Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Þórólfur Matthíasson skrifar 16. febrúar 2010 06:00 Eva Joly hefur tekið að sér að vera íslenskum stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á efnahagsbrotum í aðdraganda bankahrunsins í október 2008. Aðkoma hennar hefur orðið til þess að efla hjá íslenskum almenningi trú á að verið sé að vinna af heilindum að rannsókn hugsanlegra efnahagsglæpa enda á hún glæstan feril að baki á þessu sviði. Joly var nýverið kosin á Evrópuþingið þar sem verkefni hennar verður m.a. að endurmóta umgjörð efnahags- og fjármálalífs álfunnar. Í málflutningi sínum fyrir breyttum reglum á fjármálamörkuðum Evrópu hefur Eva Joly notað Ísland og IceSave málið sem dæmi. Svo óheppilega vill til að hún byggir atvikalýsingar á einhæfum málflutningi InDefense. Að þessu vék ég í einni lítilli aukasetningu í grein sem ég skrifaði í Aftenposten fyrir skemmstu. Eva Joly kýs að gera þessa aukasetningu að inntaki greina sem birtast samtímis á Íslandi og í Noregi. Þar er það pólitíkusinn Eva Joly sem stýrir penna. Í greininni eru fullyrðingar og röksemdir sem ekki eru réttar og mega ekki standa óleiðréttar. Málflutningur er snertir framtíð Íslands verður að byggja á traustum staðreyndum. Kjósendur bera ábyrgðEva Joly heldur því fram í greinum sínum að ég hafi stutt kröfur Breta og Hollendinga í IceSave málinu. Þetta er ekki rétt. En ég hef gert mig sekan um að spyrja hver ábyrgð íslenskra stjórnvalda, íslenskra stjórnmálamanna og íslenskra kjósenda á IceSave málinu sé, bæði með hliðsjón af lögum og reglum og með hliðsjón af almennu siðferði. Niðurstaða mín er að kjósendur beri ábyrgð á stjórnmálamönnum og að stjórnmálamenn beri ábyrgð á þeim embættismönnum sem þeir setja til verka. Hátti svo til að kjósendur í lýðræðisríki kjósi, kosningar eftir kosningar, stjórnmálamenn sem setja venslamenn, vini og spilafélaga í eftirlits- og umboðsstöður án þess að huga að getu þessara einstaklinga til að sinna störfum sínum, þá er ábyrgðin á slökum verkum embættis- og eftirlitskerfisins ekkert síður kjósendanna en þeirra sem afglöpin frömdu. Þessi ábyrgð getur birst hinum vanhæfa embættismanni í formi saksóknar og dóms. Ábyrgðin birtist almenningi gjarnan með öðrum hætti, yfirleitt í formi lakari afkomu en ella væri. Það er mín skoðun að það standi upp á Íslendinga að svara þeirri spurningu hvort íslensk stjórnvöld og íslenskir eftirlitsaðilar hafi uppfyllt allar sínar eftirlits- og aðhaldsskyldur í tengslum við stofnun og rekstur IceSave reikninganna. Sé niðurstaðan sú að það hafi ekki verið gert þarf að taka á þeim málum gagnvart þeim einstaklingum og þeim stofnunum sem brugðust. Jafnframt verða stjórnmálamenn að sýna þann siðferðisstyrk að segja kjósendum sínum satt og rétt um hvar reikningurinn vegna klúðursins lendir í stað þess að fara í sífelld ferðalög um lendur fantasíunnar í þessum efnum. Persónulega þykir mér sárt að sitja undir ásökunum um að ganga erinda erlendra þjóða þegar tilefnið er ekki annað en þessi einfalda spurning: bera íslenskir kjósendur ekki ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum og íslenskum embættismönnum? 700 milljarðar?Í grein sinni heldur Eva Joly því fram að IceSave samningurinn gangi útá að hver Íslendingur frá vöggubarni til elsta ellilífeyrisþega skuli greiða 12.000 evrur til Breta og Hollendinga. Samanlagt gerir þetta tæpa 700 milljarða króna. Þetta er sú tala sem InDefense hefur haldið hvað hæst á lofti. Hvað eftir annað hefur verið sýnt fram á að þessi fullyrðing er röng, nú síðast af Ann Sibert, prófessor við Birkbeck College í London og meðlimi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Með því að gera þessa tölu að megininntaki greinar sinnar undirstrikar Eva Joly að hún hefur látið glepjast af áróðri InDefense og látið undir höfuð leggjast að kynna sér staðreyndir málsins. Hið rétta er að þrotabú Landsbankans mun greiða yfir 90% af forgangskröfum. Þetta kemur skýrt fram í opinberum gögnum skilanefndarinnar eins og ég vík að hér á eftir. Verðmæti LandsbankaeignaÍ grein sinni fullyrðir Eva Joly að þrotabú Landsbankans muni aðeins greiða 30% af IceSave kröfunni. Þessi fullyrðing er röng enda sá efnahags- og viðskiptaráðherra sig til þess knúinn að mótmæla henni kröftuglega þegar grein Evu Joly birtist. IceSave krafan er forgangskrafa í þrotabúið og eignir búsins munu duga fyrir mestum hluta þessara krafna eins og rökstutt verður hér að neðan. Vera kann að Eva Joly sé að rugla saman heildarkröfum í bú Landsbankans og forgangskröfum. Mat skilastjórnarinnar er að eignir þrotabúsins dugi til að greiða um 32% af öllum kröfum, en forgangskröfur koma framar almennum kröfum og greiðast fyrst. Til samanburðar má nefna að bú Kaupthing Singer and Friedlander mun greiða yfir 75% af heildarkröfum. Heyrst hefur að þrotabú Lehman bankans muni greiða um 40% af heildarkröfum. Áætlað endurheimtuhlutfall Landsbankans er því lágt samanborið við endurheimtuhlutfall KSF og talsvert lægra en endurheimtuhlutfall Lehman. En er mat skilastjórnarinnar ábyggilegt? Í fyrsta lagi hefur skilanefndin þegar yfir 500 milljarða í hendi. Þetta er skuldabréf frá Nýja Landsbankanum að verðmæti ríflega 300 milljarðar, sem er mismunur eigna og skulda sem fluttust úr gamla bankanum í þann nýja í október 2008, auk 200 milljarða í lausafé. Eignir búsins sem metnar voru á ríflega tvö þúsund milljarða króna fyrir hrun metur skilanefndin nú á ríflega 800 milljarða króna. Niðurfærslan nú nemur því um 65%, því er áætlað að einungis um 35% af skuldum útistandandi í október 2008 endurheimtist. Áætlað endurgreiðsluhlutfall hefur hækkað mikið frá því snemma árs 2009 þegar áætlað var að aðeins fengjust 50% upp í forgangskröfur til dagsins í dag þegar áætlað er að endurheimtur dugi til að greiða um 90% forgangskrafa. Verðmæti eignasafns þrotabúsins í Bretlandi virðist enn fara hækkandi því Baldvin Valtýsson sem starfar fyrir skilastjórnina í London sagði í blaðaviðtali í febrúar 2010 að eignir búsins í London næmu 430 milljörðum króna. Þetta er um 100 milljörðum hærri tala en nefnd er í gögnum skilanefndar frá lokum september 2009. Öll rök hníga því í þá átt að eignasafn gamla Landsbankans hafi verið vanmetið í upphafi hruns enda tíðkast iðulega að meta varlega í upphafi meðan margt er óljóst. Hvar eru peningarnir?Eva Joly telur í grein sinni að megnið af IceSave fjármununum sé í umferð í Bretlandi og Hollandi. Vonandi er það rétt, hluti af hennar sérgrein er að elta þessa fjármuni uppi. En ég leyfi mér samt að benda á að það virðist hafa verið lífsspursmál fyrir Gamla Landsbankann að eiga þess kost að flytja fé frá Bretlandi til Íslands á árinu 2008. Ella hefðu þeir skipulagt IceSave innan vébanda Heritable bankans á ábyrgð breska innistæðutryggingarsjóðsins. En það vildu þeir ekki vegna þeirrar kröfu að innistæðufé í Heritable yrði fest í Bretlandi. Minn grunur er að hluti af IceSave fjármununum sé fastur í tónlistarhöll á hafnarbakkanum í Reykjavík og í holræsum og götum vítt og breitt í byggðum Íslands þó töluvert hafi án efa flotið aftur út í misvitrar fjárfestingar vildarviðskiptavina Landsbankans. En það er hárrétt hjá Evu Joly að slitastjórnin á um 300 milljarða króna í kröfum á einkaaðila í Bretlandi og Hollandi og álíka stóra kröfu á hendur einkaaðila á Íslandi. Þessir fjármunir eru að endurheimtast. Framtíðarvirði eða núvirði?Í allri umræðu um upphæðir hafa fulltrúar InDefense fremur viljað skoða framtíðarvirði frekar en núvirði IceSave skuldbindingarinnar. Með því að bæta við áætlaðri verðbólgu má vissulega fá fram háar tölur. Þetta er öllum frjálst að gera. En það breytir ekki því að núvirði skuldbindingarinnar er á bilinu 120 til 180 milljarðar króna. VaxtamálinEva Joly gerir vaxtamál að umtalsefni og telur að 5,55% nafnvextir og um 3% raunvextir séu okurvextir. Það eru nýjar fréttir fyrir Íslendinga sem hafa löngum stundum búið við 4-6% raunvexti og yfir 20% nafnvexti. Hitt er svo annað mál að það er sjálfsagt að reyna að fá vaxtakjörin löguð. Á það hef ég lagt áherslu þegar ég hef talað við breska og hollenska blaðamenn eins og sjá má í viðtali við Het Financieele Dagblad 13.2.2010. Neyðarlögin og mismununÍ grein minni í Aftenposten benti ég á að með neyðarlögunum svokölluðu mismunuðu íslensk stjórnvöld innistæðueigendum í Reykjavík annars vegar og Rotterdam hins vegar. Þetta stríðir gegn fyrirmælum í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Margir telja að vegna þess atriðis sé ekki á það hættandi fyrir Íslendinga að fara með mál tengd IceSave skuldinni fyrir evrópska dómstóla. Erfitt kann að vera að reikna út niðurstöðu dómstóla eins og staðfest er með misvísandi niðurstöður nýlegra dóma frá Héraðsdómi Reykjavíkur um lögmæti svokallaðra myntkörfulána. Annar dómurinn taldi slík lán lögmæt, hinn dómurinn ólögmæt. Varðandi lagalegu stöðu Íslands má einnig benda á álit Pers Christiansen, lagaprófessors í Tromsö, sem heldur því fram í viðtali við Pressuna 13.2.2010 að enginn vafi leiki á ábyrgð íslendinga á innistæðutryggingarkerfinu. Sama hafa talsmenn íslenskra stjórnvalda og sumir talsmenn stjórnarandstöðunnar á Íslandi undirstrikað og ummæli í þessa veruna voru komin fram löngu fyrir hrun. LokaorðEva Joly er kappsöm kona sem vill vinna Íslendingum vel og jafnframt koma betri skikk á fjármálakerfi Evrópu. Ég á ekki aðra ósk heitari en að ráðleggingar hennar til íslenskra stjórnvalda megi verða til þess að hinir sönnu skúrkar hrunsins fái makleg málagjöld. Sú var tíð að Íslendingar höfðu orð á sér fyrir orðheldni, heiðarleika og dugnað meðal erlendra manna. Efast má um að þetta orðspor fari af Íslendingum nú eftir framgöngu hrunvíkinganna í þenslu og aðdraganda hruns auk úrvinnslu stjórnmálamannanna á flækjum sem hrunið skapaði. Sannast nú hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Róum nú að því öllum árum að endurreisa tiltrú á Íslendingum erlendis. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Styttri útgáfa greinarinnar birtist í Aftenposten. Öll rök hníga því í þá átt að eignasafn gamla Landsbankans hafi verið vanmetið í upphafi hruns enda tíðkast iðulega að meta varlega í upphafi meðan margt er óljóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Eva Joly hefur tekið að sér að vera íslenskum stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á efnahagsbrotum í aðdraganda bankahrunsins í október 2008. Aðkoma hennar hefur orðið til þess að efla hjá íslenskum almenningi trú á að verið sé að vinna af heilindum að rannsókn hugsanlegra efnahagsglæpa enda á hún glæstan feril að baki á þessu sviði. Joly var nýverið kosin á Evrópuþingið þar sem verkefni hennar verður m.a. að endurmóta umgjörð efnahags- og fjármálalífs álfunnar. Í málflutningi sínum fyrir breyttum reglum á fjármálamörkuðum Evrópu hefur Eva Joly notað Ísland og IceSave málið sem dæmi. Svo óheppilega vill til að hún byggir atvikalýsingar á einhæfum málflutningi InDefense. Að þessu vék ég í einni lítilli aukasetningu í grein sem ég skrifaði í Aftenposten fyrir skemmstu. Eva Joly kýs að gera þessa aukasetningu að inntaki greina sem birtast samtímis á Íslandi og í Noregi. Þar er það pólitíkusinn Eva Joly sem stýrir penna. Í greininni eru fullyrðingar og röksemdir sem ekki eru réttar og mega ekki standa óleiðréttar. Málflutningur er snertir framtíð Íslands verður að byggja á traustum staðreyndum. Kjósendur bera ábyrgðEva Joly heldur því fram í greinum sínum að ég hafi stutt kröfur Breta og Hollendinga í IceSave málinu. Þetta er ekki rétt. En ég hef gert mig sekan um að spyrja hver ábyrgð íslenskra stjórnvalda, íslenskra stjórnmálamanna og íslenskra kjósenda á IceSave málinu sé, bæði með hliðsjón af lögum og reglum og með hliðsjón af almennu siðferði. Niðurstaða mín er að kjósendur beri ábyrgð á stjórnmálamönnum og að stjórnmálamenn beri ábyrgð á þeim embættismönnum sem þeir setja til verka. Hátti svo til að kjósendur í lýðræðisríki kjósi, kosningar eftir kosningar, stjórnmálamenn sem setja venslamenn, vini og spilafélaga í eftirlits- og umboðsstöður án þess að huga að getu þessara einstaklinga til að sinna störfum sínum, þá er ábyrgðin á slökum verkum embættis- og eftirlitskerfisins ekkert síður kjósendanna en þeirra sem afglöpin frömdu. Þessi ábyrgð getur birst hinum vanhæfa embættismanni í formi saksóknar og dóms. Ábyrgðin birtist almenningi gjarnan með öðrum hætti, yfirleitt í formi lakari afkomu en ella væri. Það er mín skoðun að það standi upp á Íslendinga að svara þeirri spurningu hvort íslensk stjórnvöld og íslenskir eftirlitsaðilar hafi uppfyllt allar sínar eftirlits- og aðhaldsskyldur í tengslum við stofnun og rekstur IceSave reikninganna. Sé niðurstaðan sú að það hafi ekki verið gert þarf að taka á þeim málum gagnvart þeim einstaklingum og þeim stofnunum sem brugðust. Jafnframt verða stjórnmálamenn að sýna þann siðferðisstyrk að segja kjósendum sínum satt og rétt um hvar reikningurinn vegna klúðursins lendir í stað þess að fara í sífelld ferðalög um lendur fantasíunnar í þessum efnum. Persónulega þykir mér sárt að sitja undir ásökunum um að ganga erinda erlendra þjóða þegar tilefnið er ekki annað en þessi einfalda spurning: bera íslenskir kjósendur ekki ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum og íslenskum embættismönnum? 700 milljarðar?Í grein sinni heldur Eva Joly því fram að IceSave samningurinn gangi útá að hver Íslendingur frá vöggubarni til elsta ellilífeyrisþega skuli greiða 12.000 evrur til Breta og Hollendinga. Samanlagt gerir þetta tæpa 700 milljarða króna. Þetta er sú tala sem InDefense hefur haldið hvað hæst á lofti. Hvað eftir annað hefur verið sýnt fram á að þessi fullyrðing er röng, nú síðast af Ann Sibert, prófessor við Birkbeck College í London og meðlimi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Með því að gera þessa tölu að megininntaki greinar sinnar undirstrikar Eva Joly að hún hefur látið glepjast af áróðri InDefense og látið undir höfuð leggjast að kynna sér staðreyndir málsins. Hið rétta er að þrotabú Landsbankans mun greiða yfir 90% af forgangskröfum. Þetta kemur skýrt fram í opinberum gögnum skilanefndarinnar eins og ég vík að hér á eftir. Verðmæti LandsbankaeignaÍ grein sinni fullyrðir Eva Joly að þrotabú Landsbankans muni aðeins greiða 30% af IceSave kröfunni. Þessi fullyrðing er röng enda sá efnahags- og viðskiptaráðherra sig til þess knúinn að mótmæla henni kröftuglega þegar grein Evu Joly birtist. IceSave krafan er forgangskrafa í þrotabúið og eignir búsins munu duga fyrir mestum hluta þessara krafna eins og rökstutt verður hér að neðan. Vera kann að Eva Joly sé að rugla saman heildarkröfum í bú Landsbankans og forgangskröfum. Mat skilastjórnarinnar er að eignir þrotabúsins dugi til að greiða um 32% af öllum kröfum, en forgangskröfur koma framar almennum kröfum og greiðast fyrst. Til samanburðar má nefna að bú Kaupthing Singer and Friedlander mun greiða yfir 75% af heildarkröfum. Heyrst hefur að þrotabú Lehman bankans muni greiða um 40% af heildarkröfum. Áætlað endurheimtuhlutfall Landsbankans er því lágt samanborið við endurheimtuhlutfall KSF og talsvert lægra en endurheimtuhlutfall Lehman. En er mat skilastjórnarinnar ábyggilegt? Í fyrsta lagi hefur skilanefndin þegar yfir 500 milljarða í hendi. Þetta er skuldabréf frá Nýja Landsbankanum að verðmæti ríflega 300 milljarðar, sem er mismunur eigna og skulda sem fluttust úr gamla bankanum í þann nýja í október 2008, auk 200 milljarða í lausafé. Eignir búsins sem metnar voru á ríflega tvö þúsund milljarða króna fyrir hrun metur skilanefndin nú á ríflega 800 milljarða króna. Niðurfærslan nú nemur því um 65%, því er áætlað að einungis um 35% af skuldum útistandandi í október 2008 endurheimtist. Áætlað endurgreiðsluhlutfall hefur hækkað mikið frá því snemma árs 2009 þegar áætlað var að aðeins fengjust 50% upp í forgangskröfur til dagsins í dag þegar áætlað er að endurheimtur dugi til að greiða um 90% forgangskrafa. Verðmæti eignasafns þrotabúsins í Bretlandi virðist enn fara hækkandi því Baldvin Valtýsson sem starfar fyrir skilastjórnina í London sagði í blaðaviðtali í febrúar 2010 að eignir búsins í London næmu 430 milljörðum króna. Þetta er um 100 milljörðum hærri tala en nefnd er í gögnum skilanefndar frá lokum september 2009. Öll rök hníga því í þá átt að eignasafn gamla Landsbankans hafi verið vanmetið í upphafi hruns enda tíðkast iðulega að meta varlega í upphafi meðan margt er óljóst. Hvar eru peningarnir?Eva Joly telur í grein sinni að megnið af IceSave fjármununum sé í umferð í Bretlandi og Hollandi. Vonandi er það rétt, hluti af hennar sérgrein er að elta þessa fjármuni uppi. En ég leyfi mér samt að benda á að það virðist hafa verið lífsspursmál fyrir Gamla Landsbankann að eiga þess kost að flytja fé frá Bretlandi til Íslands á árinu 2008. Ella hefðu þeir skipulagt IceSave innan vébanda Heritable bankans á ábyrgð breska innistæðutryggingarsjóðsins. En það vildu þeir ekki vegna þeirrar kröfu að innistæðufé í Heritable yrði fest í Bretlandi. Minn grunur er að hluti af IceSave fjármununum sé fastur í tónlistarhöll á hafnarbakkanum í Reykjavík og í holræsum og götum vítt og breitt í byggðum Íslands þó töluvert hafi án efa flotið aftur út í misvitrar fjárfestingar vildarviðskiptavina Landsbankans. En það er hárrétt hjá Evu Joly að slitastjórnin á um 300 milljarða króna í kröfum á einkaaðila í Bretlandi og Hollandi og álíka stóra kröfu á hendur einkaaðila á Íslandi. Þessir fjármunir eru að endurheimtast. Framtíðarvirði eða núvirði?Í allri umræðu um upphæðir hafa fulltrúar InDefense fremur viljað skoða framtíðarvirði frekar en núvirði IceSave skuldbindingarinnar. Með því að bæta við áætlaðri verðbólgu má vissulega fá fram háar tölur. Þetta er öllum frjálst að gera. En það breytir ekki því að núvirði skuldbindingarinnar er á bilinu 120 til 180 milljarðar króna. VaxtamálinEva Joly gerir vaxtamál að umtalsefni og telur að 5,55% nafnvextir og um 3% raunvextir séu okurvextir. Það eru nýjar fréttir fyrir Íslendinga sem hafa löngum stundum búið við 4-6% raunvexti og yfir 20% nafnvexti. Hitt er svo annað mál að það er sjálfsagt að reyna að fá vaxtakjörin löguð. Á það hef ég lagt áherslu þegar ég hef talað við breska og hollenska blaðamenn eins og sjá má í viðtali við Het Financieele Dagblad 13.2.2010. Neyðarlögin og mismununÍ grein minni í Aftenposten benti ég á að með neyðarlögunum svokölluðu mismunuðu íslensk stjórnvöld innistæðueigendum í Reykjavík annars vegar og Rotterdam hins vegar. Þetta stríðir gegn fyrirmælum í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Margir telja að vegna þess atriðis sé ekki á það hættandi fyrir Íslendinga að fara með mál tengd IceSave skuldinni fyrir evrópska dómstóla. Erfitt kann að vera að reikna út niðurstöðu dómstóla eins og staðfest er með misvísandi niðurstöður nýlegra dóma frá Héraðsdómi Reykjavíkur um lögmæti svokallaðra myntkörfulána. Annar dómurinn taldi slík lán lögmæt, hinn dómurinn ólögmæt. Varðandi lagalegu stöðu Íslands má einnig benda á álit Pers Christiansen, lagaprófessors í Tromsö, sem heldur því fram í viðtali við Pressuna 13.2.2010 að enginn vafi leiki á ábyrgð íslendinga á innistæðutryggingarkerfinu. Sama hafa talsmenn íslenskra stjórnvalda og sumir talsmenn stjórnarandstöðunnar á Íslandi undirstrikað og ummæli í þessa veruna voru komin fram löngu fyrir hrun. LokaorðEva Joly er kappsöm kona sem vill vinna Íslendingum vel og jafnframt koma betri skikk á fjármálakerfi Evrópu. Ég á ekki aðra ósk heitari en að ráðleggingar hennar til íslenskra stjórnvalda megi verða til þess að hinir sönnu skúrkar hrunsins fái makleg málagjöld. Sú var tíð að Íslendingar höfðu orð á sér fyrir orðheldni, heiðarleika og dugnað meðal erlendra manna. Efast má um að þetta orðspor fari af Íslendingum nú eftir framgöngu hrunvíkinganna í þenslu og aðdraganda hruns auk úrvinnslu stjórnmálamannanna á flækjum sem hrunið skapaði. Sannast nú hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Róum nú að því öllum árum að endurreisa tiltrú á Íslendingum erlendis. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Styttri útgáfa greinarinnar birtist í Aftenposten. Öll rök hníga því í þá átt að eignasafn gamla Landsbankans hafi verið vanmetið í upphafi hruns enda tíðkast iðulega að meta varlega í upphafi meðan margt er óljóst.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar