Launfyndin pappírsverk Ragna Sigurðardóttir skrifar 13. október 2010 07:00 Jón Laxdal Halldórsson. Myndlist *** Viðbrögð, Jón Laxdal Halldórsson Menningarmiðstöðin Gerðuberg Jón Laxdal hefur um árabil unnið verk úr prentmiðlum, áprentuðum pappír úr bókum og blöðum. Það má segja að hann reki sína eigin, prívat endurvinnslustöð en í stað þess að tætast í sundur í óskilgreindan massa öðlast sá pappír sem ratar um hendur Jóns framhaldslíf í formi listaverka. Endurvinnsla hefur tíðkast í listum lengi, í myndlistinni hófu myndlistarmenn að nota pappír og prentmiðla upp úr síðustu aldamótum, til dæmis notuðu kúbistar letur og áprentaðan pappír í verk sín upp úr 1910. Allar götur síðan hefur prentverkið birst á ýmsan máta, t.d. í klippimyndum súrrealista og myndverkum poplistamanna upp úr 1960. Jón hefur þó frá upphafi farið sína eigin leið, persónulega, lunkna og fróðlega og hefur sýnt verk sín reglulega. Nú sýnir listamaðurinn á annað hundrað smáverk í Gerðubergi í Breiðholti. Tímaritið Fálkinn sem liðið hefur undir lok er hráefnið í sýninguna. Við upphaf útgáfu þess 1928 kom fram að ekki verði fjallað um stjórnmál heldur miðlað fróðleik og skemmtun og leggur Jón út af þessum orðum í verkum sínum. Listamaðurinn setur sér þröngan ramma, en hver mynd er álíka stór og einn dálkur í blaðinu. Þær eru því allar eins í forminu og við fyrstu sýn, í augum þeirra sem ekki þekkja verk listamannsins, líklega heldur óspennandi. Eða hver nennir að rýna í svona margar, litlar, gulnaðar myndir? Jón treystir hér töluvert á áhorfandann og áhuga hans á að skoða verkin, hann ofmetur jafnvel áhuga fólks því þegar ég var að skoða sneru þeir fáu sem inn litu við svo til á þröskuldinum án þess að gefa verkunum tækifæri. Það er þó alveg óhætt að mæla með svolítið meiri forvitni og heimsókn á sýninguna. Það sem við fyrstu sýn virðist mjög einsleitt reynist búa yfir töluverðri fjölbreytni og hugkvæmni. Leikurinn með myndir, letur, sögur, fréttir og frásagnir virðist nær ótæmandi. Tímaritið Fálkinn birtist hér í töluvert umbreyttri mynd en áformin eru enn í hávegum höfð, enn er miðlað bæði fróðleik og skemmtun en nú með listrænu gildi að auki. Niðurstaða: Grámóskuleg við fyrstu sýn leyna verk Jóns Laxdal alltaf töluvert á sér. Þau eru mjög aðgengileg og þeir sem gefa sér smá tíma til að skoða verða ekki sviknir. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Myndlist *** Viðbrögð, Jón Laxdal Halldórsson Menningarmiðstöðin Gerðuberg Jón Laxdal hefur um árabil unnið verk úr prentmiðlum, áprentuðum pappír úr bókum og blöðum. Það má segja að hann reki sína eigin, prívat endurvinnslustöð en í stað þess að tætast í sundur í óskilgreindan massa öðlast sá pappír sem ratar um hendur Jóns framhaldslíf í formi listaverka. Endurvinnsla hefur tíðkast í listum lengi, í myndlistinni hófu myndlistarmenn að nota pappír og prentmiðla upp úr síðustu aldamótum, til dæmis notuðu kúbistar letur og áprentaðan pappír í verk sín upp úr 1910. Allar götur síðan hefur prentverkið birst á ýmsan máta, t.d. í klippimyndum súrrealista og myndverkum poplistamanna upp úr 1960. Jón hefur þó frá upphafi farið sína eigin leið, persónulega, lunkna og fróðlega og hefur sýnt verk sín reglulega. Nú sýnir listamaðurinn á annað hundrað smáverk í Gerðubergi í Breiðholti. Tímaritið Fálkinn sem liðið hefur undir lok er hráefnið í sýninguna. Við upphaf útgáfu þess 1928 kom fram að ekki verði fjallað um stjórnmál heldur miðlað fróðleik og skemmtun og leggur Jón út af þessum orðum í verkum sínum. Listamaðurinn setur sér þröngan ramma, en hver mynd er álíka stór og einn dálkur í blaðinu. Þær eru því allar eins í forminu og við fyrstu sýn, í augum þeirra sem ekki þekkja verk listamannsins, líklega heldur óspennandi. Eða hver nennir að rýna í svona margar, litlar, gulnaðar myndir? Jón treystir hér töluvert á áhorfandann og áhuga hans á að skoða verkin, hann ofmetur jafnvel áhuga fólks því þegar ég var að skoða sneru þeir fáu sem inn litu við svo til á þröskuldinum án þess að gefa verkunum tækifæri. Það er þó alveg óhætt að mæla með svolítið meiri forvitni og heimsókn á sýninguna. Það sem við fyrstu sýn virðist mjög einsleitt reynist búa yfir töluverðri fjölbreytni og hugkvæmni. Leikurinn með myndir, letur, sögur, fréttir og frásagnir virðist nær ótæmandi. Tímaritið Fálkinn birtist hér í töluvert umbreyttri mynd en áformin eru enn í hávegum höfð, enn er miðlað bæði fróðleik og skemmtun en nú með listrænu gildi að auki. Niðurstaða: Grámóskuleg við fyrstu sýn leyna verk Jóns Laxdal alltaf töluvert á sér. Þau eru mjög aðgengileg og þeir sem gefa sér smá tíma til að skoða verða ekki sviknir.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira