Steinunn Stefánsdóttir: Á fáki fráum í bílaborginni 6. maí 2010 06:30 Þeim fer góðu heilli stöðugt fjölgandi sem nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu og víðar í þéttbýli. Lengi vel var litið svo á að veður og mishæðir gerðu að verkum að á Íslandi hentuðu hjól ekki til að komast á milli staða. Það viðhorf er breytt og nú er ekki lengur litið á reiðhjól sem leikföng, fyrst og fremst fyrir börn, heldur eru þau að festast í sessi sem fullgild farartæki. Árlegt átak Hjólað í vinnuna hefur verið mörgum hvatning til að nota reiðhjól og þótt þorri fólks leggi kannski reiðhjólinu fljótlega eftir að átakinu lýkur þá skilar það alltaf einhverri fjölgun í hópi hjólandi borgara. Vel fer á því að átakið hjólað í vinnuna skuli standa yfir á lokasprettinum fyrir hinar allt of gleymdu sveitarstjórnarkosningar sem fram fara eftir aðeins rúmar þrjár vikur. Það minnir á að í borg og þéttbýli eru samgöngur meðal brýnna mála sem kosið er um. Undanfarin ár hefur bílaeign borgarbúa aukist og mikið hefur verið lagt í að greiða umferð einkabíla um borgina. Á sama tíma hefur dregið úr ferðum strætisvagna auk þess sem umferðarmannvirki sem fyrst og fremst miðast við bíla eru oft heldur óaðgengileg og óaðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessari þróun verður að snúa við og er áætlun borgarinnar um hjólaborgina Reykjavík viðleitni til þess. Sú áætlun snýr fyrst og fremst að því að byggja upp gott hjólastíganet sem vissulega er ein af forsendum þess að reiðhjólið sé aðlaðandi valkostur í amstri hvunndagsins. Fleira þarf þó að koma til. Daglegt amstur fólks er flóknara en svo að koma sér að morgni frá heimili að vinnustað og svo aftur til baka að kvöldi. Börn þurfa að komast í leikskóla og skóla og svo þarf að draga björg í bú. Til þess að borg sé aðlaðandi hjólaborg þarf að vera greið og góð hjólaleið að skólum og best væri auðvitað að um leið drægi úr umferð bíla þar því þeir auka jú hættuna fyrir reiðhjólafólkið, ekki síst börnin. Sú þróun að matvöruverslanir eru nú færri og stærri en áður er ekki heldur reiðhjólahvetjandi. Það er ekkert sérstaklega aðgengilegt fyrir hjólafólk að þurfa að taka stóran krók til að versla og hjóla svo langa vegalengd með kvöldmatinn og mjólkina. Þannig eru verslanir í íbúðahverfum að vissu leyti bæði samgöngu- og umhverfismál sem mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar hafi sýn á. Það skiptir borgarbúa miklu máli að draga úr notkun einkabíla. Það er brýnt umhverfismál vegna mengunar af útblæstri og vegna svifryks. Hjólreiðar eru þannig ekki holl og góð hreyfing sem gaman er að stunda í átaki nokkrar vikur á ári. Þær eru ein þeirra leiða sem við eigum til að gera umhverfi okkar bæði hreinna og meira aðlaðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Þeim fer góðu heilli stöðugt fjölgandi sem nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu og víðar í þéttbýli. Lengi vel var litið svo á að veður og mishæðir gerðu að verkum að á Íslandi hentuðu hjól ekki til að komast á milli staða. Það viðhorf er breytt og nú er ekki lengur litið á reiðhjól sem leikföng, fyrst og fremst fyrir börn, heldur eru þau að festast í sessi sem fullgild farartæki. Árlegt átak Hjólað í vinnuna hefur verið mörgum hvatning til að nota reiðhjól og þótt þorri fólks leggi kannski reiðhjólinu fljótlega eftir að átakinu lýkur þá skilar það alltaf einhverri fjölgun í hópi hjólandi borgara. Vel fer á því að átakið hjólað í vinnuna skuli standa yfir á lokasprettinum fyrir hinar allt of gleymdu sveitarstjórnarkosningar sem fram fara eftir aðeins rúmar þrjár vikur. Það minnir á að í borg og þéttbýli eru samgöngur meðal brýnna mála sem kosið er um. Undanfarin ár hefur bílaeign borgarbúa aukist og mikið hefur verið lagt í að greiða umferð einkabíla um borgina. Á sama tíma hefur dregið úr ferðum strætisvagna auk þess sem umferðarmannvirki sem fyrst og fremst miðast við bíla eru oft heldur óaðgengileg og óaðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessari þróun verður að snúa við og er áætlun borgarinnar um hjólaborgina Reykjavík viðleitni til þess. Sú áætlun snýr fyrst og fremst að því að byggja upp gott hjólastíganet sem vissulega er ein af forsendum þess að reiðhjólið sé aðlaðandi valkostur í amstri hvunndagsins. Fleira þarf þó að koma til. Daglegt amstur fólks er flóknara en svo að koma sér að morgni frá heimili að vinnustað og svo aftur til baka að kvöldi. Börn þurfa að komast í leikskóla og skóla og svo þarf að draga björg í bú. Til þess að borg sé aðlaðandi hjólaborg þarf að vera greið og góð hjólaleið að skólum og best væri auðvitað að um leið drægi úr umferð bíla þar því þeir auka jú hættuna fyrir reiðhjólafólkið, ekki síst börnin. Sú þróun að matvöruverslanir eru nú færri og stærri en áður er ekki heldur reiðhjólahvetjandi. Það er ekkert sérstaklega aðgengilegt fyrir hjólafólk að þurfa að taka stóran krók til að versla og hjóla svo langa vegalengd með kvöldmatinn og mjólkina. Þannig eru verslanir í íbúðahverfum að vissu leyti bæði samgöngu- og umhverfismál sem mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar hafi sýn á. Það skiptir borgarbúa miklu máli að draga úr notkun einkabíla. Það er brýnt umhverfismál vegna mengunar af útblæstri og vegna svifryks. Hjólreiðar eru þannig ekki holl og góð hreyfing sem gaman er að stunda í átaki nokkrar vikur á ári. Þær eru ein þeirra leiða sem við eigum til að gera umhverfi okkar bæði hreinna og meira aðlaðandi.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar