„Reyr, stör sem rósir vænar …“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar 12. júlí 2010 06:00 Ljósberi heitir blóm sem vex á melum og holtum, í klettum og víðar, algengt blóm um allt land sem blómgast í júlí og er rauðleitt að lit. Það gengur líka undir heitunum ilmjurt og ununarjurt sökum þess hve vel það angar. En ekki veit ég hvers vegna það er líka kallað píknajurt, þúsunddyggðajurt og fjallasól. Svo stórfenglegar nafngiftir fær eitt rauðleitt plöntukríli ekki nema af ærnum ástæðum og þar hlýtur að búa að baki aldagömul reynsla í sambýli þjóðar og lands; kunnáttan í meðferð og virkni íslenskra grasa hefur skilað sér frá ömmum og mæðrum til afkomenda fram á þennan dag. Það er íslensk menning. Ljósberi, lambagras, skarifífill, holtasóley, dýragras, vallarsveifgras, geldingahnappur, prestapungur, melanóra, tófugras, blástjarna, já og auðvitað gleymmérei … Ásamt systrum sínum óteljandi mynda slíkar plöntur fíngert net um landið allt, mela og móa, holt og hæðir, fjöll og firnindi. Þær eru rauðar og bláar og gular og grænar - og hver þeirra er með sínu móti. Sumar eru góðar við magakvillum, aðrar styrkja hjartað, enn aðrar eru hollar móðurlífi, sumar eru bragðgóðar, aðrar ilma vel … Allar bera þær lífsaflinu vitni. Allar hafa þær sprottið úr íslenskri jörð og lagað sig að aðstæðum. Þær eru smáar, fíngerðar og óumræðilega harðgerar. Þær hafa lifað af uppblástur og ofbeit, ofsaveður, eldgos og íslenskan landbúnað. Allt. En lúpínan mun eyða þeim. Ómerkilegar plöntur …Hún er vissulega blá og setur sterkan svip á landið þar sem hún vex og marga gleður að sjá í fjarska bláar breiður hennar þenja sig yfir hæðir og ása. Seyði hennar er sagt bráðgott við ýmsum kvillum og margir eiga bágt með að skilja hvers vegna nú eru uppi áform um að hefta útbreiðslu hennar á völdum stöðum á landinu. Komin er nokkur reynsla á það hvernig lúpínan hegðar sér hér á landi og í stuttu máli er kraftur hennar slíkur að hún leggur undir sig heilu gróðursvæðin ef ekkert er að gert, kæfir smágerðari gróður. Jón Loftsson skógræktarstjóri er ákafasti talsmaður líffræðilegrar fábreytni hér á landi og þess að landið sé lúpínu vaxið milli fjalls og fjöru. Á honum var að skilja í viðtali í Fréttablaðinu nýlega að hann léti sér í léttu rúmi liggja þó að lúpínan útrýmdi á stórum svæðum til að mynda berjalynginu sem gefur okkur berin sem glatt hafa góm íslenskra barna í mörg hundruð ár. Að mati skógræktarstjórans er lyngið síðasta stig gróðurs á undan algjörri gróðureyðingu; þar með er hið harðgera eðli hinnar íslensku flóru notað gegn henni, orðinn vitnisburður um að hún sé „frumstæð". Svona hugsa lúpínistarnir: en ætli renni ekki tvær grímur á okkur hin við þá tilhugsun að eiga þess ekki kost að tína berin fyrir lúpínubreiðunum - að eiga ekki framar í vændum að liggja í íslenskri brekku fyrir lúpínubreiðunum - að fá ekki framar að teyga að okkur ilminn af blóðbergi og fjalldrapa fyrir lúpínubreiðunum - enda séu þetta allt „frumstæðar" plöntur og lítt til þess fallnar að búa í haginn fyrir risafurur. Um skógræktarstjórann má hafa sömu orð og séra Hallgrímur notaði um þann slynga sláttumann í sálminum um blómið: „Reyr, stör, sem rósir vænar / reiknar hann jafn fánýtt." Menn og plönturHeldur ljótt og leiðinlegt orðbragð hefur komist á kreik í þessari umræðu að undanförnu. Menn kalla viðleitni til verndar íslenskrar flóru „rasisma", útmála lúpínu eins og ofsóttan innflytjanda sem ekki fær sinn þegnrétt í íslensku samfélagi. En lúpínur eru ekki fólk, og það er lítilsvirðing við rasisma-hugtakið að nota það af slíkri léttúð. Og lúpínan er ekki í hlutverki þess ofsótta hér, öðru nær, það er hún sem veður nú yfir það sem fyrir er og útrýmir því. Ef við þurfum endilega að sækja líkingar í mannfélagið til að reyna að átta okkur á því sem hér er um að ræða þá má ef til vill líkja lúpínuræktinni við það þegar Baugskeðjubúðirnar útrýma litlum og indælum hverfaverslunum svo að allt verður hagkvæmt, fljótvirkt, staðlað og eins. Eða þegar McDonalds-staðir útrýma fjölbreyttum fjölskylduveitingastöðum. Eða hvar þar sem fjölbreytni víkur fyrir fábreytni. Menn hafa leikið Ísland grátt með taumlausu skógarhöggi fyrst og síðan með því að beita einhverri mest óseðjandi skepnu jarðarinnar, sauðkindinni, hömlulaust á viðkvæmt land. Reynslan hefur sýnt að um leið og land er friðað fyrir ágangi sauðfjár og traðki hrossa tekur það við sér og fínleg gróðurþekjan myndast. Við eigum ekki að bjóða landinu okkar upp á enn eina manngerða instant-reddinguna. Það er ekki rasismi að trúa á landið og bera virðingu fyrir einkennum þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun
Ljósberi heitir blóm sem vex á melum og holtum, í klettum og víðar, algengt blóm um allt land sem blómgast í júlí og er rauðleitt að lit. Það gengur líka undir heitunum ilmjurt og ununarjurt sökum þess hve vel það angar. En ekki veit ég hvers vegna það er líka kallað píknajurt, þúsunddyggðajurt og fjallasól. Svo stórfenglegar nafngiftir fær eitt rauðleitt plöntukríli ekki nema af ærnum ástæðum og þar hlýtur að búa að baki aldagömul reynsla í sambýli þjóðar og lands; kunnáttan í meðferð og virkni íslenskra grasa hefur skilað sér frá ömmum og mæðrum til afkomenda fram á þennan dag. Það er íslensk menning. Ljósberi, lambagras, skarifífill, holtasóley, dýragras, vallarsveifgras, geldingahnappur, prestapungur, melanóra, tófugras, blástjarna, já og auðvitað gleymmérei … Ásamt systrum sínum óteljandi mynda slíkar plöntur fíngert net um landið allt, mela og móa, holt og hæðir, fjöll og firnindi. Þær eru rauðar og bláar og gular og grænar - og hver þeirra er með sínu móti. Sumar eru góðar við magakvillum, aðrar styrkja hjartað, enn aðrar eru hollar móðurlífi, sumar eru bragðgóðar, aðrar ilma vel … Allar bera þær lífsaflinu vitni. Allar hafa þær sprottið úr íslenskri jörð og lagað sig að aðstæðum. Þær eru smáar, fíngerðar og óumræðilega harðgerar. Þær hafa lifað af uppblástur og ofbeit, ofsaveður, eldgos og íslenskan landbúnað. Allt. En lúpínan mun eyða þeim. Ómerkilegar plöntur …Hún er vissulega blá og setur sterkan svip á landið þar sem hún vex og marga gleður að sjá í fjarska bláar breiður hennar þenja sig yfir hæðir og ása. Seyði hennar er sagt bráðgott við ýmsum kvillum og margir eiga bágt með að skilja hvers vegna nú eru uppi áform um að hefta útbreiðslu hennar á völdum stöðum á landinu. Komin er nokkur reynsla á það hvernig lúpínan hegðar sér hér á landi og í stuttu máli er kraftur hennar slíkur að hún leggur undir sig heilu gróðursvæðin ef ekkert er að gert, kæfir smágerðari gróður. Jón Loftsson skógræktarstjóri er ákafasti talsmaður líffræðilegrar fábreytni hér á landi og þess að landið sé lúpínu vaxið milli fjalls og fjöru. Á honum var að skilja í viðtali í Fréttablaðinu nýlega að hann léti sér í léttu rúmi liggja þó að lúpínan útrýmdi á stórum svæðum til að mynda berjalynginu sem gefur okkur berin sem glatt hafa góm íslenskra barna í mörg hundruð ár. Að mati skógræktarstjórans er lyngið síðasta stig gróðurs á undan algjörri gróðureyðingu; þar með er hið harðgera eðli hinnar íslensku flóru notað gegn henni, orðinn vitnisburður um að hún sé „frumstæð". Svona hugsa lúpínistarnir: en ætli renni ekki tvær grímur á okkur hin við þá tilhugsun að eiga þess ekki kost að tína berin fyrir lúpínubreiðunum - að eiga ekki framar í vændum að liggja í íslenskri brekku fyrir lúpínubreiðunum - að fá ekki framar að teyga að okkur ilminn af blóðbergi og fjalldrapa fyrir lúpínubreiðunum - enda séu þetta allt „frumstæðar" plöntur og lítt til þess fallnar að búa í haginn fyrir risafurur. Um skógræktarstjórann má hafa sömu orð og séra Hallgrímur notaði um þann slynga sláttumann í sálminum um blómið: „Reyr, stör, sem rósir vænar / reiknar hann jafn fánýtt." Menn og plönturHeldur ljótt og leiðinlegt orðbragð hefur komist á kreik í þessari umræðu að undanförnu. Menn kalla viðleitni til verndar íslenskrar flóru „rasisma", útmála lúpínu eins og ofsóttan innflytjanda sem ekki fær sinn þegnrétt í íslensku samfélagi. En lúpínur eru ekki fólk, og það er lítilsvirðing við rasisma-hugtakið að nota það af slíkri léttúð. Og lúpínan er ekki í hlutverki þess ofsótta hér, öðru nær, það er hún sem veður nú yfir það sem fyrir er og útrýmir því. Ef við þurfum endilega að sækja líkingar í mannfélagið til að reyna að átta okkur á því sem hér er um að ræða þá má ef til vill líkja lúpínuræktinni við það þegar Baugskeðjubúðirnar útrýma litlum og indælum hverfaverslunum svo að allt verður hagkvæmt, fljótvirkt, staðlað og eins. Eða þegar McDonalds-staðir útrýma fjölbreyttum fjölskylduveitingastöðum. Eða hvar þar sem fjölbreytni víkur fyrir fábreytni. Menn hafa leikið Ísland grátt með taumlausu skógarhöggi fyrst og síðan með því að beita einhverri mest óseðjandi skepnu jarðarinnar, sauðkindinni, hömlulaust á viðkvæmt land. Reynslan hefur sýnt að um leið og land er friðað fyrir ágangi sauðfjár og traðki hrossa tekur það við sér og fínleg gróðurþekjan myndast. Við eigum ekki að bjóða landinu okkar upp á enn eina manngerða instant-reddinguna. Það er ekki rasismi að trúa á landið og bera virðingu fyrir einkennum þess.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun