Lindsay Lohan verður fylgdarkona Lugner í ár 7. febrúar 2010 09:16 Lindsay Lohan verður fylgdarkona hins 77 ára gamla austurríska milljarðamæringsins Richard Lugner á Óperuballið í Vín í ár. Áður hafa konur á borð við Paris Hilton, Pamela Anderson og Sophia Loren fylgt Lugner á þetta ball sem er hápunktur samkvæmislífsins í Vín á hverju ári. Lugner hóf þennan sið sinn fyrir 19 árum, það er að bjóða heimsþekktum konum með sér á fyrrgreint ball. Hinsvegar gengur ekki snuðrulaust fyrir hinn aldna milljarðamæring að fá Lindsay Lohan til Austurríkis. Lugner borgar Lohan 150.000 dollara, eða um 20 milljónir kr. fyrir viðvikið. Á móti þarf Lohan, eins og allar fyrri fylgdarkonur Lugner að eyða deginum á undan við að árita myndir í verslunarmiðstöð sem sá gamli á í Vín. Það er komið babb í bátinn því Lohan hefur beðið Lugner um að breyta dagsetningunni á ballinu fyrir sig. Nokkuð sem aðallinn í Vín tekur ekki í mál. Þá vill Lohan ekki ákveða hvaða kjól hún verður í fyrirfram og stendur í streði við þann gamla um hvernig hún ferðast til Austurríkis. Lohan tekur ekki í mál að fljúga til Vínar með áætlunarflugi. Einkavél skal það vera. Lugner var búinn að útvega 8 sæta einkaþotu undir Lohan en sú þótti henni of lítil þar sem hún gæti ekki lagst til svefns í henni. Á vefsíðunni e24.no er greint frá þessum Lohan-raunum Lugner. „Ég á ekki annað val en að útvega henni aðra einkaþotu enda gengur Lohan með lausa skrúfu," segir Lugner. Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lindsay Lohan verður fylgdarkona hins 77 ára gamla austurríska milljarðamæringsins Richard Lugner á Óperuballið í Vín í ár. Áður hafa konur á borð við Paris Hilton, Pamela Anderson og Sophia Loren fylgt Lugner á þetta ball sem er hápunktur samkvæmislífsins í Vín á hverju ári. Lugner hóf þennan sið sinn fyrir 19 árum, það er að bjóða heimsþekktum konum með sér á fyrrgreint ball. Hinsvegar gengur ekki snuðrulaust fyrir hinn aldna milljarðamæring að fá Lindsay Lohan til Austurríkis. Lugner borgar Lohan 150.000 dollara, eða um 20 milljónir kr. fyrir viðvikið. Á móti þarf Lohan, eins og allar fyrri fylgdarkonur Lugner að eyða deginum á undan við að árita myndir í verslunarmiðstöð sem sá gamli á í Vín. Það er komið babb í bátinn því Lohan hefur beðið Lugner um að breyta dagsetningunni á ballinu fyrir sig. Nokkuð sem aðallinn í Vín tekur ekki í mál. Þá vill Lohan ekki ákveða hvaða kjól hún verður í fyrirfram og stendur í streði við þann gamla um hvernig hún ferðast til Austurríkis. Lohan tekur ekki í mál að fljúga til Vínar með áætlunarflugi. Einkavél skal það vera. Lugner var búinn að útvega 8 sæta einkaþotu undir Lohan en sú þótti henni of lítil þar sem hún gæti ekki lagst til svefns í henni. Á vefsíðunni e24.no er greint frá þessum Lohan-raunum Lugner. „Ég á ekki annað val en að útvega henni aðra einkaþotu enda gengur Lohan með lausa skrúfu," segir Lugner.
Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira