Skarð Spaugstofunnar ófyllt 18. ágúst 2010 08:00 Bundinn Gauragangi Gunnar Björn segir það ekki hafa staðið til að fara að vinna á RÚV á þessum vetri; hann sé á fullu við að gera bíómyndina Gauragang. Sigrún Stefánsdóttir segist hafa fleiri í sigtinu. „Ég er ekki að fara vinna með RÚV, allavega ekki laugardagsþáttinn. Ég er bara á fullu að gera Gauragang. Hún verður frumsýnd um jólin og ég er bundinn í þeirri vinnu þangað til,“ segir Gunnar Björn Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV, lýsti því yfir í samtali við Fréttablaðið fyrir viku að hún hefði hug á því að falast eftir kröftum Gunnars til að stjórna þætti á þeim dagskrártíma sem áður hýsti Spaugstofuna. En hún er, eins og flestum ætti að vera kunnugt um, hætt í Efstaleitinu. Einhverjar hugmyndir voru á kreiki um að fá fólkið á bak við síðasta Skaup til að koma að gerð nýs skemmtiþáttar og Gunnar kannast vel við þær pælingar. Þau hafi sett fram hugmynd um skemmtiþátt fyrir allnokkru síðan en sá hafi verið sleginn út af borðinu þar sem hann þótti of dýr. Síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst og Gunnar hefur raunar engan tíma fyrir sjónvarpsstarfið, er þrælbundinn í kvikmyndagerð sinni. Hann vildi þó ekki útiloka neitt eða loka neinum dyrum, hann væri samt sem áður ekki að taka við laugardagsþætti RÚV. Sigrún Stefánsdóttir, dagsrkárstjóri RÚV, hafði ekki heyrt af afsvari Gunnars þegar Fréttablaðið hafði samband við hana. „Ég hefði mjög gjarnan viljað vinna með honum, hann stóð sig vel í tengslum við áramótaskaupið og er af þeirri kynslóð sem við þurfum að einblína á. En það er til mikið af hæfileikaríku fólki og ég er með fleiri í sigtinu,“ segir Sigrún.-fgg Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
„Ég er ekki að fara vinna með RÚV, allavega ekki laugardagsþáttinn. Ég er bara á fullu að gera Gauragang. Hún verður frumsýnd um jólin og ég er bundinn í þeirri vinnu þangað til,“ segir Gunnar Björn Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV, lýsti því yfir í samtali við Fréttablaðið fyrir viku að hún hefði hug á því að falast eftir kröftum Gunnars til að stjórna þætti á þeim dagskrártíma sem áður hýsti Spaugstofuna. En hún er, eins og flestum ætti að vera kunnugt um, hætt í Efstaleitinu. Einhverjar hugmyndir voru á kreiki um að fá fólkið á bak við síðasta Skaup til að koma að gerð nýs skemmtiþáttar og Gunnar kannast vel við þær pælingar. Þau hafi sett fram hugmynd um skemmtiþátt fyrir allnokkru síðan en sá hafi verið sleginn út af borðinu þar sem hann þótti of dýr. Síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst og Gunnar hefur raunar engan tíma fyrir sjónvarpsstarfið, er þrælbundinn í kvikmyndagerð sinni. Hann vildi þó ekki útiloka neitt eða loka neinum dyrum, hann væri samt sem áður ekki að taka við laugardagsþætti RÚV. Sigrún Stefánsdóttir, dagsrkárstjóri RÚV, hafði ekki heyrt af afsvari Gunnars þegar Fréttablaðið hafði samband við hana. „Ég hefði mjög gjarnan viljað vinna með honum, hann stóð sig vel í tengslum við áramótaskaupið og er af þeirri kynslóð sem við þurfum að einblína á. En það er til mikið af hæfileikaríku fólki og ég er með fleiri í sigtinu,“ segir Sigrún.-fgg
Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira