Hver eru skilaboð stjórnvalda? Haukur Claessen skrifar 22. júní 2010 05:30 Grein Helga Hjörvars alþingismanns, sem birtist í Fréttablaðinu 15. júní sl. snýst um skuldaleiðréttingu húsnæðislána almennings. Frá því snemma árið 2008 hefur hagur hins almenna íbúðareiganda versnað til muna eins og alþjóð veit. Uppsöfnuð verðbólga frá ársbyrjun 2008 nemur tæpum 30 prósentum með tilheyrandi hækkun íbúðarlána svo ekki sé minnst á rýrnun kaupmáttar venjulegs fólks. Helgi færir rök fyrir því að um 100 milljarða króna svigrúm hafi skapast hjá stjórnvöldum til að leiðrétta húsnæðisskuldir. Bendir hann á aukið svigrúm bankanna til afskrifta og ávinning ríkissjóðs og lífeyrissjóðanna af sk. Avens-samningi sem nýlega var gerður milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Lúxemborgar. Kjarninn í greininni er sá að án almennra afskrifta er aðallega komið til móts við þá sem voru hvað duglegastir að skuldsetja sig á undanförnum árum. Viðbrögð forsætisráðherra við greininni valda vonbrigðum. Hún telur þörf á að koma [„…til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda."] Vissulega þarf að koma til móts við stórskuldara en hvað með þann mikla fjölda fólks sem hefur sýnt ráðdeild og tók lán af varfærni? Skilaboð stjórnvalda til almennings eru þau að aðeins verði komið til móts við allra skuldsettustu einstaklingana. Hinir geta átt sig. Hversu lengi ber manni að borga greiðsluseðlana án þess að sjáist högg á vatni? Þótt höfuðstóllinn á verðtryggðum lánum lækki hægt og rólega hefur „skuld samtals með verðbótum" gert fátt annað en að hækka undanfarin ár þökk sé verðbólgunni og verðtryggingunni. Það virðist stoða lítt að greiða aukalega inn á höfuðstólinn því lánin eru eins og botnlaus hít í því árferði sem nú er. Að mínu mati snýst málið um að stjórnvöld sýni viðleitni til að leiðrétta stökkbreytt íbúðarlán. Almennar afskriftir upp á 20 prósent sem hafa verið viðraðar má telja óraunhæfar en hvað með 10 prósent með 5 milljón króna afsláttarþaki? Ekki yrði um neinar töfralausnir að ræða en eins og áður sagði snýst þetta um viðleitni stjórnvalda til almennra afskrifta. Svigrúmið telur Helgi Hjörvar vera til staðar. Hvort nýgenginn dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengis-tryggðra lána hefur áhrif á stöðu þeirra sem eru með verðtryggð húsnæðislán á bakinu skal ósagt látið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Helga Hjörvars alþingismanns, sem birtist í Fréttablaðinu 15. júní sl. snýst um skuldaleiðréttingu húsnæðislána almennings. Frá því snemma árið 2008 hefur hagur hins almenna íbúðareiganda versnað til muna eins og alþjóð veit. Uppsöfnuð verðbólga frá ársbyrjun 2008 nemur tæpum 30 prósentum með tilheyrandi hækkun íbúðarlána svo ekki sé minnst á rýrnun kaupmáttar venjulegs fólks. Helgi færir rök fyrir því að um 100 milljarða króna svigrúm hafi skapast hjá stjórnvöldum til að leiðrétta húsnæðisskuldir. Bendir hann á aukið svigrúm bankanna til afskrifta og ávinning ríkissjóðs og lífeyrissjóðanna af sk. Avens-samningi sem nýlega var gerður milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Lúxemborgar. Kjarninn í greininni er sá að án almennra afskrifta er aðallega komið til móts við þá sem voru hvað duglegastir að skuldsetja sig á undanförnum árum. Viðbrögð forsætisráðherra við greininni valda vonbrigðum. Hún telur þörf á að koma [„…til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda."] Vissulega þarf að koma til móts við stórskuldara en hvað með þann mikla fjölda fólks sem hefur sýnt ráðdeild og tók lán af varfærni? Skilaboð stjórnvalda til almennings eru þau að aðeins verði komið til móts við allra skuldsettustu einstaklingana. Hinir geta átt sig. Hversu lengi ber manni að borga greiðsluseðlana án þess að sjáist högg á vatni? Þótt höfuðstóllinn á verðtryggðum lánum lækki hægt og rólega hefur „skuld samtals með verðbótum" gert fátt annað en að hækka undanfarin ár þökk sé verðbólgunni og verðtryggingunni. Það virðist stoða lítt að greiða aukalega inn á höfuðstólinn því lánin eru eins og botnlaus hít í því árferði sem nú er. Að mínu mati snýst málið um að stjórnvöld sýni viðleitni til að leiðrétta stökkbreytt íbúðarlán. Almennar afskriftir upp á 20 prósent sem hafa verið viðraðar má telja óraunhæfar en hvað með 10 prósent með 5 milljón króna afsláttarþaki? Ekki yrði um neinar töfralausnir að ræða en eins og áður sagði snýst þetta um viðleitni stjórnvalda til almennra afskrifta. Svigrúmið telur Helgi Hjörvar vera til staðar. Hvort nýgenginn dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengis-tryggðra lána hefur áhrif á stöðu þeirra sem eru með verðtryggð húsnæðislán á bakinu skal ósagt látið.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar