Í fullkominni sambúð Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 1. nóvember 2010 06:00 Miðað við hvað trúarbrögð eiga stóran hlut í sögu og menningararfi heimsins er þekking á næringarinnihaldi í matvælum meiri í dag en helstu atriðum trúarbragða. Sjálf get ég slumpað nokkurn veginn rétt á kolvetnismagnið í „Minna mál" bitum Ágústu Johnson og veit að fituinnihald í Kotasælu er 4,5 grömm (í 100 g). Hins vegar vissi ég ekki fyrr en árið 2001 að ég mætti ekki kalla múslima „múhameðstrúarmenn". Að Múhameð væri í þeirra trúarheimi svipaður og Abraham í mínum. Allah var maðurinn. Þetta lærði ég fyrir slysni af sjónvarpinu en ekki á skólabekk. Þekkingarleysið skýtur skökku við, því þekking á trúarbrögðum hefur sjaldan verið jafn mikilvæg. Fólk af ólíkum uppruna, með mismunandi lífsskoðanir, býr hlið við hlið í helstu borgum Evrópu. Hrúgast saman en kynnist ekki. Eldfim formúla og erfið þegar þekking fólks á eðli trúarbragða hvers annars er ekki fyrir hendi, um hvað þau snúast og hver eru þeirra sérkenni. Aðstæður í dag kalla á að fólk viti sem mest um trúarbrögð. Í því felst ekki sú fullyrðing að fólk þurfi að trúa. Trúarbragðakennsla, sem á meðal annars að stuðla að fordómaleysi, getur hins vegar aldrei orðið annað en fordómafull leggi hún áherslu á að fela ákveðna kima trúarinnar. Vettvanginn þar sem trúin er stunduð, sálmana sem eru sungnir, bænirnar sem eru kyrjaðar. Sálmar, musteri, kirkjur eða moskur snúa börnum ekki til trúar, ekki frekar en Keiluhöllin, Kringlan eða Lasertag. Bónusinn sem felst í trúarbragðakennslu er svo að sjálfsögðu margvíslegur lærdómur um sagnfræði, myndlist, tónlist, bókmenntir, jafnvel matarmenningu og drykkjarvenjur. Tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar eru á margan hátt skynsamlegar. Trúboð í leik- og grunnskólum er í engum takti við nútímalegt og umburðarlynt þjóðfélag. Og það er ekkert sem réttlætir að kristinni trú sé hampað á kostnað annarra trúarbragða. Réttur einstaklingsins er mikilvægari en réttur meirihlutans í þessu tilfelli. Um trúarbragðafræðslu gilda hins vegar allt aðrar reglur. Núna er rétti tíminn til að hefja metnaðarfulla fræðslu um öll trúarbrögð og kynna umhverfi þeirra. Sambýli trúarbragða, við þrengri og þrengi kost, er það sem koma skal. Og til að Jói og Emil geti í framtíðinni búið við hlið við hlið og jafnvel deilt eldhúsi er gott að allir viti hver á hvaða kex í hvaða skáp og hver þreif klósettið síðast. Jafnvel skilið það tilfinningalega gildi sem sjónvarpstækið hefur fyrir Emil (enda það eina sem hann erfði frá ömmu). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Miðað við hvað trúarbrögð eiga stóran hlut í sögu og menningararfi heimsins er þekking á næringarinnihaldi í matvælum meiri í dag en helstu atriðum trúarbragða. Sjálf get ég slumpað nokkurn veginn rétt á kolvetnismagnið í „Minna mál" bitum Ágústu Johnson og veit að fituinnihald í Kotasælu er 4,5 grömm (í 100 g). Hins vegar vissi ég ekki fyrr en árið 2001 að ég mætti ekki kalla múslima „múhameðstrúarmenn". Að Múhameð væri í þeirra trúarheimi svipaður og Abraham í mínum. Allah var maðurinn. Þetta lærði ég fyrir slysni af sjónvarpinu en ekki á skólabekk. Þekkingarleysið skýtur skökku við, því þekking á trúarbrögðum hefur sjaldan verið jafn mikilvæg. Fólk af ólíkum uppruna, með mismunandi lífsskoðanir, býr hlið við hlið í helstu borgum Evrópu. Hrúgast saman en kynnist ekki. Eldfim formúla og erfið þegar þekking fólks á eðli trúarbragða hvers annars er ekki fyrir hendi, um hvað þau snúast og hver eru þeirra sérkenni. Aðstæður í dag kalla á að fólk viti sem mest um trúarbrögð. Í því felst ekki sú fullyrðing að fólk þurfi að trúa. Trúarbragðakennsla, sem á meðal annars að stuðla að fordómaleysi, getur hins vegar aldrei orðið annað en fordómafull leggi hún áherslu á að fela ákveðna kima trúarinnar. Vettvanginn þar sem trúin er stunduð, sálmana sem eru sungnir, bænirnar sem eru kyrjaðar. Sálmar, musteri, kirkjur eða moskur snúa börnum ekki til trúar, ekki frekar en Keiluhöllin, Kringlan eða Lasertag. Bónusinn sem felst í trúarbragðakennslu er svo að sjálfsögðu margvíslegur lærdómur um sagnfræði, myndlist, tónlist, bókmenntir, jafnvel matarmenningu og drykkjarvenjur. Tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar eru á margan hátt skynsamlegar. Trúboð í leik- og grunnskólum er í engum takti við nútímalegt og umburðarlynt þjóðfélag. Og það er ekkert sem réttlætir að kristinni trú sé hampað á kostnað annarra trúarbragða. Réttur einstaklingsins er mikilvægari en réttur meirihlutans í þessu tilfelli. Um trúarbragðafræðslu gilda hins vegar allt aðrar reglur. Núna er rétti tíminn til að hefja metnaðarfulla fræðslu um öll trúarbrögð og kynna umhverfi þeirra. Sambýli trúarbragða, við þrengri og þrengi kost, er það sem koma skal. Og til að Jói og Emil geti í framtíðinni búið við hlið við hlið og jafnvel deilt eldhúsi er gott að allir viti hver á hvaða kex í hvaða skáp og hver þreif klósettið síðast. Jafnvel skilið það tilfinningalega gildi sem sjónvarpstækið hefur fyrir Emil (enda það eina sem hann erfði frá ömmu).
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun