Ráðherrann og aðstoðarmaðurinn Brynjar Níelsson skrifar 22. desember 2010 06:00 Dómsmálaráðuneytið er fagráðuneyti sem alltaf hefur haft talsverða sérstöðu vegna þess að málefni lögreglu, ákæruvalds og dómstóla heyra undir það. Því hefur verið talið æskilegt að starfi dómsmálaráðherra gegni maður sem skilning og þekkingu hefur á helstu málaflokkum sem undir hann heyra. Ef því verður ekki við komið er mjög mikilvægt að hinn pólitíski aðstoðarmaður ráðherra hafi þekkingu á þessum málaflokkum. Nú um stundir er hvorugu að heilsa. Fljótlega þegar þessir nýju pólitísku herrar tóku við dómsmálaráðuneytinu var boðað til samráðsfundar á vegum ráðuneytisins um nauðgunarmál. Fulltrúum lögreglu, ákæruvalds, dómstóla, Hæstaréttar, Lögmannafélagsins og ýmissa baráttu- og þrýstihópa fyrir fleiri sakfellingum og þyngri refsingum í þessum málaflokki var boðið til samráðsfundarins. Þegar formaður Lögmannafélagsins sá dagskrá fundarins treysti hann sér ekki til að mæta enda var hún uppfull af röngum og villandi staðhæfingum að hætti framangreindra baráttu- og þrýstihópa. Í kjölfar samráðsfundarins ritaði dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans makalausa grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember sl. Þar segir að árið 2009 hafi 233 nauðgunarmál komið á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu hafi hins vegar aðeins borist 65 kærur, 42 þeirra farið áfram til ríkissaksóknara, sem hafi ákært í 14 og af þeim hafi verið sakfellt í 8 málum. Í niðurlagi greinarinnar segir síðan: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi? Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei." Hvað eiga ráðherrann og aðstoðarmaðurinn við? Er verið að krefjast þess að ákært og sakfellt verði í fleiri málum þótt sönnun um brot sé ekki fyrir hendi og þar með stuðlað að því að saklausir menn sæti refsivist? Er það framlag dóms- og mannréttindaráðherrans og aðstoðarmannsins til að treysta undirstöður réttarríkisins? Greinin ber með sér að slíkar hugmyndir séu uppi enda hafa báðir bréfritarar í sinni pólitísku baráttu talið að of miklar sönnunarkröfur séu gerðar í þessum málaflokki. Hafa meðal annars komið fram fullyrðingar hjá aðstoðarmanninum um að konum sé ekki trúað í dómskerfinu, ábyrgðinni sé varpað af geranda yfir á þolanda og að réttarvörslukerfið byggi ekki á andlegum afleiðingum nauðgana og þurfi því endurmenntunar við. Allt eru þetta rangar fullyrðingar eins og allir vita sem starfa við meðferð þessara mála hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Grein ráðherrans og aðstoðarmannsins gefur mjög villandi mynd af stöðu nauðgunarmála hér á landi. Af henni má ætla að lögregla og ákæruvald hafi aðeins tekið hluta af þeim til rannsóknar og meðferðar vegna sinnuleysis eða að meðferð þessara mála í dómskerfinu sé ábótavant. Það eru ýmsar skýringar á því að þessar 230 nauðgunartilkynningar berast ekki allar til lögreglu. Í fyrsta lagi eru sumar tilkynningar þar sem brotaþoli veit ekki í raun hvað gerðist eða lýsingar með þeim hætti að ekki er um brot að ræða. Í öðru lagi er gerandinn óþekktur og engin lýsing til á honum. Í þriðja lagi er ekki vilji til að kæra, sem gerir lögreglu erfitt um vik því sönnunarfærslan byggist á framburði þolandans. Þessar skýringar eru ráðherranum og aðstoðarmanninum kunnugar en þeir láta vera að minnast á þær í grein sinni. Tölfræðin er því ekki marktæk en er engu að síður notuð til að villa um fyrir lesandanum. Ég held að ráðherrann og aðstoðarmaðurinn ættu að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum standi á því að tilkynntar eru 230 nauðganir, sem eru hlutfallslega margfalt fleiri en í nágrannalöndum okkar. Kann skýringin að vera sú að Stígamót og sambærileg samtök miði við rýmri skilgreiningar á nauðgunarhugtakinu í tilkynningum sínum? Eða getur verið að allir þessir pólitísku baráttu- og þrýstihópar hafi hag af því að blása vandann upp í því skyni að ná pólitískri vígstöðu og fjármagni frá hinu opinbera og einkaaðilum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið er fagráðuneyti sem alltaf hefur haft talsverða sérstöðu vegna þess að málefni lögreglu, ákæruvalds og dómstóla heyra undir það. Því hefur verið talið æskilegt að starfi dómsmálaráðherra gegni maður sem skilning og þekkingu hefur á helstu málaflokkum sem undir hann heyra. Ef því verður ekki við komið er mjög mikilvægt að hinn pólitíski aðstoðarmaður ráðherra hafi þekkingu á þessum málaflokkum. Nú um stundir er hvorugu að heilsa. Fljótlega þegar þessir nýju pólitísku herrar tóku við dómsmálaráðuneytinu var boðað til samráðsfundar á vegum ráðuneytisins um nauðgunarmál. Fulltrúum lögreglu, ákæruvalds, dómstóla, Hæstaréttar, Lögmannafélagsins og ýmissa baráttu- og þrýstihópa fyrir fleiri sakfellingum og þyngri refsingum í þessum málaflokki var boðið til samráðsfundarins. Þegar formaður Lögmannafélagsins sá dagskrá fundarins treysti hann sér ekki til að mæta enda var hún uppfull af röngum og villandi staðhæfingum að hætti framangreindra baráttu- og þrýstihópa. Í kjölfar samráðsfundarins ritaði dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans makalausa grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember sl. Þar segir að árið 2009 hafi 233 nauðgunarmál komið á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu hafi hins vegar aðeins borist 65 kærur, 42 þeirra farið áfram til ríkissaksóknara, sem hafi ákært í 14 og af þeim hafi verið sakfellt í 8 málum. Í niðurlagi greinarinnar segir síðan: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi? Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei." Hvað eiga ráðherrann og aðstoðarmaðurinn við? Er verið að krefjast þess að ákært og sakfellt verði í fleiri málum þótt sönnun um brot sé ekki fyrir hendi og þar með stuðlað að því að saklausir menn sæti refsivist? Er það framlag dóms- og mannréttindaráðherrans og aðstoðarmannsins til að treysta undirstöður réttarríkisins? Greinin ber með sér að slíkar hugmyndir séu uppi enda hafa báðir bréfritarar í sinni pólitísku baráttu talið að of miklar sönnunarkröfur séu gerðar í þessum málaflokki. Hafa meðal annars komið fram fullyrðingar hjá aðstoðarmanninum um að konum sé ekki trúað í dómskerfinu, ábyrgðinni sé varpað af geranda yfir á þolanda og að réttarvörslukerfið byggi ekki á andlegum afleiðingum nauðgana og þurfi því endurmenntunar við. Allt eru þetta rangar fullyrðingar eins og allir vita sem starfa við meðferð þessara mála hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Grein ráðherrans og aðstoðarmannsins gefur mjög villandi mynd af stöðu nauðgunarmála hér á landi. Af henni má ætla að lögregla og ákæruvald hafi aðeins tekið hluta af þeim til rannsóknar og meðferðar vegna sinnuleysis eða að meðferð þessara mála í dómskerfinu sé ábótavant. Það eru ýmsar skýringar á því að þessar 230 nauðgunartilkynningar berast ekki allar til lögreglu. Í fyrsta lagi eru sumar tilkynningar þar sem brotaþoli veit ekki í raun hvað gerðist eða lýsingar með þeim hætti að ekki er um brot að ræða. Í öðru lagi er gerandinn óþekktur og engin lýsing til á honum. Í þriðja lagi er ekki vilji til að kæra, sem gerir lögreglu erfitt um vik því sönnunarfærslan byggist á framburði þolandans. Þessar skýringar eru ráðherranum og aðstoðarmanninum kunnugar en þeir láta vera að minnast á þær í grein sinni. Tölfræðin er því ekki marktæk en er engu að síður notuð til að villa um fyrir lesandanum. Ég held að ráðherrann og aðstoðarmaðurinn ættu að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum standi á því að tilkynntar eru 230 nauðganir, sem eru hlutfallslega margfalt fleiri en í nágrannalöndum okkar. Kann skýringin að vera sú að Stígamót og sambærileg samtök miði við rýmri skilgreiningar á nauðgunarhugtakinu í tilkynningum sínum? Eða getur verið að allir þessir pólitísku baráttu- og þrýstihópar hafi hag af því að blása vandann upp í því skyni að ná pólitískri vígstöðu og fjármagni frá hinu opinbera og einkaaðilum?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun