Nú er það bannað Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 25. mars 2010 06:00 Strippdans hefur verið bannaður á Íslandi. Þetta eru stórtíðindi út af fyrir sig en áður höfðu kaup á vændi verið bönnuð. Ferskir vindar kynjajafnréttis blása um Alþingi, var haft eftir þingmanni í blaðinu í gær. Ég hlýt að gleðjast yfir þessum áfanga, kvenremban sem ég er. Mér hefur alltaf verið illa við útgerð á nöktum stúlkum. Fólk hefur á þessu misjafnar skoðanir ræðir þetta sín á milli á kaffistofum eins og gengur. Kynsystur mínar gleðjast flestar og einhverjir karlmenn líka. Ekki eru þó allir sáttir. Alltaf eru einhverjir sem trúa því að nektardansmeyjar séu hamingjusamar og stundi nektardans eins og hverja aðra vinnu, til dæmis til að safna fyrir háskólanámi! Þá segja sumir nektardans tiltölulega saklaust fyrirbæri, skemmtun sem óþarfi sé að setja lög og reglur um. Líklega myndi þeim hinum sömu þó ekki hugnast að dætur þeirra, mæður eða systur væru gerðar út á þennan hátt til afþreyingar karlmönnum. Mig grunar að fæstir þeir sem heimsækja nektardansstaði velti fyrir sér á hvaða forsendum stúlkan á sviðinu sé þarna stödd eða hvað fer í gegnum huga hennar meðan á sýningu stendur. Hvort henni finnist hún niðurlægð eða henni ógnað. Eins vita allir, þó það hafi ekki alltaf verið opinberlega viðurkennt, að nektardansstöðum getur fylgt önnur útgerð, vændi. Vændi eru flestir sammála um að sé vont. Fáir halda því fram að vændi sé eftirsóknarverð starfsgrein sem hamingjusamar stúlkur flykkist í. Menn viðurkenna ekki opinberlega að kaupa sér kynlíf reglulega eða tala um það á kaffistofunni rétt eins og þeir hafi farið í klippingu. Vændið tilheyrir dökkum heimi sem enginn vill láta bendla sig við. Á Íslandi fer fram vændi þó ólöglegt sé. Og á kaffistofunum heyrast nú raddir sem segja að með nýjum lögum um bann á nektardansi hafi verið lokað eina opinbera vettvanginum þar sem hægt var að fylgjast með vændisstarfsemi og annari útgerð á stúlkum. Enda ólíklegt að starfsemin detti uppfyrir þó búið sé að setja lög. Eftirspurnin verður áfram fyrir hendi. Ég get þó ekki annað en verið fylgjandi banninu. Við megum ekki sætta okkur við að nektardans stúlkna og vændi sé sjálfsagður hlutur sem ekki verði hróflað við. Það er eitthvað öfugsnúið við að leyfilegt sé að gera dætur, systur og mæður út á þennan hátt feðrum, bræðrum og sonum til skemmtunar. Það er bannað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Strippdans hefur verið bannaður á Íslandi. Þetta eru stórtíðindi út af fyrir sig en áður höfðu kaup á vændi verið bönnuð. Ferskir vindar kynjajafnréttis blása um Alþingi, var haft eftir þingmanni í blaðinu í gær. Ég hlýt að gleðjast yfir þessum áfanga, kvenremban sem ég er. Mér hefur alltaf verið illa við útgerð á nöktum stúlkum. Fólk hefur á þessu misjafnar skoðanir ræðir þetta sín á milli á kaffistofum eins og gengur. Kynsystur mínar gleðjast flestar og einhverjir karlmenn líka. Ekki eru þó allir sáttir. Alltaf eru einhverjir sem trúa því að nektardansmeyjar séu hamingjusamar og stundi nektardans eins og hverja aðra vinnu, til dæmis til að safna fyrir háskólanámi! Þá segja sumir nektardans tiltölulega saklaust fyrirbæri, skemmtun sem óþarfi sé að setja lög og reglur um. Líklega myndi þeim hinum sömu þó ekki hugnast að dætur þeirra, mæður eða systur væru gerðar út á þennan hátt til afþreyingar karlmönnum. Mig grunar að fæstir þeir sem heimsækja nektardansstaði velti fyrir sér á hvaða forsendum stúlkan á sviðinu sé þarna stödd eða hvað fer í gegnum huga hennar meðan á sýningu stendur. Hvort henni finnist hún niðurlægð eða henni ógnað. Eins vita allir, þó það hafi ekki alltaf verið opinberlega viðurkennt, að nektardansstöðum getur fylgt önnur útgerð, vændi. Vændi eru flestir sammála um að sé vont. Fáir halda því fram að vændi sé eftirsóknarverð starfsgrein sem hamingjusamar stúlkur flykkist í. Menn viðurkenna ekki opinberlega að kaupa sér kynlíf reglulega eða tala um það á kaffistofunni rétt eins og þeir hafi farið í klippingu. Vændið tilheyrir dökkum heimi sem enginn vill láta bendla sig við. Á Íslandi fer fram vændi þó ólöglegt sé. Og á kaffistofunum heyrast nú raddir sem segja að með nýjum lögum um bann á nektardansi hafi verið lokað eina opinbera vettvanginum þar sem hægt var að fylgjast með vændisstarfsemi og annari útgerð á stúlkum. Enda ólíklegt að starfsemin detti uppfyrir þó búið sé að setja lög. Eftirspurnin verður áfram fyrir hendi. Ég get þó ekki annað en verið fylgjandi banninu. Við megum ekki sætta okkur við að nektardans stúlkna og vændi sé sjálfsagður hlutur sem ekki verði hróflað við. Það er eitthvað öfugsnúið við að leyfilegt sé að gera dætur, systur og mæður út á þennan hátt feðrum, bræðrum og sonum til skemmtunar. Það er bannað.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun