Tónleikar með Metallica og Slayer í bíó í sumar 22. maí 2010 09:00 metallica aftur á íslandi Samt ekki alveg. Hljómsveitin kom fram í Egilshöll árið 2004. Yfir 18.000 mættu á tónleika sem eru þeir stærstu í Íslandssögunni. Aðdáendur geta séð hljómsveitina í bíó í sumar.fréttablaðið/hari Hljómsveitirnar Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax koma fram á tónleikum í Búlgaríu í sumar. Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu víða um heim - meðal annars á Íslandi. Hljómar ótrúlega vel, segir þungarokksspekingurinn Haukur Viðar. „Þetta hljómar kjánalega til að byrja með, en er það ekki vegna þess að þetta er óvenjulegt?" segir Haukur Viðar Alfreðsson, þungarokkssérfræðingur Fréttablaðsins. Tónleikar hljómsveitanna Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax verða í beinni útsendingu í Sambíóunum 22. júní í sumar. Tónleikarnir fara fram í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu og ferðast um gervihnött í bíóhús um allan heim. Haukur Viðar þekkir til hljómsveitanna betur en margir og ætlar ekki að láta sig vanta í sumar. „Það er engin spurning. Svo þegar maður er orðinn gamall fara minningarnar að blekkja mann og maður heldur að maður hafi séð fullt af böndum á tónleikum," segir Haukur léttur í lundu. Hann efast þó um að þetta verði sama upplifun og að vera á staðnum, enda á tæknin eftir að slípa þungarokkið til. „Nú eru komnar digital-sýningar og svona þannig að hljómurinn verður fyrsta flokks. Þetta er örugglega eins að horfa á DVD í ógeðslega góðu heimabíói," segir Haukur. „En þetta hljómar ótrúlega vel. Spurning hvort þetta gæti verið eitthvað fyrir bönd sem finnst ógeðslega leiðinlegt að túra. Að halda bara eina tónleika í heimaborg sinni og þá klára þeir heimstúrinn á einu kvöldi. Þetta er mjög þægilegt fyrir lata tónlistarmenn." Hljómsveitirnar eru allar komnar til ára sinna, en samanlagður starfsaldur þeirra spannar yfir 110 ár. En í hvernig formi eru hljómsveitirnar þessa dagana? „Ég er búinn að fylgjast með Metallica á túrnum," segir Haukur. „Þeir virðast vera í ágætisformi. Ég er ánægður með lögin sem þeir taka. Þeir eru duglegir við að taka alls konar lög og binda sig ekki við einhverja ímyndaða „greatest hits-plötu". Haukur segir erfitt að festa fingur á form Megadeth, enda skiptir forsprakkinn Dave Mustaine reglulega um hljóðfæraleikara. Þá segir hann Slayer heimsþekkta fyrir að vera pottþétt, en Anthrax þykir honum ekki hafa elst eins vel og hinar hljómsveitirnar þrjár og sparar ekki stóru orðin: „Mér finnst Anthrax ógeðslega hallærislegt band." [email protected] Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Hljómsveitirnar Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax koma fram á tónleikum í Búlgaríu í sumar. Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu víða um heim - meðal annars á Íslandi. Hljómar ótrúlega vel, segir þungarokksspekingurinn Haukur Viðar. „Þetta hljómar kjánalega til að byrja með, en er það ekki vegna þess að þetta er óvenjulegt?" segir Haukur Viðar Alfreðsson, þungarokkssérfræðingur Fréttablaðsins. Tónleikar hljómsveitanna Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax verða í beinni útsendingu í Sambíóunum 22. júní í sumar. Tónleikarnir fara fram í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu og ferðast um gervihnött í bíóhús um allan heim. Haukur Viðar þekkir til hljómsveitanna betur en margir og ætlar ekki að láta sig vanta í sumar. „Það er engin spurning. Svo þegar maður er orðinn gamall fara minningarnar að blekkja mann og maður heldur að maður hafi séð fullt af böndum á tónleikum," segir Haukur léttur í lundu. Hann efast þó um að þetta verði sama upplifun og að vera á staðnum, enda á tæknin eftir að slípa þungarokkið til. „Nú eru komnar digital-sýningar og svona þannig að hljómurinn verður fyrsta flokks. Þetta er örugglega eins að horfa á DVD í ógeðslega góðu heimabíói," segir Haukur. „En þetta hljómar ótrúlega vel. Spurning hvort þetta gæti verið eitthvað fyrir bönd sem finnst ógeðslega leiðinlegt að túra. Að halda bara eina tónleika í heimaborg sinni og þá klára þeir heimstúrinn á einu kvöldi. Þetta er mjög þægilegt fyrir lata tónlistarmenn." Hljómsveitirnar eru allar komnar til ára sinna, en samanlagður starfsaldur þeirra spannar yfir 110 ár. En í hvernig formi eru hljómsveitirnar þessa dagana? „Ég er búinn að fylgjast með Metallica á túrnum," segir Haukur. „Þeir virðast vera í ágætisformi. Ég er ánægður með lögin sem þeir taka. Þeir eru duglegir við að taka alls konar lög og binda sig ekki við einhverja ímyndaða „greatest hits-plötu". Haukur segir erfitt að festa fingur á form Megadeth, enda skiptir forsprakkinn Dave Mustaine reglulega um hljóðfæraleikara. Þá segir hann Slayer heimsþekkta fyrir að vera pottþétt, en Anthrax þykir honum ekki hafa elst eins vel og hinar hljómsveitirnar þrjár og sparar ekki stóru orðin: „Mér finnst Anthrax ógeðslega hallærislegt band." [email protected]
Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira