Ármann Kr. Ólafsson: Sammála og ósammála 19. maí 2010 09:28 Þriðjudaginn 17. maí birtust tvær greinar á skoðanaopnu Fréttablaðsins. Inntaki annarrar greinarinnar er ég sammála en hinni greininni er ég ósammála. Steinunn Stefánsdóttir skrifaði grein undir yfirskriftinni "Vekjum kosningabaráttuna" sem ég er sammála að þurfi að gera.Steinunn segir að sér virðist sem frambjóðendur í Reykjavík hafi koðnað niður og talið að best væri að bregðast við lítilli eftirspurn almennings og háðsglósum Besta flokksins með því að láta lítið á sér kræla. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt lesið. Þótt umhverfið sé erfitt þá hafa flest framboð lagt í metnaðarfulla vinnu við stefnumál og eru að kynna þau.Ég veit að í Reykjavík er sjálfstæðisfólk að bera út stefnumál sín og banka upp á hjá fólki eins og í Kópavogi. Við erum stolt af því að kynna okkar stefnumál fyrir kjósendum. Hins vegar er erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um stefnumál flokkanna. Ég sendi fréttatilkynningu um stefnumál sjálfstæðisfólks í Kópavogi á fjölmiðla. Hún fékk enga umfjöllun. Kastljós ríkissjónvarpsins er að gera þætti um sveitarstjórnarkosningarnar. Mér og oddvitum annarra lista hér í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, voru úthlutaðar 30 sekúndur til að koma því að hvað væri efst á baugi í sveitarfélaginu. Er stjórnmálum og almenningi sýnd virðing með þessu? Er RÚV að rækja sitt hlutverk sem ríkissjónvarp?Hin greinin var eftir Elfi Logadóttur um fjármál Kópavogs og landakaup bæjarins sem hún segir að ekki hafi verið vandað til. Því er hægt að svara stuttlega. Bærinn varð að kaupa land undir lóðir. Þeim var úthlutað og fengu færri en vildu. Eftir hrun efnahagslífsins jukust skuldir að mestu vegna lóðaskila sem bjargaði fjárhag margra fjölskyldna en lóðirnar munu seljast aftur og skuldirnar lækka. Þær hafa þegar lækkað um tæpan milljarð frá áramótum og Samfylkingin metur fjárhag bæjarsjóðs það sterkan að undir merkjum "Kópavogsbrúar" vill hún að bærinn stofni fyrirtæki og taki lán til að hjálpa bönkunum að bjarga hálfkláruðu húsnæði sem er í eigu þeirra sjálfra. Þessi hugmynd gengur ekki upp. Bankarnir skiluðu í hagnað á síðasta ári fjórföldum skatttekjum bæjarsjóðs og þurfa enga hjálp. Það er ekki hlutverk bæjarins að stofna og reka fyrirtæki til útleigu fasteigna í samkeppni við einkaaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 17. maí birtust tvær greinar á skoðanaopnu Fréttablaðsins. Inntaki annarrar greinarinnar er ég sammála en hinni greininni er ég ósammála. Steinunn Stefánsdóttir skrifaði grein undir yfirskriftinni "Vekjum kosningabaráttuna" sem ég er sammála að þurfi að gera.Steinunn segir að sér virðist sem frambjóðendur í Reykjavík hafi koðnað niður og talið að best væri að bregðast við lítilli eftirspurn almennings og háðsglósum Besta flokksins með því að láta lítið á sér kræla. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt lesið. Þótt umhverfið sé erfitt þá hafa flest framboð lagt í metnaðarfulla vinnu við stefnumál og eru að kynna þau.Ég veit að í Reykjavík er sjálfstæðisfólk að bera út stefnumál sín og banka upp á hjá fólki eins og í Kópavogi. Við erum stolt af því að kynna okkar stefnumál fyrir kjósendum. Hins vegar er erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um stefnumál flokkanna. Ég sendi fréttatilkynningu um stefnumál sjálfstæðisfólks í Kópavogi á fjölmiðla. Hún fékk enga umfjöllun. Kastljós ríkissjónvarpsins er að gera þætti um sveitarstjórnarkosningarnar. Mér og oddvitum annarra lista hér í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, voru úthlutaðar 30 sekúndur til að koma því að hvað væri efst á baugi í sveitarfélaginu. Er stjórnmálum og almenningi sýnd virðing með þessu? Er RÚV að rækja sitt hlutverk sem ríkissjónvarp?Hin greinin var eftir Elfi Logadóttur um fjármál Kópavogs og landakaup bæjarins sem hún segir að ekki hafi verið vandað til. Því er hægt að svara stuttlega. Bærinn varð að kaupa land undir lóðir. Þeim var úthlutað og fengu færri en vildu. Eftir hrun efnahagslífsins jukust skuldir að mestu vegna lóðaskila sem bjargaði fjárhag margra fjölskyldna en lóðirnar munu seljast aftur og skuldirnar lækka. Þær hafa þegar lækkað um tæpan milljarð frá áramótum og Samfylkingin metur fjárhag bæjarsjóðs það sterkan að undir merkjum "Kópavogsbrúar" vill hún að bærinn stofni fyrirtæki og taki lán til að hjálpa bönkunum að bjarga hálfkláruðu húsnæði sem er í eigu þeirra sjálfra. Þessi hugmynd gengur ekki upp. Bankarnir skiluðu í hagnað á síðasta ári fjórföldum skatttekjum bæjarsjóðs og þurfa enga hjálp. Það er ekki hlutverk bæjarins að stofna og reka fyrirtæki til útleigu fasteigna í samkeppni við einkaaðila.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar