Þú ert ekki mamma mín 25. maí 2010 00:01 Rétt eins og allflestar mæður í kringum mig þjáist ég af stöðugu samviskubiti yfir að eyða ekki meiri tíma með barninu mínu. Undanfarið hef ég hins vegar verið blessunarlega laus við þessa leiðindatilfinningu. Við fjölskyldan tókum okkur nefnilega frí frá íslenskum veruleika og smeygðum okkur inn í norskan í heilar þrjár vikur. Bróðurparti daganna eyddum við öll saman, nokkuð sem hefur aldrei gerst áður í svo langan tíma. Áður en við lögðum af stað í ferðalagið hófst hver kvöldmáltíð með afslöppun í boði stráksins – „anda inn, anda úúúút“ – og eftir matinn heyrðist „takk fyrir matinn, kæra vinkona mamma“. Þá hló ég með sjálfri mér og hugsaði: „Hvað er fólk eiginlega að væla? Það er skítlétt að ala upp barn.“ Það var svo úti í Ósló fyrir nokkrum dögum, þegar drengurinn lá undir borði, harðneitaði að borða matinn sinn og sagði: „Ég á ekki að hlýða þér, þú ert ekki mamma mín“ að það rann upp fyrir mér ljós. Það eru sennilega ekki við pabbinn sem eigum heiðurinn af því hvað strákur er vel heppnaður. Það eru nefnilega á langflestum heimilum ekki foreldrarnir sem kenna börnum mannasiðina. Það eru leikskólakennararnir sem sjá um það. Í ævintýralegu gulu timburhúsi á Bergþórugötunni taka æðislegar konur hlýlega á móti orminum okkar og öllum hinum krökkunum á hverjum einasta morgni. Það er svo heimilislegt á Ósi að mörg barnanna halda að þessar vinkonur þeirra búi þar allar saman í einni hamingjuríkri kommúnu, dag og nótt. Á tímabili leit ekki vel út með framtíð Óss. En nýlega skrifaði borgarstjóri loksins undir nýjan samning við einkareknu leikskólana og tryggði hana þar með, í bili. Þar fyrir utan lítur allt út fyrir að eitt foreldranna á Ósi sé á leiðinni í borgarstjórn fyrir Besta flokkinn. Ég treysti því að flokkurinn standi við klíkukosningaloforðin. Nú verði sól á Ósi um ókomna framtíð – lóðin gerð upp, húsið málað, graffitíið fjarlægt og framkvæmdasjóðurinn fylltur af peningum. En það var þetta með mömmusamviskubitið. Ég er að hugsa um að varpa því bara af mér, Eða alla vega að skipta um – fyllast heldur samviskubiti yfir því að hafa hoggið skarð í glimrandi uppeldi Ós-mæðranna á syni mínum. Nei, annars, ég nenni því ekki, þetta voru svo huggulegar þrjár vikur. En ég biðst samt afsökunar á umskiptingnum sem þið fáið til baka. Þið reddið þessu, er það ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Rétt eins og allflestar mæður í kringum mig þjáist ég af stöðugu samviskubiti yfir að eyða ekki meiri tíma með barninu mínu. Undanfarið hef ég hins vegar verið blessunarlega laus við þessa leiðindatilfinningu. Við fjölskyldan tókum okkur nefnilega frí frá íslenskum veruleika og smeygðum okkur inn í norskan í heilar þrjár vikur. Bróðurparti daganna eyddum við öll saman, nokkuð sem hefur aldrei gerst áður í svo langan tíma. Áður en við lögðum af stað í ferðalagið hófst hver kvöldmáltíð með afslöppun í boði stráksins – „anda inn, anda úúúút“ – og eftir matinn heyrðist „takk fyrir matinn, kæra vinkona mamma“. Þá hló ég með sjálfri mér og hugsaði: „Hvað er fólk eiginlega að væla? Það er skítlétt að ala upp barn.“ Það var svo úti í Ósló fyrir nokkrum dögum, þegar drengurinn lá undir borði, harðneitaði að borða matinn sinn og sagði: „Ég á ekki að hlýða þér, þú ert ekki mamma mín“ að það rann upp fyrir mér ljós. Það eru sennilega ekki við pabbinn sem eigum heiðurinn af því hvað strákur er vel heppnaður. Það eru nefnilega á langflestum heimilum ekki foreldrarnir sem kenna börnum mannasiðina. Það eru leikskólakennararnir sem sjá um það. Í ævintýralegu gulu timburhúsi á Bergþórugötunni taka æðislegar konur hlýlega á móti orminum okkar og öllum hinum krökkunum á hverjum einasta morgni. Það er svo heimilislegt á Ósi að mörg barnanna halda að þessar vinkonur þeirra búi þar allar saman í einni hamingjuríkri kommúnu, dag og nótt. Á tímabili leit ekki vel út með framtíð Óss. En nýlega skrifaði borgarstjóri loksins undir nýjan samning við einkareknu leikskólana og tryggði hana þar með, í bili. Þar fyrir utan lítur allt út fyrir að eitt foreldranna á Ósi sé á leiðinni í borgarstjórn fyrir Besta flokkinn. Ég treysti því að flokkurinn standi við klíkukosningaloforðin. Nú verði sól á Ósi um ókomna framtíð – lóðin gerð upp, húsið málað, graffitíið fjarlægt og framkvæmdasjóðurinn fylltur af peningum. En það var þetta með mömmusamviskubitið. Ég er að hugsa um að varpa því bara af mér, Eða alla vega að skipta um – fyllast heldur samviskubiti yfir því að hafa hoggið skarð í glimrandi uppeldi Ós-mæðranna á syni mínum. Nei, annars, ég nenni því ekki, þetta voru svo huggulegar þrjár vikur. En ég biðst samt afsökunar á umskiptingnum sem þið fáið til baka. Þið reddið þessu, er það ekki?
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun