Fjölbreytt atvinnulíf þarf evru Árni Páll Árnason skrifar 1. júlí 2010 07:30 Í umræðum um aðild að ESB tekst oftast að sleppa því að ræða það sem mestu skiptir. Af hverju eru vextir á Íslandi miklu hærri en í nágrannalöndunum, til mikils tjóns fyrir almenning og fyrirtæki? Af hverju þurfum við að búa við verðtryggingu? Af hverju leiðumst við út í ævintýri á borð við gengistryggð lán til að forðast hátt vaxtastig? Af hverju er erlend fjárfesting bundin við álver og aðra stóriðju? Svarið er íslenska krónan. Hún er orsök skuldavanda heimilanna. Sveiflur hennar valda háu vaxtastigi og gera það að verkum að enginn vill veita óverðtryggð krónulán. Það er krónan sem heldur frá landinu fjölbreyttri fjárfestingu og þvingar okkur til einhæfra kosta í atvinnuuppbyggingu. Það er krónan sem kallar á endalaus álver. Sumir nefna nú „sveigjanleika" krónunnar sem kost í efnahagsstjórninni. Sá „sveigjanleiki" er annað orð fyrir kjaraskerðingu. „Sveigjanleikinn" hefur valdið því að kaupmáttur hefur lækkað um 35% og gengistryggðar skuldir um meira en 100%. Lofgjörðin um sveigjanleikann er líkust því að menn lýsi ánægju með húsbruna, vegna þess að hann hækki nú hitastig í nágrenninu og hafi því jákvæð áhrif á loftslagið en horfi fram hjá eyðileggingunni og eignatjóninu sem bruninn veldur. Þegar horft er áratugi til baka dylst engum að tjónið af krónunni er margfalt á við ávinninginn. Krónan þvingar okkur til einhæfari lausna í atvinnumálum. Sveiflur hennar valda því að enginn erlendur fjárfestir treystir sér til að fjárfesta í almennum atvinnurekstri. Einu fjárfestingarkostirnir eru því fjárfesting erlendra auðhringa í stóriðju, því sá rekstur er svo umfangsmikill og stórkarlalegur að stóriðjufyrirtækin byggja í reynd sitt eigið hagkerfi, sem er óháð krónunni. Sveiflur krónunnar valda ómældu tjóni á minni atvinnurekstri. Samkeppnisgreinar kvöldust undan innistæðulausu hágengi krónunnar. Í fersku minni er hvernig vaxtarbroddar hugverkageirans þurftu að flýja land frá 2003-2008. Vöxtur Marels, Össurar og annarra slíkra fyrirtækja fór fram erlendis. Við misstum úr landi vel launuð, græn hátæknistörf vegna krónunnar. Nú þurfum við að byggja til framtíðar. Við viljum fjölbreytt og krefjandi störf í hátæknigreinum og smáiðnaði sem standa undir háum launagreiðslum til metnaðarfulls ungs fólks. Til þess þarf stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og lága verðbólgu. Krónan mun ekki skapa slíkar aðstæður. Hún er ávísun á fábreytta atvinnuhætti og hún veldur því að betur launuð störf flytjast úr landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um aðild að ESB tekst oftast að sleppa því að ræða það sem mestu skiptir. Af hverju eru vextir á Íslandi miklu hærri en í nágrannalöndunum, til mikils tjóns fyrir almenning og fyrirtæki? Af hverju þurfum við að búa við verðtryggingu? Af hverju leiðumst við út í ævintýri á borð við gengistryggð lán til að forðast hátt vaxtastig? Af hverju er erlend fjárfesting bundin við álver og aðra stóriðju? Svarið er íslenska krónan. Hún er orsök skuldavanda heimilanna. Sveiflur hennar valda háu vaxtastigi og gera það að verkum að enginn vill veita óverðtryggð krónulán. Það er krónan sem heldur frá landinu fjölbreyttri fjárfestingu og þvingar okkur til einhæfra kosta í atvinnuuppbyggingu. Það er krónan sem kallar á endalaus álver. Sumir nefna nú „sveigjanleika" krónunnar sem kost í efnahagsstjórninni. Sá „sveigjanleiki" er annað orð fyrir kjaraskerðingu. „Sveigjanleikinn" hefur valdið því að kaupmáttur hefur lækkað um 35% og gengistryggðar skuldir um meira en 100%. Lofgjörðin um sveigjanleikann er líkust því að menn lýsi ánægju með húsbruna, vegna þess að hann hækki nú hitastig í nágrenninu og hafi því jákvæð áhrif á loftslagið en horfi fram hjá eyðileggingunni og eignatjóninu sem bruninn veldur. Þegar horft er áratugi til baka dylst engum að tjónið af krónunni er margfalt á við ávinninginn. Krónan þvingar okkur til einhæfari lausna í atvinnumálum. Sveiflur hennar valda því að enginn erlendur fjárfestir treystir sér til að fjárfesta í almennum atvinnurekstri. Einu fjárfestingarkostirnir eru því fjárfesting erlendra auðhringa í stóriðju, því sá rekstur er svo umfangsmikill og stórkarlalegur að stóriðjufyrirtækin byggja í reynd sitt eigið hagkerfi, sem er óháð krónunni. Sveiflur krónunnar valda ómældu tjóni á minni atvinnurekstri. Samkeppnisgreinar kvöldust undan innistæðulausu hágengi krónunnar. Í fersku minni er hvernig vaxtarbroddar hugverkageirans þurftu að flýja land frá 2003-2008. Vöxtur Marels, Össurar og annarra slíkra fyrirtækja fór fram erlendis. Við misstum úr landi vel launuð, græn hátæknistörf vegna krónunnar. Nú þurfum við að byggja til framtíðar. Við viljum fjölbreytt og krefjandi störf í hátæknigreinum og smáiðnaði sem standa undir háum launagreiðslum til metnaðarfulls ungs fólks. Til þess þarf stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og lága verðbólgu. Krónan mun ekki skapa slíkar aðstæður. Hún er ávísun á fábreytta atvinnuhætti og hún veldur því að betur launuð störf flytjast úr landi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun