Doði og aðgerðarleysi Margrét Kristmannsdóttir skrifar 25. febrúar 2010 06:00 Mikið óskaplega er íslenskt samfélag að verða leiðinlegt! Reiðin, pirringurinn, doðinn og meðvirknin tröllríður öllu og jákvæð umræða og fréttir komast vart að. Þeir Íslendingar sem nú ferðast að nýju til útlanda segja margir að það sé ekki eingöngu til að komast í betra loftslag heldur ekki síður til að komast burt frá landinu - komast burt frá neikvæðninni og andleysinu sem liggur eins og mara á þjóðinni. Því er hins vegar ekki að leyna að margir eiga um sárt að binda eftir hrunið og samfélagið verður að tryggja að þeir sem eru fórnarlömb hrunsins fái þá aðstoð sem þeim ber. Hluti af reiðinni snýst einmitt um það hversu seint og erfiðlega gengur að tryggja bæði heimilum og fyrirtækjum, sem eru sannarlega fórnarlömb aðstæðna, viðunandi úrræði. Hins vegar réttlætir hrunið ekki þá deyfð sem hvarvetna er sjáanleg í samfélaginu. Það er meira og minna allt í frosti og þeir sem geta og eiga að vera leiðandi í að rífa þjóðina áfram hafa orðið meðvirkninni að bráð. Þeir haga sér sjálfir eins og þeir séu fórnarlömb hrunsins í stað þess að drífa aðra með sér og koma samfélaginu í gang á ný. Það er hlutverk stjórnvalda að semja um Icesave. Það er hlutverk stjórnvalda að koma virkjunaráformum í gang þannig að stóriðjuframkvæmdir og fleiri orkufrekar framkvæmdir verði mögulegar. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að friður ríki í kringum einstakar atvinnugreinar en á meðan hver vikan af annarri líður án þess að hvorki fáist niðurstaða í þessi mál né önnur má þjóðin ekki láta pólitíkina draga sig niður í andlegt þunglyndi. Sem betur fer er til fullt af fólki sem á peninga í þessu landi og einnig fullt af fyrirtækjum sem eru svo til ósködduð eftir hrun. Þetta eru þeir aðilar sem verða að draga vagninn á meðan aðrir eru laskaðir eða ófærir um að leysa úr sínum verkefnum. Helsta vandamál okkar Íslendinga um þessar mundir er einmitt hugarfarið. Þeir sem geta framkvæmt sitja með hendur í skauti og á meðan er nær ógerlegt að koma hjólum atvinnulífsins af stað að nýju. Það eru ótrúlega margir sem gætu verið að framkvæma og gera alla þessa litlu hluti sem skipta nú sköpum. Margar litlar gárur geta orðið að stórum bylgjum ef við komum þeim af stað því margfeldisáhrifin eru fljót að segja til sín. Ef þeir sem eru aflögufærir myndu átta sig á hlutverki sínu í núverandi stöðu - að það er þeirra að draga vagninn á meðan pólitíkin þráttar í kyrrstöðu - þá þyrftum við ekki að grafa okkur sífellt dýpra í kreppuna. Að lokum leysir pólitíkin úr sínum verkefnum með einhverjum hætti, en þjóðin má ekki sitja aðgerðarlaus á meðan enda er það misskilningur að pólitíkin spili stærsta hlutverkið í núverandi stöðu. Þjóðin verður sjálf að taka ákveðið frumkvæði í sínar hendur og halda hjólum atvinnulífsins gangandi eftir fremsta megni því hún hefur mest um það að segja hvernig okkur reiðir af. Hér skiptir hugarfarið öllu og það er ekki að ástæðulausu að sagt er að hugurinn beri mann hálfa leið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Mikið óskaplega er íslenskt samfélag að verða leiðinlegt! Reiðin, pirringurinn, doðinn og meðvirknin tröllríður öllu og jákvæð umræða og fréttir komast vart að. Þeir Íslendingar sem nú ferðast að nýju til útlanda segja margir að það sé ekki eingöngu til að komast í betra loftslag heldur ekki síður til að komast burt frá landinu - komast burt frá neikvæðninni og andleysinu sem liggur eins og mara á þjóðinni. Því er hins vegar ekki að leyna að margir eiga um sárt að binda eftir hrunið og samfélagið verður að tryggja að þeir sem eru fórnarlömb hrunsins fái þá aðstoð sem þeim ber. Hluti af reiðinni snýst einmitt um það hversu seint og erfiðlega gengur að tryggja bæði heimilum og fyrirtækjum, sem eru sannarlega fórnarlömb aðstæðna, viðunandi úrræði. Hins vegar réttlætir hrunið ekki þá deyfð sem hvarvetna er sjáanleg í samfélaginu. Það er meira og minna allt í frosti og þeir sem geta og eiga að vera leiðandi í að rífa þjóðina áfram hafa orðið meðvirkninni að bráð. Þeir haga sér sjálfir eins og þeir séu fórnarlömb hrunsins í stað þess að drífa aðra með sér og koma samfélaginu í gang á ný. Það er hlutverk stjórnvalda að semja um Icesave. Það er hlutverk stjórnvalda að koma virkjunaráformum í gang þannig að stóriðjuframkvæmdir og fleiri orkufrekar framkvæmdir verði mögulegar. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að friður ríki í kringum einstakar atvinnugreinar en á meðan hver vikan af annarri líður án þess að hvorki fáist niðurstaða í þessi mál né önnur má þjóðin ekki láta pólitíkina draga sig niður í andlegt þunglyndi. Sem betur fer er til fullt af fólki sem á peninga í þessu landi og einnig fullt af fyrirtækjum sem eru svo til ósködduð eftir hrun. Þetta eru þeir aðilar sem verða að draga vagninn á meðan aðrir eru laskaðir eða ófærir um að leysa úr sínum verkefnum. Helsta vandamál okkar Íslendinga um þessar mundir er einmitt hugarfarið. Þeir sem geta framkvæmt sitja með hendur í skauti og á meðan er nær ógerlegt að koma hjólum atvinnulífsins af stað að nýju. Það eru ótrúlega margir sem gætu verið að framkvæma og gera alla þessa litlu hluti sem skipta nú sköpum. Margar litlar gárur geta orðið að stórum bylgjum ef við komum þeim af stað því margfeldisáhrifin eru fljót að segja til sín. Ef þeir sem eru aflögufærir myndu átta sig á hlutverki sínu í núverandi stöðu - að það er þeirra að draga vagninn á meðan pólitíkin þráttar í kyrrstöðu - þá þyrftum við ekki að grafa okkur sífellt dýpra í kreppuna. Að lokum leysir pólitíkin úr sínum verkefnum með einhverjum hætti, en þjóðin má ekki sitja aðgerðarlaus á meðan enda er það misskilningur að pólitíkin spili stærsta hlutverkið í núverandi stöðu. Þjóðin verður sjálf að taka ákveðið frumkvæði í sínar hendur og halda hjólum atvinnulífsins gangandi eftir fremsta megni því hún hefur mest um það að segja hvernig okkur reiðir af. Hér skiptir hugarfarið öllu og það er ekki að ástæðulausu að sagt er að hugurinn beri mann hálfa leið!
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun