Björgvin Karl ætlar að styrkja KR-liðið fyrir næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2010 20:30 Björgvin Karl Gunnarsson með Kristni Kjærnested, formanni Knattspyrnudeildar KR. Mynd/Heimasíða KR Björgvin Karl Gunnarsson er tekinn við kvennaliði KR í fótboltanum og segist ætla að koma KR-liðinu aftur í fremstu röð en til þess þurfi hann að fá nýja leikmenn. „Það skiptir máli að styrkja liðið og þá sérstaklega fyrir þessa góðu leikmenn sem eru fyrir hjá KR. Ég vil helst fá leikmenn sem virkilega bæta liðið," segir Björgin Karl sem gerði þriggja ára samning. „Það er möguleiki að fá slíka leikmenn. Ég ætla bæði að reyna að fá íslenska og erlenda leikmenn og við höfum sett okkur það markmið að bæta hópinn og rífa upp stórveldið," segir Björgvin er KR hefur endaði í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö sumur. Björgvin segist fullviss um það að KR geti enn dregið að leikmenn í kvennaboltanum. „Það er skref upp á við fyrir marga leikmenn hér á landi að koma hingað og spila fyrir þennan klúbb og taka þátt í þessu sem við erum farin að gera. Það eru ansi mörg járn í eldinum en við þurfum að klára ýmis mál. Vonandi klárum við einhver mál í næstu viku," segir Björvin Karl. Björgvin þjálfari 2. flokk kvenna hjá KR í fyrra og þekkir því vel hvaða efnivið hann er með í höndunum. „Þetta eru alveg hörkustelpur í KR en þær eru ungar og vantar reynslu. Við munum reyna að bæta við okkur ungum og efnilegum leikmönnum og svo líka einhverjum reynsluboltum," segir Björgvin sem ætlar að koma KR-liðinu meðal þriggja til fjögurra efstu liða næsta sumar. Samkvæmt heimildum Vísis gætu allt að fjórir erlendir leikmenn spilað með KR-liðinu næsta sumar. „Við erum að skoða útlendingamálin með góðu fólki til þess að sjá hvaða leikmenn henta okkur best," segir Björgvin en hann ætlar ekki að ákveðja neitt varðandi erlenda leikmenn fyrr en hann veit hvaða íslensku leikmenn hafa bæst við hópinn. „Það er erfiðast að keppa við Valsliðið sem hefur rjómann af öllum bestu leikmönnunum sem til eru á landinu. Þær geta alveg misstigið sig eins og hvert annað lið. Það er nánast orðið nauðsynlegt að þetta verði jafnara en það eru búið að vera síðustu ár," segir Björgvin Karl. „Þó að maður vilji Val endilega ekkert illt þá er ekki mesti kærleikurinn á milli Vals og KR. Maður vonar að þessi lið sem eiga að vera sterkustu liðin í kvennaboltanum á Íslandi að þau fari að veita Val meiri samkeppni og geri mótið skemmtilegra," sagði Björgvin. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Björgvin Karl Gunnarsson er tekinn við kvennaliði KR í fótboltanum og segist ætla að koma KR-liðinu aftur í fremstu röð en til þess þurfi hann að fá nýja leikmenn. „Það skiptir máli að styrkja liðið og þá sérstaklega fyrir þessa góðu leikmenn sem eru fyrir hjá KR. Ég vil helst fá leikmenn sem virkilega bæta liðið," segir Björgin Karl sem gerði þriggja ára samning. „Það er möguleiki að fá slíka leikmenn. Ég ætla bæði að reyna að fá íslenska og erlenda leikmenn og við höfum sett okkur það markmið að bæta hópinn og rífa upp stórveldið," segir Björgvin er KR hefur endaði í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö sumur. Björgvin segist fullviss um það að KR geti enn dregið að leikmenn í kvennaboltanum. „Það er skref upp á við fyrir marga leikmenn hér á landi að koma hingað og spila fyrir þennan klúbb og taka þátt í þessu sem við erum farin að gera. Það eru ansi mörg járn í eldinum en við þurfum að klára ýmis mál. Vonandi klárum við einhver mál í næstu viku," segir Björvin Karl. Björgvin þjálfari 2. flokk kvenna hjá KR í fyrra og þekkir því vel hvaða efnivið hann er með í höndunum. „Þetta eru alveg hörkustelpur í KR en þær eru ungar og vantar reynslu. Við munum reyna að bæta við okkur ungum og efnilegum leikmönnum og svo líka einhverjum reynsluboltum," segir Björgvin sem ætlar að koma KR-liðinu meðal þriggja til fjögurra efstu liða næsta sumar. Samkvæmt heimildum Vísis gætu allt að fjórir erlendir leikmenn spilað með KR-liðinu næsta sumar. „Við erum að skoða útlendingamálin með góðu fólki til þess að sjá hvaða leikmenn henta okkur best," segir Björgvin en hann ætlar ekki að ákveðja neitt varðandi erlenda leikmenn fyrr en hann veit hvaða íslensku leikmenn hafa bæst við hópinn. „Það er erfiðast að keppa við Valsliðið sem hefur rjómann af öllum bestu leikmönnunum sem til eru á landinu. Þær geta alveg misstigið sig eins og hvert annað lið. Það er nánast orðið nauðsynlegt að þetta verði jafnara en það eru búið að vera síðustu ár," segir Björgvin Karl. „Þó að maður vilji Val endilega ekkert illt þá er ekki mesti kærleikurinn á milli Vals og KR. Maður vonar að þessi lið sem eiga að vera sterkustu liðin í kvennaboltanum á Íslandi að þau fari að veita Val meiri samkeppni og geri mótið skemmtilegra," sagði Björgvin.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira