Tunga og hjarta þykir lostæti ytra 20. maí 2010 04:45 Hrafnreyður KÓ-100 Nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. er ekki ósvipað á litinn og hrefnan sjálf sem því er ætlað að veiða. Gert er út frá Kópavogshöfn. Fréttablaðið/Vilhelm Hrafnreyður KÓ-100 heitir nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. sem fékk í gær haffærisskírteini og hélt samdægurs út til veiða frá Kópavogshöfn. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, var með í þessari fyrstu för skipsins. „Það er nú aðallega til að fylgjast með og hjálpa til, því að við ætlum nú í fyrsta sinn að skera úr hrefnunni bæði tungu og hjarta,“ segir hann. Kjötið af dýrunum fer á innanlandsmarkað, en tungu og hjörtu eru seld til fyrirtækis sem svo aftur selur þau úr landi. Gunnar segir tungu og hjarta hrefnunnar þykja sérstakt lostæti í Japan og sjálfsagt að nýta sóknarfæri í að selja þá hluta skepnunnar úr landi. „Þetta hefur ekkert verið nýtt hér heima.“ Gunnar segir að því stefnt að undir haust verði Hrafnreyður búin að veiða 80 dýr. Kvóti vertíðarinnar er hins vegar 200 dýr. Hrafnreyður er annar báturinn til að halda af stað á þessari vertíð, en Dröfn RE hélt til fyrstu veiða í apríllok. Líkur eru þó á að Hrafnreyður verði fyrst með feng að landi, því Dröfn var kölluð í önnur verkefni áður en til þess kom að sjómenn þar veiddu hrefnu. Gunnar Bergmann segir stefnt að því að nýta innyfli skepnunnar eins og hægt er, lifur þar á meðal, en einnig þekkist að bein séu seld í handverk. Til dæmis hafi listamaðurinn Matthew Barney, eiginmaður Bjarkar Guðmundsdóttur, fest kaup á rifbeinum eins hvals í fyrra. „Beinin notaði hann svo í handrið við hús þeirra,“ segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því hörðum höndum að gera Hrafnreyði haffæra, en báturinn er hinn vistlegasti eftir endurbæturnar. Þegar hvalur hefur verið skotinn er hann dreginn á dekk við skut skipsins og skorinn þar í bita. Kjöt og annað nýtilegt er svo fært niður á millidekk til frekari aðgerðar og í kælingu. Fimm til átta eru í áhöfn í hverri ferð og vistarverur áhafnar vistlegar, í þremur litlum káetum með kojum. Á vefnum hrefna.is kemur fram að Hrafnreyður verði við veiðar á Faxaflóa út maí, en síðan sé áætlað að fara á önnur svæði. Kjöt af skepnum sem veiðast verður flutt í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna við Bakkabraut í Kópavogi. Þar er því pakkað og selt í verslanir og veitingahús. [email protected] Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Hrafnreyður KÓ-100 heitir nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. sem fékk í gær haffærisskírteini og hélt samdægurs út til veiða frá Kópavogshöfn. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, var með í þessari fyrstu för skipsins. „Það er nú aðallega til að fylgjast með og hjálpa til, því að við ætlum nú í fyrsta sinn að skera úr hrefnunni bæði tungu og hjarta,“ segir hann. Kjötið af dýrunum fer á innanlandsmarkað, en tungu og hjörtu eru seld til fyrirtækis sem svo aftur selur þau úr landi. Gunnar segir tungu og hjarta hrefnunnar þykja sérstakt lostæti í Japan og sjálfsagt að nýta sóknarfæri í að selja þá hluta skepnunnar úr landi. „Þetta hefur ekkert verið nýtt hér heima.“ Gunnar segir að því stefnt að undir haust verði Hrafnreyður búin að veiða 80 dýr. Kvóti vertíðarinnar er hins vegar 200 dýr. Hrafnreyður er annar báturinn til að halda af stað á þessari vertíð, en Dröfn RE hélt til fyrstu veiða í apríllok. Líkur eru þó á að Hrafnreyður verði fyrst með feng að landi, því Dröfn var kölluð í önnur verkefni áður en til þess kom að sjómenn þar veiddu hrefnu. Gunnar Bergmann segir stefnt að því að nýta innyfli skepnunnar eins og hægt er, lifur þar á meðal, en einnig þekkist að bein séu seld í handverk. Til dæmis hafi listamaðurinn Matthew Barney, eiginmaður Bjarkar Guðmundsdóttur, fest kaup á rifbeinum eins hvals í fyrra. „Beinin notaði hann svo í handrið við hús þeirra,“ segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því hörðum höndum að gera Hrafnreyði haffæra, en báturinn er hinn vistlegasti eftir endurbæturnar. Þegar hvalur hefur verið skotinn er hann dreginn á dekk við skut skipsins og skorinn þar í bita. Kjöt og annað nýtilegt er svo fært niður á millidekk til frekari aðgerðar og í kælingu. Fimm til átta eru í áhöfn í hverri ferð og vistarverur áhafnar vistlegar, í þremur litlum káetum með kojum. Á vefnum hrefna.is kemur fram að Hrafnreyður verði við veiðar á Faxaflóa út maí, en síðan sé áætlað að fara á önnur svæði. Kjöt af skepnum sem veiðast verður flutt í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna við Bakkabraut í Kópavogi. Þar er því pakkað og selt í verslanir og veitingahús. [email protected]
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira