yfirborðið sem og hópur fjárfesta, kallaður „gullni hringurinn", sem gat gengið í hirslur bankans og fengið lán oft án lítilla eða engra veða.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira