Í skel hins þekkta og þjóðlega? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. september 2010 00:01 Niðurstaða skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið gerði í síðustu viku, sýnir að fleiri eru andvígir því en hlynntir að múslimar fái að reisa mosku í Reykjavík. Meðal svarenda eru yfir 28 prósent mjög andvíg því að moskan rísi. Þetta kemur á óvart í ríki, þar sem trúfrelsi hefur verið stjórnarskrárbundið í meira en 130 ár og íbúarnir gefa sig gjarnan út fyrir að vera víðsýnir og umburðarlyndir. Um 600 manns eru nú skráðir í trúfélög múslima á Íslandi og margir hafa þeir búið lengi í landinu. Þeir hafa að sjálfsögðu sama rétt og allir aðrir til að iðka trú sína og reisa sér guðshús. Könnunin svarar því ekki hvers vegna fólk er andvígt því að múslimar reisi mosku. Kannski hafa deilur í Bandaríkjunum um áformaða mosku á Manhattan einhver áhrif. Þar hafa menn fært fram þau rök að moskan verði of nálægt staðnum, þar sem hryðjuverkamenn myrtu þúsundir manna í nafni islam 11. september 2001. Í Reykjavík á ekkert slíkt við. Vestra hafa margir, þeirra á meðal Obama forseti, bent á að þar í landi ríki trúfrelsi og andstaðan við moskuna sé til marks um að marga Bandaríkjamenn vanti sjálfa það umburðarlyndi, sem þeir segja öfgamenn í hópi múslima skorta. Upp á síðkastið hefur verið sagt frá tilvikum, þar sem örlað hefur á útlendingahatri á Íslandi. Í þann flokk falla furðuleg ummæli forsvarsmanna að minnsta kosti tveggja kristinna trúfélaga, sem tóku það óstinnt upp þegar Sláturfélag Suðurlands tók upp svokallaða halal-slátrun til að reyna að auka markaðsmöguleika íslenzka lambakjötsins í löndum múslima. Hvenær hefur það skipt kristna menn á Íslandi nokkru einasta máli hvernig sauðfé er slátrað, svo fremi að mannúðlegar aðferðir séu notaðar? Getur verið að í kjölfar hrunsins vilji sumir landsmenn draga sig inn í skel hins þekkta, örugga og þjóðlega og hafna því sem þeim finnst útlent og framandi? Þótt íslenzkt efnahagslíf hafi farið flatt á alþjóðlegum viðskiptum er alþjóðavæðingin og þar með talin blöndun menningarheima og trúarbragða ekki á undanhaldi og enginn græðir neitt á að loka augunum fyrir þeirri þróun. Ekkert hefur gerzt sem leysir okkur undan þeirri skyldu að koma fram við meðbræður okkar af virðingu og umburðarlyndi. Af þeim 42 prósentum, sem í könnun Fréttablaðsins sögðust vera á móti mosku í Reykjavík, er væntanlega drjúgur hluti kristið þjóðkirkjufólk. Það mætti gjarnan taka mark á orðum Karls Sigurbjörnssonar biskups, sem skrifaði í grein hér í blaðinu fyrr í mánuðinum: „Við eigum að láta það heyrast hátt og skýrt að kynþáttahatur, tortryggni gagnvart útlendingum, já og fordómar gegn trúarbrögðum verði ekki liðið á Íslandi." Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa verið alltof lengi að mæta óskum múslima um lóð fyrir mosku. Í byrjun mánaðarins upplýsti skipulagsstjórinn í Reykjavík hér í blaðinu að nú hlyti málið að leysast á næstu vikum. Það er ástæða til að borgarstjórnin fylgi þessu máli nú fast eftir, í nafni trúfrelsis og umburðarlyndis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Niðurstaða skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið gerði í síðustu viku, sýnir að fleiri eru andvígir því en hlynntir að múslimar fái að reisa mosku í Reykjavík. Meðal svarenda eru yfir 28 prósent mjög andvíg því að moskan rísi. Þetta kemur á óvart í ríki, þar sem trúfrelsi hefur verið stjórnarskrárbundið í meira en 130 ár og íbúarnir gefa sig gjarnan út fyrir að vera víðsýnir og umburðarlyndir. Um 600 manns eru nú skráðir í trúfélög múslima á Íslandi og margir hafa þeir búið lengi í landinu. Þeir hafa að sjálfsögðu sama rétt og allir aðrir til að iðka trú sína og reisa sér guðshús. Könnunin svarar því ekki hvers vegna fólk er andvígt því að múslimar reisi mosku. Kannski hafa deilur í Bandaríkjunum um áformaða mosku á Manhattan einhver áhrif. Þar hafa menn fært fram þau rök að moskan verði of nálægt staðnum, þar sem hryðjuverkamenn myrtu þúsundir manna í nafni islam 11. september 2001. Í Reykjavík á ekkert slíkt við. Vestra hafa margir, þeirra á meðal Obama forseti, bent á að þar í landi ríki trúfrelsi og andstaðan við moskuna sé til marks um að marga Bandaríkjamenn vanti sjálfa það umburðarlyndi, sem þeir segja öfgamenn í hópi múslima skorta. Upp á síðkastið hefur verið sagt frá tilvikum, þar sem örlað hefur á útlendingahatri á Íslandi. Í þann flokk falla furðuleg ummæli forsvarsmanna að minnsta kosti tveggja kristinna trúfélaga, sem tóku það óstinnt upp þegar Sláturfélag Suðurlands tók upp svokallaða halal-slátrun til að reyna að auka markaðsmöguleika íslenzka lambakjötsins í löndum múslima. Hvenær hefur það skipt kristna menn á Íslandi nokkru einasta máli hvernig sauðfé er slátrað, svo fremi að mannúðlegar aðferðir séu notaðar? Getur verið að í kjölfar hrunsins vilji sumir landsmenn draga sig inn í skel hins þekkta, örugga og þjóðlega og hafna því sem þeim finnst útlent og framandi? Þótt íslenzkt efnahagslíf hafi farið flatt á alþjóðlegum viðskiptum er alþjóðavæðingin og þar með talin blöndun menningarheima og trúarbragða ekki á undanhaldi og enginn græðir neitt á að loka augunum fyrir þeirri þróun. Ekkert hefur gerzt sem leysir okkur undan þeirri skyldu að koma fram við meðbræður okkar af virðingu og umburðarlyndi. Af þeim 42 prósentum, sem í könnun Fréttablaðsins sögðust vera á móti mosku í Reykjavík, er væntanlega drjúgur hluti kristið þjóðkirkjufólk. Það mætti gjarnan taka mark á orðum Karls Sigurbjörnssonar biskups, sem skrifaði í grein hér í blaðinu fyrr í mánuðinum: „Við eigum að láta það heyrast hátt og skýrt að kynþáttahatur, tortryggni gagnvart útlendingum, já og fordómar gegn trúarbrögðum verði ekki liðið á Íslandi." Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa verið alltof lengi að mæta óskum múslima um lóð fyrir mosku. Í byrjun mánaðarins upplýsti skipulagsstjórinn í Reykjavík hér í blaðinu að nú hlyti málið að leysast á næstu vikum. Það er ástæða til að borgarstjórnin fylgi þessu máli nú fast eftir, í nafni trúfrelsis og umburðarlyndis.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun