Fábreytni í nafni fjölbreytni? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. desember 2010 06:30 Í drögum að breytingum á lögum um náttúruvernd, sem umhverfisráðherra hefur lagt fram til kynningar, eru lagðar til miklar og strangar takmarkanir meðal annars á skógrækt og landgræðslu. Það má raunar fremur lesa það á milli línanna en að það sé sagt beinum orðum, en tillögurnar gera ráð fyrir að öll notkun erlendra trjá- og plöntutegunda við skógrækt og landgræðslu verði háð ströngum skilyrðum og mikilli skriffinnsku og umhverfisráðherra geti lagt við henni blátt bann. Skilgreiningarnar í frumvarpinu lúta að því að skilgreina allar tegundir, sem menn hafa flutt til landsins, sem annars flokks. Þannig eru lífverur sem koma náttúrulega fyrir í vistkerfum landsins skilgreindar sem „lífverur sem hér voru til staðar við landnám og lífverur sem síðan hafa borist til landsins af eigin rammleik og haslað sér völl í lífríki þess án íhlutunar manna". Í tilviki plantnanna er miðað við útgáfu Flóru Íslands frá 1948, þ.e. áður en innflutningur margvíslegra erlendra plöntutegunda hófst að ráði. Þetta bendir til að frumvarpshöfundar vilji helzt hafa gróðurfar á Íslandi eins og það var fyrir sextíu árum. Ekki virðist heldur mikið gert úr því þrotlausa starfi sem skógræktarfélögin hafa unnið áratugum saman, mikið til með erlendum trjátegundum, sem hafa stórbætt land- og lífsgæði á Íslandi. Þannig segir í frumvarpinu: „Land sem er þaulræktað, svo sem tún, akrar eða skógræktarsvæði sem í hefur verið plantað framandi trjátegundum, telst ekki náttúrulegt." Skógrækt ríkisins, ein af undirstofnunum umhverfisráðuneytisins, lízt augljóslega ekki á tillögurnar og spyr á heimasíðu sinni hvort menn vilji banna skógrækt. Þar er skógræktarfólk hvatt til að kynna sér frumvarpsdrögin og segja sitt álit. Stöð 2 sagði frá málinu í gær og ræddi við Aðalstein Sigurgeirsson, forstöðumann Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Aðalsteinn segir „ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum" ráða för við frumvarpssmíðina og úr drögunum megi lesa að þar séu „mikil öfgasjónarmið" ríkjandi. Þetta er kannski djúpt í árinni tekið, en svo mikið er víst að hér eru á ferð róttæk sjónarmið, í bókstaflegri merkingu þess orðs. Við frumvarpssmíðina virðist hafa verið tekin afstaða gegn því mikla og merkilega átaki, sem gert hefur verið í landgræðslu og skógrækt undanfarna áratugi, meðal annars með því að finna erlendar trjá- og plöntutegundir sem henta vel íslenzkum aðstæðum. Þessar hugmyndir eru af sama toga og ofsóknirnar gegn hinni frábæru landgræðslujurt, lúpínunni, sem umhverfisráðherra beitir sér nú fyrir. Undarlegast af öllu er að þessar tillögur skuli settar fram í nafni líffræðilegar fjölbreytni, því að ef þær ná fram að ganga munu þær augljóslega valda meiri fábreytni í flóru Íslands. Það er full ástæða fyrir hinn stóra hóp landgræðslu- og skógræktarfólks, sem vill lífríki Íslands vel, til að láta í sér heyra vegna þessara hugmynda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Í drögum að breytingum á lögum um náttúruvernd, sem umhverfisráðherra hefur lagt fram til kynningar, eru lagðar til miklar og strangar takmarkanir meðal annars á skógrækt og landgræðslu. Það má raunar fremur lesa það á milli línanna en að það sé sagt beinum orðum, en tillögurnar gera ráð fyrir að öll notkun erlendra trjá- og plöntutegunda við skógrækt og landgræðslu verði háð ströngum skilyrðum og mikilli skriffinnsku og umhverfisráðherra geti lagt við henni blátt bann. Skilgreiningarnar í frumvarpinu lúta að því að skilgreina allar tegundir, sem menn hafa flutt til landsins, sem annars flokks. Þannig eru lífverur sem koma náttúrulega fyrir í vistkerfum landsins skilgreindar sem „lífverur sem hér voru til staðar við landnám og lífverur sem síðan hafa borist til landsins af eigin rammleik og haslað sér völl í lífríki þess án íhlutunar manna". Í tilviki plantnanna er miðað við útgáfu Flóru Íslands frá 1948, þ.e. áður en innflutningur margvíslegra erlendra plöntutegunda hófst að ráði. Þetta bendir til að frumvarpshöfundar vilji helzt hafa gróðurfar á Íslandi eins og það var fyrir sextíu árum. Ekki virðist heldur mikið gert úr því þrotlausa starfi sem skógræktarfélögin hafa unnið áratugum saman, mikið til með erlendum trjátegundum, sem hafa stórbætt land- og lífsgæði á Íslandi. Þannig segir í frumvarpinu: „Land sem er þaulræktað, svo sem tún, akrar eða skógræktarsvæði sem í hefur verið plantað framandi trjátegundum, telst ekki náttúrulegt." Skógrækt ríkisins, ein af undirstofnunum umhverfisráðuneytisins, lízt augljóslega ekki á tillögurnar og spyr á heimasíðu sinni hvort menn vilji banna skógrækt. Þar er skógræktarfólk hvatt til að kynna sér frumvarpsdrögin og segja sitt álit. Stöð 2 sagði frá málinu í gær og ræddi við Aðalstein Sigurgeirsson, forstöðumann Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Aðalsteinn segir „ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum" ráða för við frumvarpssmíðina og úr drögunum megi lesa að þar séu „mikil öfgasjónarmið" ríkjandi. Þetta er kannski djúpt í árinni tekið, en svo mikið er víst að hér eru á ferð róttæk sjónarmið, í bókstaflegri merkingu þess orðs. Við frumvarpssmíðina virðist hafa verið tekin afstaða gegn því mikla og merkilega átaki, sem gert hefur verið í landgræðslu og skógrækt undanfarna áratugi, meðal annars með því að finna erlendar trjá- og plöntutegundir sem henta vel íslenzkum aðstæðum. Þessar hugmyndir eru af sama toga og ofsóknirnar gegn hinni frábæru landgræðslujurt, lúpínunni, sem umhverfisráðherra beitir sér nú fyrir. Undarlegast af öllu er að þessar tillögur skuli settar fram í nafni líffræðilegar fjölbreytni, því að ef þær ná fram að ganga munu þær augljóslega valda meiri fábreytni í flóru Íslands. Það er full ástæða fyrir hinn stóra hóp landgræðslu- og skógræktarfólks, sem vill lífríki Íslands vel, til að láta í sér heyra vegna þessara hugmynda.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun