Landráð fyrir draumastarfið Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. september 2010 11:21 „Vilt þú starfa við að hlusta á annarra manna símtöl?" Þegar ég heyrði draumastarfið mitt auglýst í fréttatíma BBC ætlaði ég ekki að trúa eigin eyrum. Frá því heilinn í mér hóf að greina orðaskil hefur helsta áhugamál mitt verið að hlera samtöl sem ekki eru ætluð mér. Mér er sagt að sem barn hafi eyrun á mér tekið að blakta þegar gesti bar að garði. Ég sæki ekki kaffihús fyrir koffín-vímuna heldur samtalið á næsta borði. Starfið reyndist vera við þýðingar á símtölum sem breska leyniþjónustan hlerar. Ég hunsaði alla bakþanka tengda landráðum og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Útrásarvíkingar, Icesave, öskuspúandi eldfjöll, vafasamar makrílveiðar. Við Íslendingar hlutum að hafa áunnið okkur athygli leyniþjónustunnar með einstökum hæfileika miðað við höfðatölu til að valda usla. Draumurinn um hið fullkomna starf var hins vegar ekki langlífur. Mín beið ekki staða við að liggja á línum grunlausra Íslendinga og þýða samtöl þeirra á ensku. Til að teljast hæf í starfið yrði ég að kunna pashto, tungumál sem talað er í Afganistan og Pakistan. Síðastliðinn áratug hafa stjórnvöld víða um heim keppst við að setja lög til verndar þegnum sínum gegn illþýði af ýmsu tagi. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York samþykkti bandaríska þingið svokallað "patriot act" sem m.a. veitti stjórnvöldum víðtækar heimildir til að njósna um íbúa landsins. Sama var upp á teningnum í breska þinginu þar sem lagabálkurinn fékk yfirskriftina "terrorism act". Undir lok dómsmálaráðherratíðar Rögnu Árnadóttur var sett á laggirnar nefnd sem undirbúa átti tillögur um forvirkar rannsóknaraðferðir sem fælu í sér víðar heimildir lögreglu til að fylgjast með einstaklingum, m.a. með hlerunum, án þess að fyrir lægi rökstuddur grunur um að lögbrot hefði verið framið eða væri í bígerð. Lög sem þessi þrengja ekki aðeins að almennum borgaralegum réttindum, heldur hefur reynslan sýnt að þau eru mjög gjarnan misnotuð. Bresku hryðjuverkalögin voru notuð þegar eignir Kaupþings voru frystar í kjölfar bankahrunsins. Símhleranir eru farnar að þykja svo sjálfsagðar í Bretlandi að bæjarstarfsmenn nota þær til að koma í veg fyrir að íbúarnir hendi rusli á almannafæri. Óskandi er að nýr dómsmálaráðherra komi í veg fyrir slíka skerðingu borgararéttinda. En ef hann gerir það ekki: Ögmundur, get ég fengið vinnu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sif Sigmarsdóttir Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
„Vilt þú starfa við að hlusta á annarra manna símtöl?" Þegar ég heyrði draumastarfið mitt auglýst í fréttatíma BBC ætlaði ég ekki að trúa eigin eyrum. Frá því heilinn í mér hóf að greina orðaskil hefur helsta áhugamál mitt verið að hlera samtöl sem ekki eru ætluð mér. Mér er sagt að sem barn hafi eyrun á mér tekið að blakta þegar gesti bar að garði. Ég sæki ekki kaffihús fyrir koffín-vímuna heldur samtalið á næsta borði. Starfið reyndist vera við þýðingar á símtölum sem breska leyniþjónustan hlerar. Ég hunsaði alla bakþanka tengda landráðum og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Útrásarvíkingar, Icesave, öskuspúandi eldfjöll, vafasamar makrílveiðar. Við Íslendingar hlutum að hafa áunnið okkur athygli leyniþjónustunnar með einstökum hæfileika miðað við höfðatölu til að valda usla. Draumurinn um hið fullkomna starf var hins vegar ekki langlífur. Mín beið ekki staða við að liggja á línum grunlausra Íslendinga og þýða samtöl þeirra á ensku. Til að teljast hæf í starfið yrði ég að kunna pashto, tungumál sem talað er í Afganistan og Pakistan. Síðastliðinn áratug hafa stjórnvöld víða um heim keppst við að setja lög til verndar þegnum sínum gegn illþýði af ýmsu tagi. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York samþykkti bandaríska þingið svokallað "patriot act" sem m.a. veitti stjórnvöldum víðtækar heimildir til að njósna um íbúa landsins. Sama var upp á teningnum í breska þinginu þar sem lagabálkurinn fékk yfirskriftina "terrorism act". Undir lok dómsmálaráðherratíðar Rögnu Árnadóttur var sett á laggirnar nefnd sem undirbúa átti tillögur um forvirkar rannsóknaraðferðir sem fælu í sér víðar heimildir lögreglu til að fylgjast með einstaklingum, m.a. með hlerunum, án þess að fyrir lægi rökstuddur grunur um að lögbrot hefði verið framið eða væri í bígerð. Lög sem þessi þrengja ekki aðeins að almennum borgaralegum réttindum, heldur hefur reynslan sýnt að þau eru mjög gjarnan misnotuð. Bresku hryðjuverkalögin voru notuð þegar eignir Kaupþings voru frystar í kjölfar bankahrunsins. Símhleranir eru farnar að þykja svo sjálfsagðar í Bretlandi að bæjarstarfsmenn nota þær til að koma í veg fyrir að íbúarnir hendi rusli á almannafæri. Óskandi er að nýr dómsmálaráðherra komi í veg fyrir slíka skerðingu borgararéttinda. En ef hann gerir það ekki: Ögmundur, get ég fengið vinnu?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun