Snorri Steinn: Leggjum allt í þetta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2010 14:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Nordic Photos / AFP Snorri Steinn Guðjónsson á von á skemmtilegum leik tveggja góðra liða þegar að Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Það er alltaf gaman að mæta Dönum. Ég hef spilað með mörgum í danska landsliðinu og er að fara að spila með mörgum þeirra," sagði Snorri Steinn sem skiptir í sumar yfir til danska liðsins AG Handbold frá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Hann viðurkennir þó að það kunni að vera erfitt að halda fullri einbeitingu enda langt og strangt tímabil að baki. „Það er ekkert óeðlilegt en landsliðið er jú landsliðið. Það er alltaf gaman að spila með því," sagði Snorri Steinn sem saknar þess að fá ekki að spila alvöru leik á 17. júní eins og verið hefur undanfarin ár. Það helgast af því að Ísland þarf ekki að taka þátt í undankeppni fyrir HM í Svíþjóð á næsta ári þar sem liðið vann til bronsverðlauna á EM í Austurríki í vetur. „Ég vildi þó alls ekki skipta út þeim árangri fyrir svoleiðis leik - alls ekki. En það er vonandi að áhorfendur fylli höllina og myndi góða stemningu. Þá verðum við á tánum." Hann segir að árangur Rhein-Neckar Löwen á nýliðnu tímabili hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Við vorum nálægt því að vinna bikarinn en köstuðum því frá okkur í úrslitaleiknum. Við vorum svo ekkert spes í deildinni og náðum fjórða sæti þar sem var ekki markmiðið okkar. Í Meistaradeildinni töpuðum við naumlega fyrir Kiel og við hefðum getað náð lengra þar." „En þetta var mjög skemmtileg og góð reynsla. Það var gaman að kynnast þessu og fá að spila með Guðjóni Val [Sigurðssyni] og Ólafi [Stefánssyni]. Ég hefði viljað vera lengur og spila með Róberti [Gunnarssyni]," sagði hann en Róbert gengur til liðs við Löwen nú í sumar. „En nú fer ég til Danmerkur og tek þátt í afar spennandi verkefni þar. Það er líka skemmtilegt að búa í Kaupmannahöfn og konan mín er til dæmis mjög ánægð með það. Þetta eru því blendnar tilfninningar því ég hefði gjarnan viljað spila með Íslendingunum þremur í Rhein-Neckar Löwen." Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson á von á skemmtilegum leik tveggja góðra liða þegar að Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Það er alltaf gaman að mæta Dönum. Ég hef spilað með mörgum í danska landsliðinu og er að fara að spila með mörgum þeirra," sagði Snorri Steinn sem skiptir í sumar yfir til danska liðsins AG Handbold frá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Hann viðurkennir þó að það kunni að vera erfitt að halda fullri einbeitingu enda langt og strangt tímabil að baki. „Það er ekkert óeðlilegt en landsliðið er jú landsliðið. Það er alltaf gaman að spila með því," sagði Snorri Steinn sem saknar þess að fá ekki að spila alvöru leik á 17. júní eins og verið hefur undanfarin ár. Það helgast af því að Ísland þarf ekki að taka þátt í undankeppni fyrir HM í Svíþjóð á næsta ári þar sem liðið vann til bronsverðlauna á EM í Austurríki í vetur. „Ég vildi þó alls ekki skipta út þeim árangri fyrir svoleiðis leik - alls ekki. En það er vonandi að áhorfendur fylli höllina og myndi góða stemningu. Þá verðum við á tánum." Hann segir að árangur Rhein-Neckar Löwen á nýliðnu tímabili hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Við vorum nálægt því að vinna bikarinn en köstuðum því frá okkur í úrslitaleiknum. Við vorum svo ekkert spes í deildinni og náðum fjórða sæti þar sem var ekki markmiðið okkar. Í Meistaradeildinni töpuðum við naumlega fyrir Kiel og við hefðum getað náð lengra þar." „En þetta var mjög skemmtileg og góð reynsla. Það var gaman að kynnast þessu og fá að spila með Guðjóni Val [Sigurðssyni] og Ólafi [Stefánssyni]. Ég hefði viljað vera lengur og spila með Róberti [Gunnarssyni]," sagði hann en Róbert gengur til liðs við Löwen nú í sumar. „En nú fer ég til Danmerkur og tek þátt í afar spennandi verkefni þar. Það er líka skemmtilegt að búa í Kaupmannahöfn og konan mín er til dæmis mjög ánægð með það. Þetta eru því blendnar tilfninningar því ég hefði gjarnan viljað spila með Íslendingunum þremur í Rhein-Neckar Löwen."
Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira