Spádómsdýr á stórmótum Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 13. júlí 2010 00:01 Stjarna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, að minnsta kosti utan vallar, voru ekkert bölvuðu vuvuzela-lúðrarnir eftir allt saman. Þeir féllu algjörlega í skuggann af kolkrabbanum Páli, sem hefur verið daglegur gestur í fjölmiðlum víða um heiminn síðustu vikurnar, eftir því sem leið á mótið. Umræður færðust frá því hversu ótrúlega óþolandi lúðrarnir væru yfir í yfirnáttúrulega spádómsgáfu kolkrabbans. Ekki er víst öll vitleysan eins. Trú á alls kyns spámiðla og spádóma heyrir greinilega ekki til fortíðinni þar sem því sem Páll blessaður sagði var tekið sem óhagganlegum staðreyndum af hinum ýmsu knattspyrnuáhugamönnum og áhugasömum fjárhættuspilurum. Þeir sem treystu á Palla græddu líka helling, hann brást aldrei. Kolkrabbinn Páll hefur nú ákveðið að hætta að spá fyrir um úrslit leikja. Hvernig hann tók þessa ákvörðun, og hvernig hann kom henni á framfæri við umheiminn, er ekki vitað en svona voru fréttirnar nú orðaðar. Forsvarsmenn dýragarðsins tilkynntu sem sagt að hann muni ekki spá meira um ævina, heldur fara aftur í sitt hefðbundna hlutverk sem dýragarðsmeðlimur - að gleðja börn. Þeim láðist hins vegar að minnast á það í sínum barnvænu hugsunum að kolkrabbar eins og Páll lifa yfirleitt ekki mikið lengur en til tveggja ára, en hann hefur einmitt náð þessum aldri og nokkrum mánuðum betur. Hann verður því einfaldlega að öllum líkindum dauður þegar að næsta stórmóti karlalandsliðs Þýskalands kemur. Þá opnast gluggi fyrir öll hins spádómsdýrin í heiminum. Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu verður haldið í heimalandi Páls á næsta ári og við Íslendingar eigum möguleika á því að koma liði að þar, í fyrsta sinn. Það liggur náttúrulega beinast við í öllum okkar landkynningarhugleiðingum að við finnum okkar eigið dýr til að spá fyrir um úrslit stelpnanna okkar. Húsdýragarðurinn hlýtur að búa yfir einhverjum dýrum sem gætu verið þessum gáfum gædd. Við þyrftum samt að gera eitthvað öðruvísi en Þjóðverjarnir og sjávardýrin eru líklega úr leik. Þá liggur náttúrulega beinast við að fá annaðhvort sauðkind eða landnámshænu í verkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Stjarna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, að minnsta kosti utan vallar, voru ekkert bölvuðu vuvuzela-lúðrarnir eftir allt saman. Þeir féllu algjörlega í skuggann af kolkrabbanum Páli, sem hefur verið daglegur gestur í fjölmiðlum víða um heiminn síðustu vikurnar, eftir því sem leið á mótið. Umræður færðust frá því hversu ótrúlega óþolandi lúðrarnir væru yfir í yfirnáttúrulega spádómsgáfu kolkrabbans. Ekki er víst öll vitleysan eins. Trú á alls kyns spámiðla og spádóma heyrir greinilega ekki til fortíðinni þar sem því sem Páll blessaður sagði var tekið sem óhagganlegum staðreyndum af hinum ýmsu knattspyrnuáhugamönnum og áhugasömum fjárhættuspilurum. Þeir sem treystu á Palla græddu líka helling, hann brást aldrei. Kolkrabbinn Páll hefur nú ákveðið að hætta að spá fyrir um úrslit leikja. Hvernig hann tók þessa ákvörðun, og hvernig hann kom henni á framfæri við umheiminn, er ekki vitað en svona voru fréttirnar nú orðaðar. Forsvarsmenn dýragarðsins tilkynntu sem sagt að hann muni ekki spá meira um ævina, heldur fara aftur í sitt hefðbundna hlutverk sem dýragarðsmeðlimur - að gleðja börn. Þeim láðist hins vegar að minnast á það í sínum barnvænu hugsunum að kolkrabbar eins og Páll lifa yfirleitt ekki mikið lengur en til tveggja ára, en hann hefur einmitt náð þessum aldri og nokkrum mánuðum betur. Hann verður því einfaldlega að öllum líkindum dauður þegar að næsta stórmóti karlalandsliðs Þýskalands kemur. Þá opnast gluggi fyrir öll hins spádómsdýrin í heiminum. Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu verður haldið í heimalandi Páls á næsta ári og við Íslendingar eigum möguleika á því að koma liði að þar, í fyrsta sinn. Það liggur náttúrulega beinast við í öllum okkar landkynningarhugleiðingum að við finnum okkar eigið dýr til að spá fyrir um úrslit stelpnanna okkar. Húsdýragarðurinn hlýtur að búa yfir einhverjum dýrum sem gætu verið þessum gáfum gædd. Við þyrftum samt að gera eitthvað öðruvísi en Þjóðverjarnir og sjávardýrin eru líklega úr leik. Þá liggur náttúrulega beinast við að fá annaðhvort sauðkind eða landnámshænu í verkið.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun