Ólafur Þ. Stephensen : Samstaða um siðbót? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. maí 2010 06:00 Stjórnmálaflokkarnir eru í kreppu eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Það sýna skoðanakannanir, sem birtar voru fyrir síðustu helgi. Í Þjóðarpúlsi Gallup, þar sem fylgi flokkanna á landsvísu var kannað, kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hafði sótt í sig veðrið í skoðanakönnunum, tekur skarpa dýfu. Vinstri græn eru orðin sá flokkur sem nýtur mests fylgis, ásamt Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu könnun þar á undan, en Samfylkingin talsvert minni en samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn og mikið undir kjörfylginu í síðustu kosningum. Fylgi Hreyfingarinnar, Frjálslyndra og Borgarahreyfingarinnar mælist sáralítið. Í könnunum Gallup og Fréttablaðsins á fylgi flokka, sem bjóða fram til borgarstjórnar í Reykjavík, kom fram að Bezti flokkurinn er orðinn næststærstur í borgarstjórn og gæti náð inn fjórum fulltrúum. Allt hlýtur þetta að vera mikið umhugsunarefni fyrir flokkana. Á landsvísu liggur straumurinn til VG, sem er sá stjórnmálaflokkanna sem er sízt tengdur við umfjöllun rannsóknarnefndarinnar um spillingu, vanhæfni og klúður, enda hafði hann ekki setið í ríkisstjórn fyrir hrun. Í borginni er hins vegar annar kostur í boði, grínframboð sem fær nærri fjórðung atkvæða. Þar fær VG tíu prósentustigum minna fylgi en á landsvísu, sem gefur vísbendingu um að óánægja kjósenda beinist ekki aðeins að flokkunum, sem hafa setið í ríkisstjórn undanfarin ár, heldur flokkakerfinu eins og það leggur sig. Ekki er víst að Jón Gnarr og félagar fái endilega fjórðungsfylgi í kosningunum, en hitt er víst að með því að nefna þá senda kjósendur gömlu flokkunum tóninn. Nú er flokkakerfið sem slíkt ekki endilega úrelt og ónýtt. Gömlu fjórflokkarnir endurspegla ennþá hið pólitíska litróf, frá vinstri til hægri. Það eru vinnubrögðin, sem hafa fengið áfellisdóm. Forystumenn flokkanna hljóta að spyrja hvernig þeir geti öðlazt traust kjósenda á ný. Þær afsagnir og afsökunarbeiðnir, sem þegar hafa komið fram í kjölfar rannsóknarskýrslunnar, virðast duga skammt. Hugsanlega myndi það hjálpa ef fleiri stjórnmálamenn sem hafa þegið styrki frá stórfyrirtækjum eða verið tengdir við umdeilda viðskiptagerninga, tækju pokann sinn eða færu í frí. Og sjálfsagt myndi það líka hjálpa að embættismenn, sem tengjast flokkunum nánum böndum, gerðu hreint fyrir sínum dyrum. Aðalatriðið er þó að flokkarnir, allir í sameiningu, ráðist í siðvæðingarátak í íslenzkri pólitík. Grunnur hefur þegar verið lagður að gegnsæi í fjármálum flokkanna. Nú er eftir að taka til endurskoðunar vinnubrögðin í pólitíkinni og stjórnkerfinu í heild sinni. Flokkarnir þurfa að verða sammála um að fækka ráðuneytum og ráðherrum, efla fagmennsku í ráðuneytunum og afnema pólitískar ráðningar. Þeir þurfa að breyta vinnubrögðunum og umræðuvenjunum á Alþingi og styrkja stöðu þess gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þeir eiga sömuleiðis að styrkja stöðu og sjálfstæði dómstólanna. Í þessu stóra verkefni má enginn flokkanna við því að skerast úr leik. Nú er ekki tíminn til að velta af gömlum vana ofan í pólitíska skotgröf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Stjórnmálaflokkarnir eru í kreppu eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Það sýna skoðanakannanir, sem birtar voru fyrir síðustu helgi. Í Þjóðarpúlsi Gallup, þar sem fylgi flokkanna á landsvísu var kannað, kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hafði sótt í sig veðrið í skoðanakönnunum, tekur skarpa dýfu. Vinstri græn eru orðin sá flokkur sem nýtur mests fylgis, ásamt Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu könnun þar á undan, en Samfylkingin talsvert minni en samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn og mikið undir kjörfylginu í síðustu kosningum. Fylgi Hreyfingarinnar, Frjálslyndra og Borgarahreyfingarinnar mælist sáralítið. Í könnunum Gallup og Fréttablaðsins á fylgi flokka, sem bjóða fram til borgarstjórnar í Reykjavík, kom fram að Bezti flokkurinn er orðinn næststærstur í borgarstjórn og gæti náð inn fjórum fulltrúum. Allt hlýtur þetta að vera mikið umhugsunarefni fyrir flokkana. Á landsvísu liggur straumurinn til VG, sem er sá stjórnmálaflokkanna sem er sízt tengdur við umfjöllun rannsóknarnefndarinnar um spillingu, vanhæfni og klúður, enda hafði hann ekki setið í ríkisstjórn fyrir hrun. Í borginni er hins vegar annar kostur í boði, grínframboð sem fær nærri fjórðung atkvæða. Þar fær VG tíu prósentustigum minna fylgi en á landsvísu, sem gefur vísbendingu um að óánægja kjósenda beinist ekki aðeins að flokkunum, sem hafa setið í ríkisstjórn undanfarin ár, heldur flokkakerfinu eins og það leggur sig. Ekki er víst að Jón Gnarr og félagar fái endilega fjórðungsfylgi í kosningunum, en hitt er víst að með því að nefna þá senda kjósendur gömlu flokkunum tóninn. Nú er flokkakerfið sem slíkt ekki endilega úrelt og ónýtt. Gömlu fjórflokkarnir endurspegla ennþá hið pólitíska litróf, frá vinstri til hægri. Það eru vinnubrögðin, sem hafa fengið áfellisdóm. Forystumenn flokkanna hljóta að spyrja hvernig þeir geti öðlazt traust kjósenda á ný. Þær afsagnir og afsökunarbeiðnir, sem þegar hafa komið fram í kjölfar rannsóknarskýrslunnar, virðast duga skammt. Hugsanlega myndi það hjálpa ef fleiri stjórnmálamenn sem hafa þegið styrki frá stórfyrirtækjum eða verið tengdir við umdeilda viðskiptagerninga, tækju pokann sinn eða færu í frí. Og sjálfsagt myndi það líka hjálpa að embættismenn, sem tengjast flokkunum nánum böndum, gerðu hreint fyrir sínum dyrum. Aðalatriðið er þó að flokkarnir, allir í sameiningu, ráðist í siðvæðingarátak í íslenzkri pólitík. Grunnur hefur þegar verið lagður að gegnsæi í fjármálum flokkanna. Nú er eftir að taka til endurskoðunar vinnubrögðin í pólitíkinni og stjórnkerfinu í heild sinni. Flokkarnir þurfa að verða sammála um að fækka ráðuneytum og ráðherrum, efla fagmennsku í ráðuneytunum og afnema pólitískar ráðningar. Þeir þurfa að breyta vinnubrögðunum og umræðuvenjunum á Alþingi og styrkja stöðu þess gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þeir eiga sömuleiðis að styrkja stöðu og sjálfstæði dómstólanna. Í þessu stóra verkefni má enginn flokkanna við því að skerast úr leik. Nú er ekki tíminn til að velta af gömlum vana ofan í pólitíska skotgröf.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun