Keppnin Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 22. október 2010 06:00 Þó að margt fari í taugarnar á þjóðinni og hafi gert í gegnum árin er líklega fátt sem kveður jafn mikið að í þeim efnum og svokallaðar pólitískar ráðningar. Er þar átt við ráðningar þar sem stjórnmálamenn meta stjórnmálaskoðanir, vin- og frændskap ofar öðru þegar opinberu starfi er ráðstafað. Þekkt er að Íslendingar eru í eðli sínu keppnismenn og una sér aldrei betur en þegar þeir keppa í einhverju sem þeir eru góðir í. Eftir að stjórnmálamenn höfðu áttað sig á undrum pólitískra stöðuveitinga og voru orðnir virkilega góðir í að ráða í störf eftir stjórnmálaskoðunum, vin- og frændskap var allt í einu, og án þess að almennir borgarar vissu af, hafið óopinbert Íslandsmót í greininni. Sjálfstæðismenn voru snöggir til í upphafi og náðu fyrstir virkilega góðum tökum á leiknum. Þeir hafa líka uppskorið eftir því og eru efstir á stigalistanum. Á eftir koma framsóknarmenn og kratar. Allt var undir og stjórnmálamenn útdeildu embættum og störfum við ráðuneyti, dómstóla, sendiráð, Seðlabankann, Háskólann, menningarstofnanir og fyrirtæki í ríkiseigu til vildarvina og sjálfra sín. Til er saga sem sýnir að þeir vissu vel hvað þeir voru að gera og að leikurinn gæti farið úr böndunum. Hún er á þá leið að einhvern tíma á síðasta áratug, eftir einhverja ráðningahrotuna, hafi forystumenn úr stjórnmálaöflunum gert sérstakt samkomulag um fyrirkomulag stöðuveitinga hjá Geislavörnum ríkisins. Þeir hafi talið mikilvægt, og sammælst um, að í ljósi eðlis og mikilvægis starfseminnar yrðu fagleg sjónarmið látin ráða við mannaráðningar á þeim bæ fremur en pólitík. Meðan á þessu hefur staðið hefur mjóróma gagnrýni almennings verið hrein sóun á orðum. Hún hefur ekki náð eyrum pólitíkusanna. Hins vegar hefur gagnrýni af vinstri væng stjórnmálanna annað slagið farið inn um eyru þeirra. En jafnharðan út aftur. Þar sem fólk í VG og áður Alþýðubandalaginu var býsna gagnrýnið á að stjórnsýslan og opinber embætti væru notuð sem leikvöllur í keppni annarra stjórnmálaafla um að koma sem flestum samherjum í þægilega innivinnu kemur nokkuð á óvart hvað fólk í þeim flokki er ótrúlega flinkt í leiknum. En eftir hreint lygilega byrjun er eins og ljós hafi kviknað. Nú á að vanda til verka. Þannig hefur Ögmundur Jónasson falið þriggja manna nefnd að meta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra nýs innanríkisráðuneytis. Það er gott hjá honum. Líklega er það borin von að stjórnmálamenn hætti með öllu að láta pólitík fremur en fagleg sjónarmið ráða þegar kemur að stöðuveitingum. Þess vegna væri réttast að þjóðin gerði við þá samkomulag, svona eins og sagan segir að gert hafi verið um Geislavarnirnar á sínum tíma. Það gæti falist í því að þegar nýr ráðherra kemur í ráðuneyti fái hann að hafa með sér fjóra starfsmenn. Þeir gætu heitið aðstoðarmaður, upplýsingafulltrúi, sérfræðingur og ráðgjafi. Engar athugasemdir yrðu gerðar við hvernig ráðherrann ráðstafaði þessum störfum en á móti væri tryggt að í önnur störf væri ráðið með faglegum aðferðum sem eru, merkilegt nokk, til. Ef þetta yrði ofan á hefði þjóðin sjaldnar tilefni til að vera pirruð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun
Þó að margt fari í taugarnar á þjóðinni og hafi gert í gegnum árin er líklega fátt sem kveður jafn mikið að í þeim efnum og svokallaðar pólitískar ráðningar. Er þar átt við ráðningar þar sem stjórnmálamenn meta stjórnmálaskoðanir, vin- og frændskap ofar öðru þegar opinberu starfi er ráðstafað. Þekkt er að Íslendingar eru í eðli sínu keppnismenn og una sér aldrei betur en þegar þeir keppa í einhverju sem þeir eru góðir í. Eftir að stjórnmálamenn höfðu áttað sig á undrum pólitískra stöðuveitinga og voru orðnir virkilega góðir í að ráða í störf eftir stjórnmálaskoðunum, vin- og frændskap var allt í einu, og án þess að almennir borgarar vissu af, hafið óopinbert Íslandsmót í greininni. Sjálfstæðismenn voru snöggir til í upphafi og náðu fyrstir virkilega góðum tökum á leiknum. Þeir hafa líka uppskorið eftir því og eru efstir á stigalistanum. Á eftir koma framsóknarmenn og kratar. Allt var undir og stjórnmálamenn útdeildu embættum og störfum við ráðuneyti, dómstóla, sendiráð, Seðlabankann, Háskólann, menningarstofnanir og fyrirtæki í ríkiseigu til vildarvina og sjálfra sín. Til er saga sem sýnir að þeir vissu vel hvað þeir voru að gera og að leikurinn gæti farið úr böndunum. Hún er á þá leið að einhvern tíma á síðasta áratug, eftir einhverja ráðningahrotuna, hafi forystumenn úr stjórnmálaöflunum gert sérstakt samkomulag um fyrirkomulag stöðuveitinga hjá Geislavörnum ríkisins. Þeir hafi talið mikilvægt, og sammælst um, að í ljósi eðlis og mikilvægis starfseminnar yrðu fagleg sjónarmið látin ráða við mannaráðningar á þeim bæ fremur en pólitík. Meðan á þessu hefur staðið hefur mjóróma gagnrýni almennings verið hrein sóun á orðum. Hún hefur ekki náð eyrum pólitíkusanna. Hins vegar hefur gagnrýni af vinstri væng stjórnmálanna annað slagið farið inn um eyru þeirra. En jafnharðan út aftur. Þar sem fólk í VG og áður Alþýðubandalaginu var býsna gagnrýnið á að stjórnsýslan og opinber embætti væru notuð sem leikvöllur í keppni annarra stjórnmálaafla um að koma sem flestum samherjum í þægilega innivinnu kemur nokkuð á óvart hvað fólk í þeim flokki er ótrúlega flinkt í leiknum. En eftir hreint lygilega byrjun er eins og ljós hafi kviknað. Nú á að vanda til verka. Þannig hefur Ögmundur Jónasson falið þriggja manna nefnd að meta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra nýs innanríkisráðuneytis. Það er gott hjá honum. Líklega er það borin von að stjórnmálamenn hætti með öllu að láta pólitík fremur en fagleg sjónarmið ráða þegar kemur að stöðuveitingum. Þess vegna væri réttast að þjóðin gerði við þá samkomulag, svona eins og sagan segir að gert hafi verið um Geislavarnirnar á sínum tíma. Það gæti falist í því að þegar nýr ráðherra kemur í ráðuneyti fái hann að hafa með sér fjóra starfsmenn. Þeir gætu heitið aðstoðarmaður, upplýsingafulltrúi, sérfræðingur og ráðgjafi. Engar athugasemdir yrðu gerðar við hvernig ráðherrann ráðstafaði þessum störfum en á móti væri tryggt að í önnur störf væri ráðið með faglegum aðferðum sem eru, merkilegt nokk, til. Ef þetta yrði ofan á hefði þjóðin sjaldnar tilefni til að vera pirruð.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun