Vésteinn með blaðamannafundinn í eldhúsinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 19:00 Helga Margrét og Vésteinn (í gegnum netið) á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Valli Vésteinn Hafsteinsson hefur tekið að sér að vera nýr umboðsmaður sjöþrautarkonunnar Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur og mun hann sjá um stjórnun á þjálfun hennar í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Ný yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut og munu hann og Vésteinn stjórna þjálfun bronsverðlaunahafans frá HM unglinga í sumar. „Það má kalla þetta ýmislegt. Agne verður aðalþjálfari og skipuleggur þjálfunina með mér. Svo komum við til með að fá fleiri inn í þetta til að fá sem mest út úr þessu. Hann stjórnar ferlinum sem yfirþjálfari en mitt hlutverk er tengt því að ég er Íslendingur og bý á sama stað og Agne. Við erum góðir kunningar, vinnum mikið saman og höfum gert það í tvö ár," sagði Vésteinn á blaðamannafundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. „Við Agne náum vel til hvors annars. Mitt hlutverk er þá að stjórna öllu verkefninum frá A til Ö í samvinnu við Frey (Ólafsson, formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns), Agne og Guðmund Hólmar (Jónsson, sér um dalglega þjálfun Helgu)," útskýrir Vésteinn. „Ég byggi það á minni reynslu frá því að vera með Gerd Kanter og hvernig Agne hefur gert það með Carolinu Klüft. Það eru ansi margir hlutir sem þurfa að vera í lagi til þess að þetta gangi upp. Ég kem að þessu út af minni reynslu sem og að ég er Íslendingur," sagði Vésteinn. „Einn hluti af því er að koma Helgu á framfæri á mót og skipulagning á því sem og að taka ákvörðun um rétt mót. Síðan kemur líka að því ákveða hvenær á að fara í æfingabúðir og annað. Það er meira á minni könnu en Agne sér meira um þjálfunina sem slíka. Við vinnum þetta allt í sameiningu og við vorum bara að byrja í þessari viku," sagði Vésteinn og nútímatæknin verður notuð mikið á meðan Helga Margrét er búsett á Íslandi. Vésteinn tók sem dæmi þátt í blaðamannafundinum í Laugardalnum í dag þrátt fyrir að vera allt annars staðar á hnettinum. „Ég hef verið að þjálfa menn út um allan heim án þess að vera þjálfa þá dags daglega á æfingum. Ég þjálfa þá í gegnum netið og nútímatækni. Við erum sem dæmi að halda fréttamannafund núna og ég sit í eldhúsinu mínu út í Svíþjóð. Það er ósköp svipað og ég hef verið að gera undanfarin ár," segir Vésteinn sem hefur mikla trú á Helgu. „Helga er ung og efnileg. Hún er fyrsti Íslendingur til þess að ná í verðlaun á heimsmeistaramóti unglinga. Þar var hún þriðja besta í heimi í sínum aldursflokki. Hún lítur því mjög vel út. Það er samt mjög erfitt að verða bestu í heimi í frjálsum íþróttum og það skiptir engu máli í hvaða grein það er," segir Vésteinn um Helgu Margréti. „Hún hefur framtíðina fyrir sér og hefur mjög mikla hæfileika á öllum sviðum, líkamlega, andlega og tæknilega bæði að okkar mati og annara. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með undanfarin tvö ár og ég ber miklar væntingar til hennar en ég vil samt að hún fari rólega. Hún hefur verið í meiðslum í langan tíma og hefur því ekki náð alveg út úr sér það sem hún hefði getað," sagði Vésteinn. Innlendar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sjá meira
Vésteinn Hafsteinsson hefur tekið að sér að vera nýr umboðsmaður sjöþrautarkonunnar Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur og mun hann sjá um stjórnun á þjálfun hennar í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Ný yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut og munu hann og Vésteinn stjórna þjálfun bronsverðlaunahafans frá HM unglinga í sumar. „Það má kalla þetta ýmislegt. Agne verður aðalþjálfari og skipuleggur þjálfunina með mér. Svo komum við til með að fá fleiri inn í þetta til að fá sem mest út úr þessu. Hann stjórnar ferlinum sem yfirþjálfari en mitt hlutverk er tengt því að ég er Íslendingur og bý á sama stað og Agne. Við erum góðir kunningar, vinnum mikið saman og höfum gert það í tvö ár," sagði Vésteinn á blaðamannafundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. „Við Agne náum vel til hvors annars. Mitt hlutverk er þá að stjórna öllu verkefninum frá A til Ö í samvinnu við Frey (Ólafsson, formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns), Agne og Guðmund Hólmar (Jónsson, sér um dalglega þjálfun Helgu)," útskýrir Vésteinn. „Ég byggi það á minni reynslu frá því að vera með Gerd Kanter og hvernig Agne hefur gert það með Carolinu Klüft. Það eru ansi margir hlutir sem þurfa að vera í lagi til þess að þetta gangi upp. Ég kem að þessu út af minni reynslu sem og að ég er Íslendingur," sagði Vésteinn. „Einn hluti af því er að koma Helgu á framfæri á mót og skipulagning á því sem og að taka ákvörðun um rétt mót. Síðan kemur líka að því ákveða hvenær á að fara í æfingabúðir og annað. Það er meira á minni könnu en Agne sér meira um þjálfunina sem slíka. Við vinnum þetta allt í sameiningu og við vorum bara að byrja í þessari viku," sagði Vésteinn og nútímatæknin verður notuð mikið á meðan Helga Margrét er búsett á Íslandi. Vésteinn tók sem dæmi þátt í blaðamannafundinum í Laugardalnum í dag þrátt fyrir að vera allt annars staðar á hnettinum. „Ég hef verið að þjálfa menn út um allan heim án þess að vera þjálfa þá dags daglega á æfingum. Ég þjálfa þá í gegnum netið og nútímatækni. Við erum sem dæmi að halda fréttamannafund núna og ég sit í eldhúsinu mínu út í Svíþjóð. Það er ósköp svipað og ég hef verið að gera undanfarin ár," segir Vésteinn sem hefur mikla trú á Helgu. „Helga er ung og efnileg. Hún er fyrsti Íslendingur til þess að ná í verðlaun á heimsmeistaramóti unglinga. Þar var hún þriðja besta í heimi í sínum aldursflokki. Hún lítur því mjög vel út. Það er samt mjög erfitt að verða bestu í heimi í frjálsum íþróttum og það skiptir engu máli í hvaða grein það er," segir Vésteinn um Helgu Margréti. „Hún hefur framtíðina fyrir sér og hefur mjög mikla hæfileika á öllum sviðum, líkamlega, andlega og tæknilega bæði að okkar mati og annara. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með undanfarin tvö ár og ég ber miklar væntingar til hennar en ég vil samt að hún fari rólega. Hún hefur verið í meiðslum í langan tíma og hefur því ekki náð alveg út úr sér það sem hún hefði getað," sagði Vésteinn.
Innlendar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sjá meira