Björn Kristinn Björnsson: Við gerðum okkur erfitt fyrir Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. maí 2010 22:45 Björn Kristinn Björnsson, þjálfari Fylkis. Björn Kristinn Björnsson þjálfari Fylkisstúlkna var að vonum ánægður eftir sigur liðs síns í Kaplakrika, en Fylkisstelpur unnu þar FH 4-2. „Ég er mjög ánægður að ná þessum stigum hérna í dag en við vorum vorum vægast sagt að gera okkur þetta erfitt fyrir, FH-liðið var einnig að spila mjög vel. Maður spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir og þær voru að spila vel. Við getum hinsvegar ekki verið annað en ánægð með að fá þrjú stig hér en það má gera betur." Fylkisstelpurnar hófu leikinn strax á hárri pressu, þær gáfu FH-ingum engan tíma á boltann og uppskáru fljótlega þegar þær skoruðu á 13. mínútu. „Það var ætlunin í leiknum, pressa hátt og að láta bakverðina koma hátt upp, vera mjög agressív. Það hinsvegar er hættulegt, eins og sjá má þegar við fáum á okkur víti eftir góða sendingu og vorum full varkár eftir það." Laufey Björnsdóttir, fyrirliði Fylkis setti stórglæsilegt mark, en hún fékk sendingu út fyrir teig og tók hann viðstöðulaust, óverjandi fyrir Birnu í marki FH-inga. „Það er alltaf gaman að sjá falleg mörk. Við hefðum getað skorað fleiri en það er ekki hægt að taka neitt af FH-ingum, þær voru frískar og hraðar og börðust virkilega vel," sagði Björn. Næsti leikur Fylkisstúlkna er gegn Þór/KA heima, en þeim var spáð gott gengi fyrir tímabilið. „Það verður eins og allir aðrir leikir, afar erfiður. Þór/KA er náttúrulega með frábært lið, byggt á útlenskum og innlendum landsliðskonum og eru þeir því til alls líklegir. Þær fá hinsvegar ekkert ókeypis frá okkur," sagði Björn Kristinn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Björn Kristinn Björnsson þjálfari Fylkisstúlkna var að vonum ánægður eftir sigur liðs síns í Kaplakrika, en Fylkisstelpur unnu þar FH 4-2. „Ég er mjög ánægður að ná þessum stigum hérna í dag en við vorum vorum vægast sagt að gera okkur þetta erfitt fyrir, FH-liðið var einnig að spila mjög vel. Maður spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir og þær voru að spila vel. Við getum hinsvegar ekki verið annað en ánægð með að fá þrjú stig hér en það má gera betur." Fylkisstelpurnar hófu leikinn strax á hárri pressu, þær gáfu FH-ingum engan tíma á boltann og uppskáru fljótlega þegar þær skoruðu á 13. mínútu. „Það var ætlunin í leiknum, pressa hátt og að láta bakverðina koma hátt upp, vera mjög agressív. Það hinsvegar er hættulegt, eins og sjá má þegar við fáum á okkur víti eftir góða sendingu og vorum full varkár eftir það." Laufey Björnsdóttir, fyrirliði Fylkis setti stórglæsilegt mark, en hún fékk sendingu út fyrir teig og tók hann viðstöðulaust, óverjandi fyrir Birnu í marki FH-inga. „Það er alltaf gaman að sjá falleg mörk. Við hefðum getað skorað fleiri en það er ekki hægt að taka neitt af FH-ingum, þær voru frískar og hraðar og börðust virkilega vel," sagði Björn. Næsti leikur Fylkisstúlkna er gegn Þór/KA heima, en þeim var spáð gott gengi fyrir tímabilið. „Það verður eins og allir aðrir leikir, afar erfiður. Þór/KA er náttúrulega með frábært lið, byggt á útlenskum og innlendum landsliðskonum og eru þeir því til alls líklegir. Þær fá hinsvegar ekkert ókeypis frá okkur," sagði Björn Kristinn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira