Þorsteinn Pálsson: Pólitíska kreppan 15. maí 2010 06:00 Hvers vegna neituðu Bretar og Hollendingar að ræða við íslensk stjórnvöld nema stjórnarandstaðan væri með? Hvers vegna kallaði forseti ASÍ eftir þátttöku stjórnarandstöðunnar þegar aðilar vinnumarkaðarins vildu samtöl við ríkisstjórnina? Í fljótu bragði má ætla að kröfur sem þessar bendi til að stjórnarandstaðan beri höfuð og herðar yfir réttkjörin stjórnvöld. Önnur skýring gæti þó verið jafn sennileg. Hún er sú að hér ríki pólitísk kreppa og engin málefnalega virk ríkisstjórn finnist til að ræða við. Við þetta vakna tvær spurningar. Sú fyrri er: Um hvað snýst málefnaágreiningurinn sem lamar landsstjórnina? Sú seinni er: Má leysa hann? Með hæfilegri einföldun má leita svara með því að líta á samstarfsáætlunina við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og fimm önnur kjarnaatriði. Samstarfsáætlunin er undirstaða efnahagsendurreisnarinnar. Hluti þingmanna VG er andvígur henni í heild. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa því ekki meirihluta í eigin þingliði fyrir þeim málefnaþætti efnahagsendurreisnarinnar sem allt annað byggir á. Hluti Framsóknarflokksins undir forystu formannsins fylgir minnihluta VG í þessu efni. Málefnalega hefur hann því staðsett sig til hliðar við raunveruleikann um stund. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sömdu við sjóðinn um áætlunina. Þessir tveir flokkar ættu því að geta átt málefnalega samleið um að koma henni í framkvæmd. Önnur mál hindra hins vegar samstarf þessara flokka. Kjarnaatriðin Endurreisn á grundvelli samstarfsáætlunar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn snýst einkum um fimm kjarnaatriði til viðbótar: 1) Jöfnuð í ríkisfjármálum á þremur árum: Vinstri armur VG hafnar því. Samstaða milli stjórnarflokkanna getur því einungis náðst um allsendis ófullnægjandi aðgerðir. Meiri líkur eru á að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur gætu náð saman um það sem þarf. 2) Endurreisn viðskiptabankanna: Hér er enginn ágreiningur hvorki innan ríkisstjórnarflokkanna né við stjórnarandstöðuna. 3) Orkunýtingu: Útilokað er að stjórnarflokkarnir nái saman um það sem þarf að lágmarki að gerast í nýrri verðmætasköpun vegna andstöðu VG og hluta Samfylkingar. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn eiga möguleika á að ná þar saman. 4) Sjávarútvegsstefnu: Hér eru ríkisstjórnarflokkarnir algjörlega sammála um grundvallarbreytingar sem draga munu úr þjóðhagslegri hagkvæmni fiskveiða og vinna gegn endurreisn efnahagslífsins. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn geta með hvorugum stjórnarflokkanna unnið á þeim grunni. 5) Samkeppnishæfa mynt: Það merkir evru með aðild að Evrópusambandinu: Hér er djúpstæður ágreiningur. VG er á móti. Samfylkingin er fylgjandi en gæti eins fórnað málinu fyrir samstarfið við VG. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mótað framtíðarstefnu í peninga- og gjaldmiðilsmálum og innan hans eru mismunandi skoðanir á Evrópusambandsaðild. Í Framsóknarflokknum eru líka mismunandi skoðanir þó að flokkurinn sé formlega fylgjandi aðild. Engir tveir eða þrír flokkar geta því myndað meirihluta um þetta lykilmál eins og sakir standa. Lág laun með gjaldeyrishöftum eru því eina framtíðarsýnin á samkeppnishæfni Íslands sem stjórnmálin bjóða. Engin útgönguleið í sjónmáli. Að þessu virtu kemur í ljós að stjórnarflokkarnir hafa aðeins starfhæfan málefnameirihluta um tvö málefnasvið af þeim sex sem hér eru talin. Í Því sambandi verður aukheldur að hafa í huga að sameiginleg stefna þeirra í sjávarútvegsmálum gengur gegn markmiðum samstarfsáætlunarinnar um þjóðhagslega hagkvæmni. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking gætu átt samleið um fjögur af þessum sex málefnasviðum. Ef líta má á andstöðu hluta Framsóknarflokks við samstarfsáætlunina sem stundar leikaraskap gæti flokkurinn átt samstarf við Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk um fjögur til fimm atriði. Eins og sakir standa eru því engar pólitískar forsendur fyrir nauðsynlegri málefnasamstöðu um endurreisnina. Sá flokkur sem skemmst vill ganga hefur málefnaleg undirtök í stjórnarsamstarfinu og ræður för. Ný nálgun Samfylkingar í sjávarútvegsmálum og ný nálgun Sjálfstæðisflokksins í peningamálum og Evrópumálum væru rökréttir leikir til að opna þessa lokuðu stöðu. Þeir sýnast hins vegar ekki vera í vændum. Kosningar breyta engu ef málefnastaðan er föst. Verst er að kreppan heldur áfram að dýpka ef enginn hreyfir málefnastöðuna. Þegar dregur úr umræðum um hrunskýrsluna fara menn að kalla eftir ábyrgð á pólitísku kreppunni. Samfylkingin fórnar stærri málefnum fyrir ráðherrastóla en VG. Fyrir þá sök brennur eldurinn fremur á henni. Hins vegar hitnar tæplega að ráði undir Samfylkingunni í þessum skilningi fyrr en stjórnarandstöðuflokkarnir báðir eða annar hvor tefla fram raunhæfum kostum um aðra möguleika eða breiðara samstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Hvers vegna neituðu Bretar og Hollendingar að ræða við íslensk stjórnvöld nema stjórnarandstaðan væri með? Hvers vegna kallaði forseti ASÍ eftir þátttöku stjórnarandstöðunnar þegar aðilar vinnumarkaðarins vildu samtöl við ríkisstjórnina? Í fljótu bragði má ætla að kröfur sem þessar bendi til að stjórnarandstaðan beri höfuð og herðar yfir réttkjörin stjórnvöld. Önnur skýring gæti þó verið jafn sennileg. Hún er sú að hér ríki pólitísk kreppa og engin málefnalega virk ríkisstjórn finnist til að ræða við. Við þetta vakna tvær spurningar. Sú fyrri er: Um hvað snýst málefnaágreiningurinn sem lamar landsstjórnina? Sú seinni er: Má leysa hann? Með hæfilegri einföldun má leita svara með því að líta á samstarfsáætlunina við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og fimm önnur kjarnaatriði. Samstarfsáætlunin er undirstaða efnahagsendurreisnarinnar. Hluti þingmanna VG er andvígur henni í heild. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa því ekki meirihluta í eigin þingliði fyrir þeim málefnaþætti efnahagsendurreisnarinnar sem allt annað byggir á. Hluti Framsóknarflokksins undir forystu formannsins fylgir minnihluta VG í þessu efni. Málefnalega hefur hann því staðsett sig til hliðar við raunveruleikann um stund. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sömdu við sjóðinn um áætlunina. Þessir tveir flokkar ættu því að geta átt málefnalega samleið um að koma henni í framkvæmd. Önnur mál hindra hins vegar samstarf þessara flokka. Kjarnaatriðin Endurreisn á grundvelli samstarfsáætlunar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn snýst einkum um fimm kjarnaatriði til viðbótar: 1) Jöfnuð í ríkisfjármálum á þremur árum: Vinstri armur VG hafnar því. Samstaða milli stjórnarflokkanna getur því einungis náðst um allsendis ófullnægjandi aðgerðir. Meiri líkur eru á að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur gætu náð saman um það sem þarf. 2) Endurreisn viðskiptabankanna: Hér er enginn ágreiningur hvorki innan ríkisstjórnarflokkanna né við stjórnarandstöðuna. 3) Orkunýtingu: Útilokað er að stjórnarflokkarnir nái saman um það sem þarf að lágmarki að gerast í nýrri verðmætasköpun vegna andstöðu VG og hluta Samfylkingar. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn eiga möguleika á að ná þar saman. 4) Sjávarútvegsstefnu: Hér eru ríkisstjórnarflokkarnir algjörlega sammála um grundvallarbreytingar sem draga munu úr þjóðhagslegri hagkvæmni fiskveiða og vinna gegn endurreisn efnahagslífsins. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn geta með hvorugum stjórnarflokkanna unnið á þeim grunni. 5) Samkeppnishæfa mynt: Það merkir evru með aðild að Evrópusambandinu: Hér er djúpstæður ágreiningur. VG er á móti. Samfylkingin er fylgjandi en gæti eins fórnað málinu fyrir samstarfið við VG. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mótað framtíðarstefnu í peninga- og gjaldmiðilsmálum og innan hans eru mismunandi skoðanir á Evrópusambandsaðild. Í Framsóknarflokknum eru líka mismunandi skoðanir þó að flokkurinn sé formlega fylgjandi aðild. Engir tveir eða þrír flokkar geta því myndað meirihluta um þetta lykilmál eins og sakir standa. Lág laun með gjaldeyrishöftum eru því eina framtíðarsýnin á samkeppnishæfni Íslands sem stjórnmálin bjóða. Engin útgönguleið í sjónmáli. Að þessu virtu kemur í ljós að stjórnarflokkarnir hafa aðeins starfhæfan málefnameirihluta um tvö málefnasvið af þeim sex sem hér eru talin. Í Því sambandi verður aukheldur að hafa í huga að sameiginleg stefna þeirra í sjávarútvegsmálum gengur gegn markmiðum samstarfsáætlunarinnar um þjóðhagslega hagkvæmni. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking gætu átt samleið um fjögur af þessum sex málefnasviðum. Ef líta má á andstöðu hluta Framsóknarflokks við samstarfsáætlunina sem stundar leikaraskap gæti flokkurinn átt samstarf við Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk um fjögur til fimm atriði. Eins og sakir standa eru því engar pólitískar forsendur fyrir nauðsynlegri málefnasamstöðu um endurreisnina. Sá flokkur sem skemmst vill ganga hefur málefnaleg undirtök í stjórnarsamstarfinu og ræður för. Ný nálgun Samfylkingar í sjávarútvegsmálum og ný nálgun Sjálfstæðisflokksins í peningamálum og Evrópumálum væru rökréttir leikir til að opna þessa lokuðu stöðu. Þeir sýnast hins vegar ekki vera í vændum. Kosningar breyta engu ef málefnastaðan er föst. Verst er að kreppan heldur áfram að dýpka ef enginn hreyfir málefnastöðuna. Þegar dregur úr umræðum um hrunskýrsluna fara menn að kalla eftir ábyrgð á pólitísku kreppunni. Samfylkingin fórnar stærri málefnum fyrir ráðherrastóla en VG. Fyrir þá sök brennur eldurinn fremur á henni. Hins vegar hitnar tæplega að ráði undir Samfylkingunni í þessum skilningi fyrr en stjórnarandstöðuflokkarnir báðir eða annar hvor tefla fram raunhæfum kostum um aðra möguleika eða breiðara samstarf.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun