Skuldir borgarinnar 360 prósent af árstekjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 18:30 Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Engar takmarkanir eru í gildandi lögum um skuldsetningu sveitarfélaga og sum þeirra fóru of geyst í góðærinu, eins og t.d sveitarfélagið Álftanes, en skipuð hefur verið fjárhaldsstjórn yfir Álftanesi og er það aðeins í annað sinn í sögunni sem slíkt gerist. Eins og komið hefur fram er verið að skoða breytingar á lögum um sveitarfélög sem ganga út á að sveitarfélög megi ekki skuldsetja sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra, er þá miðað við bæði A-hluta og B-hluta í rekstri sveitarfélaga. Í B-hluta eru dótturfélög sveitarfélaga, eins og Orkuveita Reykjavíkur í tilviki Reykjavíkurborgar. Í A-hlutanum er rekstur sem að mestu er fjármagnaður með skattfé. Ef þessar hugmyndir um breytingar í sveitarstjórnarlögum verða að veruleika munu þær hafa mjög mikil áhrif á Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið í frétt) á grundvelli upplýsinga úr fjárhagsáætlun borgarinnar, þá eru skuldir samstæðunnar í Reykjavíkurborg alls 326 milljarðar króna, þ.e samtals bæði A-hluta og B-hluta. Samkvæmt áætlun ársins 2010 verða heildartekjur tæplega 90 milljarðar króna. Eins og sést hér er hlutfall skulda af árstekjum þrjú hundruð og sextíu prósent. Það þarf því ansi mikið að breytast í rekstri borgarinnar ef markmiðum um 150 prósent á að nást, en forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sagt nokkurra ára aðlögunartíma æskilegan ef hugmyndirnar verða að veruleika. Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins funduðu í dag með Birgi Birni Sigurjónssyni, fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og embættismönnum borgarinnar vegna hugmynda um að draga úr skuldsetningu sveitarfélaga. Birgir Björn sagði í samtali við fréttastofu að það væri í verkahring stjórnmálamanna að leggja línurnar og skýra stefnumótun en sagði samt að það væri ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélög reyndu að sjá til þess að fyrirfram skilgreindu hlutfalli yrði náð, þ.e að skuldbindingar vegna A- og B-hluta rekstrar væru ekki hærri en 150 prósent af árstekjum. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. 18. ágúst 2010 12:00 Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 18. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Engar takmarkanir eru í gildandi lögum um skuldsetningu sveitarfélaga og sum þeirra fóru of geyst í góðærinu, eins og t.d sveitarfélagið Álftanes, en skipuð hefur verið fjárhaldsstjórn yfir Álftanesi og er það aðeins í annað sinn í sögunni sem slíkt gerist. Eins og komið hefur fram er verið að skoða breytingar á lögum um sveitarfélög sem ganga út á að sveitarfélög megi ekki skuldsetja sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra, er þá miðað við bæði A-hluta og B-hluta í rekstri sveitarfélaga. Í B-hluta eru dótturfélög sveitarfélaga, eins og Orkuveita Reykjavíkur í tilviki Reykjavíkurborgar. Í A-hlutanum er rekstur sem að mestu er fjármagnaður með skattfé. Ef þessar hugmyndir um breytingar í sveitarstjórnarlögum verða að veruleika munu þær hafa mjög mikil áhrif á Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið í frétt) á grundvelli upplýsinga úr fjárhagsáætlun borgarinnar, þá eru skuldir samstæðunnar í Reykjavíkurborg alls 326 milljarðar króna, þ.e samtals bæði A-hluta og B-hluta. Samkvæmt áætlun ársins 2010 verða heildartekjur tæplega 90 milljarðar króna. Eins og sést hér er hlutfall skulda af árstekjum þrjú hundruð og sextíu prósent. Það þarf því ansi mikið að breytast í rekstri borgarinnar ef markmiðum um 150 prósent á að nást, en forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sagt nokkurra ára aðlögunartíma æskilegan ef hugmyndirnar verða að veruleika. Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins funduðu í dag með Birgi Birni Sigurjónssyni, fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og embættismönnum borgarinnar vegna hugmynda um að draga úr skuldsetningu sveitarfélaga. Birgir Björn sagði í samtali við fréttastofu að það væri í verkahring stjórnmálamanna að leggja línurnar og skýra stefnumótun en sagði samt að það væri ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélög reyndu að sjá til þess að fyrirfram skilgreindu hlutfalli yrði náð, þ.e að skuldbindingar vegna A- og B-hluta rekstrar væru ekki hærri en 150 prósent af árstekjum.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. 18. ágúst 2010 12:00 Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 18. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. 18. ágúst 2010 12:00
Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 18. ágúst 2010 06:00