Ungar vampírur kynþokkafyllstar 22. ágúst 2010 20:00 Ungir strákar í vampírulíki þykja kynþokkafyllstu karlmenn jarðar. Robert Pattinsson skipar efsta sætið en Taylor Lautner er í öðru sæti. Kellan Lutz og Xavier Samuel eru einnig á topp fimm en Ian Somerhalder úr Vampire Diaries skipar þriðja sætið. Sean Connery var 59 ára þegar People-tímaritið valdi hann kynþokkafyllsta karlmann heims. En nú er öldin önnur og drengir í blóma lífsins þykja flottastir. Ný bylgja tröllríður nú Hollywood; barnungir strákar sem heilla amerískar húsmæður upp úr skónum. Nýr listi Glamour-tímaritsins er sönnun þess. Robert Pattinson, aðalstjarnan úr Twilight, trónir á toppnum en fast á hæla hans kemur Taylor Lautner, önnur Twilight-stjarna. Í þriðja sæti er síðan Ian Somerhalder úr Vampire Diaries en svo koma Xavier Samuel og Kellan Lutz, einnig leikarar í Twilight, í fjórða og fimmta sætinu. Athygli vekur að flestir af þeim leikurum sem skipa fimm efstu sætin eru fæddir eftir 1980, undantekningin er Ian Somerhalder, hann er 32 ára. Á topp tíu listanum eru eingöngu tveir leikarar sem segja má að séu komnir til vits og ára. Johnny Depp hefur verið fastagestur í slíkum kosningum en fellur um nokkur sæti hjá lesendum Glamour. Depp, sem myndi seint kallast „gamall" er hins vegar 23 árum eldri en Pattinsson. Hinn leikarinn er Skotinn Gerard Butler, fulltrúi hinnar gömlu staðalímyndar um karlmannlegan kynþokka, hrjúfur og axlabreiður. Þetta virðist hins vegar dottið úr tísku þótt vissulega verði að taka fram að vinsældir og kynþokki haldast oft í hendur. Og Twilight-æðið, sem gerir nánast eingöngu út á myndarleika karlkynsstjarnanna, hefur vart farið fram hjá neinum. Fastagestir á svona listum undanfarin ár eru hvergi sjáanlegir. George Clooney nær þó 35. sæti en góðvinur hans, Brad Pitt, var ekki nefndur á nafn. Hugsanlegt er að samband Pitt og Angelinu Jolie hafi þar áhrif á, Pitt er bara orðinn ráðsettur fjölskyldumaður og Clooney er ekki lengur eftirsóttasti piparsveinn jarðar heldur er bara á leiðinni upp að altarinu með ítölsku unnustunni sinni. Leikarar á borð við Leonardo DiCaprio, Keanu Reeves og Jude Law náðu ekki heldur á blað hjá lesendum Glamour en hins vegar nær kanadíska barnastjarnan Justin Bieber alla leið í 7. sætið sem er kannski skýrasta dæmið um að æskudýrkunin er að ná hámarki hjá kvenkyninu. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
Sean Connery var 59 ára þegar People-tímaritið valdi hann kynþokkafyllsta karlmann heims. En nú er öldin önnur og drengir í blóma lífsins þykja flottastir. Ný bylgja tröllríður nú Hollywood; barnungir strákar sem heilla amerískar húsmæður upp úr skónum. Nýr listi Glamour-tímaritsins er sönnun þess. Robert Pattinson, aðalstjarnan úr Twilight, trónir á toppnum en fast á hæla hans kemur Taylor Lautner, önnur Twilight-stjarna. Í þriðja sæti er síðan Ian Somerhalder úr Vampire Diaries en svo koma Xavier Samuel og Kellan Lutz, einnig leikarar í Twilight, í fjórða og fimmta sætinu. Athygli vekur að flestir af þeim leikurum sem skipa fimm efstu sætin eru fæddir eftir 1980, undantekningin er Ian Somerhalder, hann er 32 ára. Á topp tíu listanum eru eingöngu tveir leikarar sem segja má að séu komnir til vits og ára. Johnny Depp hefur verið fastagestur í slíkum kosningum en fellur um nokkur sæti hjá lesendum Glamour. Depp, sem myndi seint kallast „gamall" er hins vegar 23 árum eldri en Pattinsson. Hinn leikarinn er Skotinn Gerard Butler, fulltrúi hinnar gömlu staðalímyndar um karlmannlegan kynþokka, hrjúfur og axlabreiður. Þetta virðist hins vegar dottið úr tísku þótt vissulega verði að taka fram að vinsældir og kynþokki haldast oft í hendur. Og Twilight-æðið, sem gerir nánast eingöngu út á myndarleika karlkynsstjarnanna, hefur vart farið fram hjá neinum. Fastagestir á svona listum undanfarin ár eru hvergi sjáanlegir. George Clooney nær þó 35. sæti en góðvinur hans, Brad Pitt, var ekki nefndur á nafn. Hugsanlegt er að samband Pitt og Angelinu Jolie hafi þar áhrif á, Pitt er bara orðinn ráðsettur fjölskyldumaður og Clooney er ekki lengur eftirsóttasti piparsveinn jarðar heldur er bara á leiðinni upp að altarinu með ítölsku unnustunni sinni. Leikarar á borð við Leonardo DiCaprio, Keanu Reeves og Jude Law náðu ekki heldur á blað hjá lesendum Glamour en hins vegar nær kanadíska barnastjarnan Justin Bieber alla leið í 7. sætið sem er kannski skýrasta dæmið um að æskudýrkunin er að ná hámarki hjá kvenkyninu.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira