Tilþrifamikið táningadrama Roald Eyvindsson skrifar 22. október 2010 07:00 Sögum vinanna er haganlega fléttað saman og framvindan svo áreynslulaus og skemmtileg að áhorfandinn gleymir sér. Bíó **** Órói Leikstjóri: Baldvin Z. Aðalhlutverk: Atli Óskar Fjalarsson, Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm, Haraldur Ari Stefánsson, Birna Rún Eiríksdóttir, Elías Kofoed-Hansen, María Birta Bjarnadóttir. Unglingakvikmyndir eru gerðar með reglulegu millibili á Íslandi með æði misjafnri útkomu og oftar en ekki er gripið til einhverra stórkarlaláta, svæsinna ofbeldis- og kynlífsatriða til að trekkja að í bíó. Sem betur fer voru framleiðendur og leikstjóri hins vegar með báða fætur kyrfilega á jörðinni við gerð kvikmyndarinnar Óróa, þar sem brugðið er upp raunsærri mynd af hópi vina sem eru að slíta barnsskónum og stíga inn í heim hinna fullorðnu. Aðalsöguhetjan er Gabríel, ósköp venjulegur unglingsstrákur sem kýs frekar að takast á við vandamál vinanna en sín eigin og verður því hálfgerður áhorfandi að eigin lífi og annarra. Í gegnum hann fá áhorfendur að skyggnast inn í heim íslenskra unglinga í Reykjavík samtímans, sem einkennist af sálarflækjum, (flóknum) ástarsamböndum, partístandi og mismunandi fjölskylduaðstæðum. Órói kemur þessu öllu vel til skila, þökk sé öruggri leikstjórn Baldvins Z, sem jafnframt á heiðurinn að vel skrifuðu handriti ásamt Ingibjörgu Reynisdóttur, höfundi bókanna sem myndin byggir á. Sögum vinanna er haganlega fléttað saman og framvindan svo áreynslulaus og skemmtileg að áhorfandinn gleymir sér í ofurhversdagslegum vandamálum unglinga (og fullorðinna líka), sem sannar kannski enn einu sinni að ekki þarf einhverja furðufugla, gamlar konur með uppstoppaða seli eða álfa út úr hól, til að gera áhugavert bíó. Samtölin eru sömuleiðis eðlileg og sannfærandi í meðförum vel skipaðs og samstillts leikarahóps, þar sem hinir yngri og óreyndari eiga að öðrum ólöstuðum sérstakt hrós skilið fyrir að glæða persónur sínar lífi og sýna hugrekki með því að takast á við vandmeðferðin málefni. Þá er óupptalin áferðarfalleg kvikmyndataka, vönduð klipping og hljóðvinnsla, smekklega útfærð sviðsmynd og síðast en ekki síst tónlist, lög valin af kostgæfni úr smiðju íslenskra hljómsveita sem gefa réttan tón, styðja myndefnið og staðsetja myndina betur í samtímanum. Allt saman á þetta sinn þátt í að gera Óróa að ánægjulegri upplifun fyrir unglinga á öllum aldri. Niðurstaða: Vel heppnuð unglingamynd að mestu leyti, laus við tilgerð og Hollywood-stæla sem einkenna oft íslenskar myndir af þessu sauðahúsi. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó **** Órói Leikstjóri: Baldvin Z. Aðalhlutverk: Atli Óskar Fjalarsson, Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm, Haraldur Ari Stefánsson, Birna Rún Eiríksdóttir, Elías Kofoed-Hansen, María Birta Bjarnadóttir. Unglingakvikmyndir eru gerðar með reglulegu millibili á Íslandi með æði misjafnri útkomu og oftar en ekki er gripið til einhverra stórkarlaláta, svæsinna ofbeldis- og kynlífsatriða til að trekkja að í bíó. Sem betur fer voru framleiðendur og leikstjóri hins vegar með báða fætur kyrfilega á jörðinni við gerð kvikmyndarinnar Óróa, þar sem brugðið er upp raunsærri mynd af hópi vina sem eru að slíta barnsskónum og stíga inn í heim hinna fullorðnu. Aðalsöguhetjan er Gabríel, ósköp venjulegur unglingsstrákur sem kýs frekar að takast á við vandamál vinanna en sín eigin og verður því hálfgerður áhorfandi að eigin lífi og annarra. Í gegnum hann fá áhorfendur að skyggnast inn í heim íslenskra unglinga í Reykjavík samtímans, sem einkennist af sálarflækjum, (flóknum) ástarsamböndum, partístandi og mismunandi fjölskylduaðstæðum. Órói kemur þessu öllu vel til skila, þökk sé öruggri leikstjórn Baldvins Z, sem jafnframt á heiðurinn að vel skrifuðu handriti ásamt Ingibjörgu Reynisdóttur, höfundi bókanna sem myndin byggir á. Sögum vinanna er haganlega fléttað saman og framvindan svo áreynslulaus og skemmtileg að áhorfandinn gleymir sér í ofurhversdagslegum vandamálum unglinga (og fullorðinna líka), sem sannar kannski enn einu sinni að ekki þarf einhverja furðufugla, gamlar konur með uppstoppaða seli eða álfa út úr hól, til að gera áhugavert bíó. Samtölin eru sömuleiðis eðlileg og sannfærandi í meðförum vel skipaðs og samstillts leikarahóps, þar sem hinir yngri og óreyndari eiga að öðrum ólöstuðum sérstakt hrós skilið fyrir að glæða persónur sínar lífi og sýna hugrekki með því að takast á við vandmeðferðin málefni. Þá er óupptalin áferðarfalleg kvikmyndataka, vönduð klipping og hljóðvinnsla, smekklega útfærð sviðsmynd og síðast en ekki síst tónlist, lög valin af kostgæfni úr smiðju íslenskra hljómsveita sem gefa réttan tón, styðja myndefnið og staðsetja myndina betur í samtímanum. Allt saman á þetta sinn þátt í að gera Óróa að ánægjulegri upplifun fyrir unglinga á öllum aldri. Niðurstaða: Vel heppnuð unglingamynd að mestu leyti, laus við tilgerð og Hollywood-stæla sem einkenna oft íslenskar myndir af þessu sauðahúsi.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira