Þorleifur: Erum að einbeita okkur að því að bæta vörnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2010 22:04 Mynd/Valli Þorleifur Ólafsson átti flottan leik í vörn og sókn með Grindavík í kvöld þegar liðið vann 17 stiga sigur á KR, 84-67, í Iceland Express deild karla í körfubolta. „Þetta var flott hjá okkur og við vorum að spila góða vörn í kvöld. Það hefur verið vantað svolítið hjá okkur í vetur að spila vörn en hefur verið að batna að undanförnu," sagði Þorleifur Ólafsson, eftir leik. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir að vinna leiki á varnarleik en það þarf að breyta því. Við höfum heldur ekki verið þekktir fyrir að vinna marga titla en það þarf líka að breytast," sagði Þorleifur í léttum tón. „Við eigum roslega mikilvægan leik næst í undanúrslitunum bikarsins og við ætlum að passa okkur á því að einbeita okkur bara að næsta leik. Við þurfum að halda áfram að bæta vörnina," segir Þorleifur sem er að koma til eftir meiðsli. „Ég er þokkalegur í leikjunum og er kominn í það að vera svona sæmilegur á milli leikja. Ég er í mikilli sjúkraþjálfun og fer í ísbað þess á milli. Maður er samt aldrei aumur þegar maður er að spila á móti KR," segir Þorleifur. „Við erum komnir á gott skrið og ætlum okkur bara að vinna það sem eftir er. Við erum í sjötta sæti fyrir þennan leik en við eigum samt alveg möguleika á því að vinna deildarmeistaratitilinn miðað við það hvernig deildin er búin að spilast," sagði Þorleifur og bætir við: „Við ætlum samt ekki að einblína á þann titil heldur erum bara að einbeita okkur að því þessa dagana að bæta vörnina," segir Þorleifur. Það er ekki bara hann sem hefur verið frá í vetur vegna meiðsla því liðið hefur sjaldan náð því að vera með fullskipað lið. "Brenton var ekki með okkur núna en við verðum vonandi með fullt lið í næsta leik. Þetta er búið að vera svolítið leiðinlegt hjá okkur því við erum búnir að vera mikið án leikmanna," segir Þorleifur en hann segir að breiddin í liðinu hafi örugglega haukist með öllum þessum forföllum. Einn af þeim sem hefur svarað kallinu í forföllum manna eins og Þorleifs er yngri bróðir hans Ólafur. "Hann er orðinn hörku leikmaður og maður verður að passa sig ef maður ætlar ekki að láta hann taka sætið af sér. Hann heldur manni á tánum sem er bara gott," sagði Þorleifur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Þorleifur Ólafsson átti flottan leik í vörn og sókn með Grindavík í kvöld þegar liðið vann 17 stiga sigur á KR, 84-67, í Iceland Express deild karla í körfubolta. „Þetta var flott hjá okkur og við vorum að spila góða vörn í kvöld. Það hefur verið vantað svolítið hjá okkur í vetur að spila vörn en hefur verið að batna að undanförnu," sagði Þorleifur Ólafsson, eftir leik. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir að vinna leiki á varnarleik en það þarf að breyta því. Við höfum heldur ekki verið þekktir fyrir að vinna marga titla en það þarf líka að breytast," sagði Þorleifur í léttum tón. „Við eigum roslega mikilvægan leik næst í undanúrslitunum bikarsins og við ætlum að passa okkur á því að einbeita okkur bara að næsta leik. Við þurfum að halda áfram að bæta vörnina," segir Þorleifur sem er að koma til eftir meiðsli. „Ég er þokkalegur í leikjunum og er kominn í það að vera svona sæmilegur á milli leikja. Ég er í mikilli sjúkraþjálfun og fer í ísbað þess á milli. Maður er samt aldrei aumur þegar maður er að spila á móti KR," segir Þorleifur. „Við erum komnir á gott skrið og ætlum okkur bara að vinna það sem eftir er. Við erum í sjötta sæti fyrir þennan leik en við eigum samt alveg möguleika á því að vinna deildarmeistaratitilinn miðað við það hvernig deildin er búin að spilast," sagði Þorleifur og bætir við: „Við ætlum samt ekki að einblína á þann titil heldur erum bara að einbeita okkur að því þessa dagana að bæta vörnina," segir Þorleifur. Það er ekki bara hann sem hefur verið frá í vetur vegna meiðsla því liðið hefur sjaldan náð því að vera með fullskipað lið. "Brenton var ekki með okkur núna en við verðum vonandi með fullt lið í næsta leik. Þetta er búið að vera svolítið leiðinlegt hjá okkur því við erum búnir að vera mikið án leikmanna," segir Þorleifur en hann segir að breiddin í liðinu hafi örugglega haukist með öllum þessum forföllum. Einn af þeim sem hefur svarað kallinu í forföllum manna eins og Þorleifs er yngri bróðir hans Ólafur. "Hann er orðinn hörku leikmaður og maður verður að passa sig ef maður ætlar ekki að láta hann taka sætið af sér. Hann heldur manni á tánum sem er bara gott," sagði Þorleifur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira