Guðmundur Andri Thorsson: Hugmyndin um fisk er ekki fiskur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 26. apríl 2010 06:00 Ósköpin hófust með kvótakerfinu. Þá fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk. Eins og helstu hugmyndafræðingar þessa kerfis þreyttust ekki á að útskýra fyrir heimsbyggðinni á sólríkum ráðstefnum þá var kvótakerfið undirstaða hinnar svokölluðu velmegunar Íslendinga. Sú velmegun var í raun og veru óveidd, rétt eins og þorskurinn í sjónum - og blásin út, rétt eins og verðið fyrir aðganginn að hinum óveidda fiski. Með öðrum orðum: ekki til. Hins vegar urðu til menn sem héldu að helsta hlutverk athafnamannanna í samfélaginu væri að græða peninga til að græða peninga, til að græða peninga. Til að græða peninga. Þótt ég gæti veitt fisk…Kvótakerfið lagði grunninn að lyginni. Það bjó til glópagullið. Samkvæmt þessu kerfi voru búin til verðmæti úr réttinum til að veiða úr fiskistofnum sem eru sameign þjóðarinnar. Búinn var til eignaréttur á því sem aðrir áttu - og það sem meira var og enn afdrifaríkara: þann eignarétt var hægt að veðsetja. Hugmyndin um fisk varð yfirsterkari hinum raunverulega fiski. En: Fiskurinn verður ekki að verðmætum fyrr en búið er að veiða hann og vinna. Það skapar ekki verðmæti í sjálfu sér að einhver eigi möguleika á að búa þau til. Það að ég gæti veitt fisk táknar ekki að ég sé búinn að því. Væri svipað kerfi í gangi í bókmenntunum þá hefði ég fengið umtalsverðan kvóta vegna skáldsöguskrifa minna frá því fyrir 1990 og síðan þyrfti Eiríkur Örn að borga mér fúlgur fjár fyrir að fá að skrifa bækur vegna þess að ég ætti réttinn á að skrifa þær, og gæti gert það ef ég nennti en mér finnst náttúrlega þægilegra að láta Eirík puða við það úr því að hann er svo duglegur, svo að ég get þá veðsett þessa eign mína og slegið lán fyrir Wolverhampton Wanderers. Verðmætasköpun varð að verðmætaskáldun. Raunveruleg verðmæti urðu að pappírsverðmætum. Raunverulegir útgerðarmenn urðu að pappírsbarónum. Dugnaðarforkar urðu að iðjuleysingjum. Mannsefni urðu að landeyðum. Allt var einhvern veginn óraunverulegt. Til varð lénskerfi þar sem fólk lenti í þeirri ógæfu að hafa skyndilega fullar hendur fjár sem það átti ekki skilið. Krónurnar komu bara. Mannkynssagan geymir ótal dæmi um að slíkur auður leiðir til ófarnaðar og eyðslusemi sem umfram allt er tjáning á örvæntingu: Kvóta-aðallinn sem var að rífa stóreflis hús til að reisa ný og enn þá ljótari var náttúrlega fyrst og fremst að tjá okkur hinum fyrirlitningu sína - á okkur, húsunum, peningum, sjálfum sér. Andvaraleysi gerandans?Um hríð - áður en kvótaframsal og veðsetning hófst fyrir alvöru á tíunda áratug síðustu aldar og útgerðarmenn fóru að veðsetja allt saman til að geta farið að rífa hús í Garðabænum og byggja blokkir í Kualalumpur - voru Íslendingar svo sannarlega í öfundsverðri stöðu: þeim hafði auðnast að byggja allan sinn infra-strúktúr - skólakerfi, heilbrigðiskerfi, samgöngur, velferðarkerfi - án óbærilegrar skuldasöfnunar. Þjóðin hafði aðgang að einhverjum gjöfulustu fiskimiðum á byggðu bóli og frábær sérþekking var í landinu á því að breyta fiskinum í raunveruleg verðmæti; þjóðin virtist vel menntuð; hún var fámenn og stéttaskipting hafði farið minnkandi áratugum saman; fáir voru ofsaríkir og fáir sárfátækir - óttalegt basl að vísu á mörgum eftir áralanga efnahagsóreiðu en samt var hér á áratugunum fyrir aldamót búið í haginn fyrir fyrirmyndarsamfélag að norrænum hætti. Sú leið var ekki farin eins og við vitum. Sú stjórnmálastefna varð ofan á þar sem virkjaðir voru aðrir mannlegu eiginleikar en samábyrgð og félagsandi. Nú koma þeir framsóknarmennirnir sem innleiddu þetta kerfi og biðja okkur afsökunar á því að hafa verið „andvaralausir". Þeir tala jafnvel um mistök og gagnrýnisleysi. Það er ágætt. En hrunið kom ekki vegna „andvaraleysis" Framsóknarflokksins eða „mistaka" - sem er að verða helsta aflátsorð aflandseyjahöldanna um þessar mundir. Framsóknarmenn voru ekki of passífir - þeir voru of aktífir. Rétt eins og þeir Jón Ásgeir og Björgólfur Thor sem reyna nú að gera sig að áhorfendum eða lítt virkum þátttakendum fremur en gerendum. Efnahagshrunið varð meðal annars og ekki síst vegna pólitískrar stefnu Framsóknarflokksins sem var í grundvallaratriðum röng. Og ósköpin hófust með kvótakerfinu… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Ósköpin hófust með kvótakerfinu. Þá fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk. Eins og helstu hugmyndafræðingar þessa kerfis þreyttust ekki á að útskýra fyrir heimsbyggðinni á sólríkum ráðstefnum þá var kvótakerfið undirstaða hinnar svokölluðu velmegunar Íslendinga. Sú velmegun var í raun og veru óveidd, rétt eins og þorskurinn í sjónum - og blásin út, rétt eins og verðið fyrir aðganginn að hinum óveidda fiski. Með öðrum orðum: ekki til. Hins vegar urðu til menn sem héldu að helsta hlutverk athafnamannanna í samfélaginu væri að græða peninga til að græða peninga, til að græða peninga. Til að græða peninga. Þótt ég gæti veitt fisk…Kvótakerfið lagði grunninn að lyginni. Það bjó til glópagullið. Samkvæmt þessu kerfi voru búin til verðmæti úr réttinum til að veiða úr fiskistofnum sem eru sameign þjóðarinnar. Búinn var til eignaréttur á því sem aðrir áttu - og það sem meira var og enn afdrifaríkara: þann eignarétt var hægt að veðsetja. Hugmyndin um fisk varð yfirsterkari hinum raunverulega fiski. En: Fiskurinn verður ekki að verðmætum fyrr en búið er að veiða hann og vinna. Það skapar ekki verðmæti í sjálfu sér að einhver eigi möguleika á að búa þau til. Það að ég gæti veitt fisk táknar ekki að ég sé búinn að því. Væri svipað kerfi í gangi í bókmenntunum þá hefði ég fengið umtalsverðan kvóta vegna skáldsöguskrifa minna frá því fyrir 1990 og síðan þyrfti Eiríkur Örn að borga mér fúlgur fjár fyrir að fá að skrifa bækur vegna þess að ég ætti réttinn á að skrifa þær, og gæti gert það ef ég nennti en mér finnst náttúrlega þægilegra að láta Eirík puða við það úr því að hann er svo duglegur, svo að ég get þá veðsett þessa eign mína og slegið lán fyrir Wolverhampton Wanderers. Verðmætasköpun varð að verðmætaskáldun. Raunveruleg verðmæti urðu að pappírsverðmætum. Raunverulegir útgerðarmenn urðu að pappírsbarónum. Dugnaðarforkar urðu að iðjuleysingjum. Mannsefni urðu að landeyðum. Allt var einhvern veginn óraunverulegt. Til varð lénskerfi þar sem fólk lenti í þeirri ógæfu að hafa skyndilega fullar hendur fjár sem það átti ekki skilið. Krónurnar komu bara. Mannkynssagan geymir ótal dæmi um að slíkur auður leiðir til ófarnaðar og eyðslusemi sem umfram allt er tjáning á örvæntingu: Kvóta-aðallinn sem var að rífa stóreflis hús til að reisa ný og enn þá ljótari var náttúrlega fyrst og fremst að tjá okkur hinum fyrirlitningu sína - á okkur, húsunum, peningum, sjálfum sér. Andvaraleysi gerandans?Um hríð - áður en kvótaframsal og veðsetning hófst fyrir alvöru á tíunda áratug síðustu aldar og útgerðarmenn fóru að veðsetja allt saman til að geta farið að rífa hús í Garðabænum og byggja blokkir í Kualalumpur - voru Íslendingar svo sannarlega í öfundsverðri stöðu: þeim hafði auðnast að byggja allan sinn infra-strúktúr - skólakerfi, heilbrigðiskerfi, samgöngur, velferðarkerfi - án óbærilegrar skuldasöfnunar. Þjóðin hafði aðgang að einhverjum gjöfulustu fiskimiðum á byggðu bóli og frábær sérþekking var í landinu á því að breyta fiskinum í raunveruleg verðmæti; þjóðin virtist vel menntuð; hún var fámenn og stéttaskipting hafði farið minnkandi áratugum saman; fáir voru ofsaríkir og fáir sárfátækir - óttalegt basl að vísu á mörgum eftir áralanga efnahagsóreiðu en samt var hér á áratugunum fyrir aldamót búið í haginn fyrir fyrirmyndarsamfélag að norrænum hætti. Sú leið var ekki farin eins og við vitum. Sú stjórnmálastefna varð ofan á þar sem virkjaðir voru aðrir mannlegu eiginleikar en samábyrgð og félagsandi. Nú koma þeir framsóknarmennirnir sem innleiddu þetta kerfi og biðja okkur afsökunar á því að hafa verið „andvaralausir". Þeir tala jafnvel um mistök og gagnrýnisleysi. Það er ágætt. En hrunið kom ekki vegna „andvaraleysis" Framsóknarflokksins eða „mistaka" - sem er að verða helsta aflátsorð aflandseyjahöldanna um þessar mundir. Framsóknarmenn voru ekki of passífir - þeir voru of aktífir. Rétt eins og þeir Jón Ásgeir og Björgólfur Thor sem reyna nú að gera sig að áhorfendum eða lítt virkum þátttakendum fremur en gerendum. Efnahagshrunið varð meðal annars og ekki síst vegna pólitískrar stefnu Framsóknarflokksins sem var í grundvallaratriðum röng. Og ósköpin hófust með kvótakerfinu…
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun