Veðurguðirnir í Wales hafa enn áhrif á Ryderkeppnina í golfi Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 1. desember 2010 14:17 Þessi var alveg með það á hreinu að standa uppi sem sigurvegari í mótslok á Celtic Manor - hélt bara með báðum. Nordic Photos/Getty Images Fjögurra daga Ryderkeppni í golfi verður á meðal þeirra hugmynda sem ræddar verða á stjórnarfundi PGA - og Evrópumótaraðarinnar í byrjun næsta árs. Keppnishaldið á Celtic Manor vellinum í Wales fór sem kunnugt er allt úr skorðum vegna úrkomu þegar keppni fór þar fram í byrjun október og þurfti að bæta við fjórða keppnisdeginum til þess að hægt væri að ljúka keppni. Svo virðist sem að þessi óvænta breyting hafi vakið forsvarsmenn keppninnar til umhugsunar. „Því er ekki að leyna að það voru margir sem voru ánægðir með þessa breytingu," segir Richard Hills framkvæmdastjóri keppninnar. „Við munum ræða við kylfinga úr báðum liðum í janúar á næsta ári og við munum halda áfram að ræða þessa hluti á fundi samhliða Masterskeppninni í apríl," bætti Hills við en hann telur góðar líkur á því að keppnisfyrirkomulaginu verði breytt fyrir næstu keppni sem fram fer á Medinah vellinum í Chicago árið 2012. Terry Mundy, Rory McIlroy og Ross Fisher fagna sigri Evrópuliðsins. Myndy er aðstoðarmaður McIlroy. Það eru margir sem eru á móti því að breyta keppnisfyrirkomulaginu sem hefur fylgt þriggja daga keppni. Helstu rök þeirra eru að mikil ákefð og spenna einkenni þriggja daga keppnina, hlutverk fyrirliðans í þriggja daga keppni er mun stærra og erfiðara þar sem hann þarf ávallt að velja átta kylfigna fyrir hverja umferð og setja fjóra á „varamannabekkinn". Þeir sem eru fylgjandi því að breyta keppnisfyrirkomulaginu benda hinsvegar á að keppnin hafi ekki misst sérkenni sín þrátt fyrir fjögurra daga keppni í Wales. Að auki benda þeir á að fjögurra daga keppni leysi úr ýmsum vandamálum sem fylgir því að leika tvöfalda umferð fyrstu tvo keppnisdagana þar sem að það stendur ávallt tæpt að kylfingar nái að ljúka leik síðdegis áður en myrkrið skellur á. Og ekki má gleyma því að mótshaldarar geta gert ráð fyrir mun meiri veltu og hagnaði af þriðja stærsta íþróttviðburði heims ef hann stendur yfir í fjóra daga en ekki þrjá. Veðrið var alls ekkert sérstakt í Wales og áhorfendasvæðin á Celtic Manor vellinum voru eitt drullusvað. Þeir sem styðja fjögurra daga keppnisfyrirkomulagið benda einnig á að mikil örtröð skapist ávallt þegar 40.000 áhorfendur mæta kl. 7.30 að morgni þegar keppni hefst. Sú örtröð myndi minnka verulega að þeirra mati ef keppnin stæði yfir í fjóra daga - þar sem keppnin myndi ekki hefjast fyrr en kl. 9. Ef keppnisfyrirkomulagin verður breytt er líklegt að á fyrsta keppnisdegi fari fram fimm eða sex fjórleikir (betri bolti). Á öðrum degi verði leikinn hefðbundinn „Ryderdagur" þar sem að fjórir fjórmenningar (tveir keppendur eru saman í liði og slá þeir einn bolta til skiptis) fara fram fyrir hádegi og sami háttur verður á eftir hádegi. Á þriðja keppnisdegi verður sama fyrirkomulag og á þeim fyrsta, og á fjórða keppnisdegi fara fram 12 tvímenningsleikir þar sem einn kylfingur úr hvoru liði keppa í holukeppni sín á milli. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fjögurra daga Ryderkeppni í golfi verður á meðal þeirra hugmynda sem ræddar verða á stjórnarfundi PGA - og Evrópumótaraðarinnar í byrjun næsta árs. Keppnishaldið á Celtic Manor vellinum í Wales fór sem kunnugt er allt úr skorðum vegna úrkomu þegar keppni fór þar fram í byrjun október og þurfti að bæta við fjórða keppnisdeginum til þess að hægt væri að ljúka keppni. Svo virðist sem að þessi óvænta breyting hafi vakið forsvarsmenn keppninnar til umhugsunar. „Því er ekki að leyna að það voru margir sem voru ánægðir með þessa breytingu," segir Richard Hills framkvæmdastjóri keppninnar. „Við munum ræða við kylfinga úr báðum liðum í janúar á næsta ári og við munum halda áfram að ræða þessa hluti á fundi samhliða Masterskeppninni í apríl," bætti Hills við en hann telur góðar líkur á því að keppnisfyrirkomulaginu verði breytt fyrir næstu keppni sem fram fer á Medinah vellinum í Chicago árið 2012. Terry Mundy, Rory McIlroy og Ross Fisher fagna sigri Evrópuliðsins. Myndy er aðstoðarmaður McIlroy. Það eru margir sem eru á móti því að breyta keppnisfyrirkomulaginu sem hefur fylgt þriggja daga keppni. Helstu rök þeirra eru að mikil ákefð og spenna einkenni þriggja daga keppnina, hlutverk fyrirliðans í þriggja daga keppni er mun stærra og erfiðara þar sem hann þarf ávallt að velja átta kylfigna fyrir hverja umferð og setja fjóra á „varamannabekkinn". Þeir sem eru fylgjandi því að breyta keppnisfyrirkomulaginu benda hinsvegar á að keppnin hafi ekki misst sérkenni sín þrátt fyrir fjögurra daga keppni í Wales. Að auki benda þeir á að fjögurra daga keppni leysi úr ýmsum vandamálum sem fylgir því að leika tvöfalda umferð fyrstu tvo keppnisdagana þar sem að það stendur ávallt tæpt að kylfingar nái að ljúka leik síðdegis áður en myrkrið skellur á. Og ekki má gleyma því að mótshaldarar geta gert ráð fyrir mun meiri veltu og hagnaði af þriðja stærsta íþróttviðburði heims ef hann stendur yfir í fjóra daga en ekki þrjá. Veðrið var alls ekkert sérstakt í Wales og áhorfendasvæðin á Celtic Manor vellinum voru eitt drullusvað. Þeir sem styðja fjögurra daga keppnisfyrirkomulagið benda einnig á að mikil örtröð skapist ávallt þegar 40.000 áhorfendur mæta kl. 7.30 að morgni þegar keppni hefst. Sú örtröð myndi minnka verulega að þeirra mati ef keppnin stæði yfir í fjóra daga - þar sem keppnin myndi ekki hefjast fyrr en kl. 9. Ef keppnisfyrirkomulagin verður breytt er líklegt að á fyrsta keppnisdegi fari fram fimm eða sex fjórleikir (betri bolti). Á öðrum degi verði leikinn hefðbundinn „Ryderdagur" þar sem að fjórir fjórmenningar (tveir keppendur eru saman í liði og slá þeir einn bolta til skiptis) fara fram fyrir hádegi og sami háttur verður á eftir hádegi. Á þriðja keppnisdegi verður sama fyrirkomulag og á þeim fyrsta, og á fjórða keppnisdegi fara fram 12 tvímenningsleikir þar sem einn kylfingur úr hvoru liði keppa í holukeppni sín á milli.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira