Verjum heilbrigðisþjónustuna 25. júní 2010 06:00 Launakjör lækna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan eru fregnir af fyrirsjáanlegum læknaskorti, enda treysti læknar sér ekki til þess að starfa á þeim kjörum sem þeim bjóðast á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Á Íslandi eru ívið fleiri læknar miðað við fólksfjölda en í nágrannalöndunum og blessunarlega er staðan sú að læknaskortur hefur ekki gert vart við sig í kjölfar kreppunnar. Raunar telur landlæknir að ekki verði erfitt að manna stöður lækna á sjúkrahúsum þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á þessu ári og þeim næstu. Hitt er óbreytt, að erfitt er að manna stöður heilsugæslulækna. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa stjórnvöld lagt áherslu á að verja lægstu launin og lækka þau sem hærri eru. Hins vegar blasir við öfugþróun þegar meðallaun heilbrigðisstétta frá hruni eru skoðuð: Þeir sem höfðu lægstu launin fyrir, hafa lækkað hlutfallslega mest. Í tölum sem heilbrigðisráðuneytið tók saman í tilefni fyrirspurnar á alþingi sést að meðallaun lækna hafa að meðaltali lækkað um 7%, ljósmæðra um 9,2% , hjúkrunarfræðinga um 9,6% og sjúkraliða um 10,2%. Launabreytingar lækna eru mismiklar eftir vinnustað. Á sjúkrahúsum hafa meðallaun lækna lækkað um 8%, lækna í heilsugæslu um 5,5% og meðallaun lækna á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 1,9%, en á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru þau um 1.450 þúsund krónur á mánuði. Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, saknar þess að í umræðunni hafi ekki komið fram að í fyrra hafi sérfræðilæknar fallið frá 9,4% hækkun einingaverðs. Engum dylst hvaða áhrif það hefði haft á vinnumarkaði vorið 2009 ef svo rífleg hækkun hefði komið til lækna, á tímum atvinnuleysis og almennra launalækkana. Því er vert að hrósa Læknafélagi Reykjavíkur fyrir þá ábyrgu afstöðu um leið og það er miður að ekki tókust samningar um að sérfræðilæknar féllu frá 1,9% umsaminni hækkun á þessu ári. Hún kom því til framkvæmda 1. júní síðastliðinn. Þrengingar í kjölfar hrunsins hafa snert allan almenning. Fólk úr ýmsum starfsstéttum á kost á vel launuðum störfum í útlöndum og nýtir sér margt slík tækifæri. Heilbrigðiskerfið okkar hrundi sem betur fer ekki með bönkunum og nú blasir við að verja innviði þess. Ég er bjartsýn á að það takist og líka á það að þegar við erum komin í gegnum kreppuna muni íslenskir læknar, sem nú lengja veru sína við nám og vinnu erlendis, koma aftur heim til starfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Launakjör lækna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan eru fregnir af fyrirsjáanlegum læknaskorti, enda treysti læknar sér ekki til þess að starfa á þeim kjörum sem þeim bjóðast á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Á Íslandi eru ívið fleiri læknar miðað við fólksfjölda en í nágrannalöndunum og blessunarlega er staðan sú að læknaskortur hefur ekki gert vart við sig í kjölfar kreppunnar. Raunar telur landlæknir að ekki verði erfitt að manna stöður lækna á sjúkrahúsum þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á þessu ári og þeim næstu. Hitt er óbreytt, að erfitt er að manna stöður heilsugæslulækna. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa stjórnvöld lagt áherslu á að verja lægstu launin og lækka þau sem hærri eru. Hins vegar blasir við öfugþróun þegar meðallaun heilbrigðisstétta frá hruni eru skoðuð: Þeir sem höfðu lægstu launin fyrir, hafa lækkað hlutfallslega mest. Í tölum sem heilbrigðisráðuneytið tók saman í tilefni fyrirspurnar á alþingi sést að meðallaun lækna hafa að meðaltali lækkað um 7%, ljósmæðra um 9,2% , hjúkrunarfræðinga um 9,6% og sjúkraliða um 10,2%. Launabreytingar lækna eru mismiklar eftir vinnustað. Á sjúkrahúsum hafa meðallaun lækna lækkað um 8%, lækna í heilsugæslu um 5,5% og meðallaun lækna á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 1,9%, en á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru þau um 1.450 þúsund krónur á mánuði. Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, saknar þess að í umræðunni hafi ekki komið fram að í fyrra hafi sérfræðilæknar fallið frá 9,4% hækkun einingaverðs. Engum dylst hvaða áhrif það hefði haft á vinnumarkaði vorið 2009 ef svo rífleg hækkun hefði komið til lækna, á tímum atvinnuleysis og almennra launalækkana. Því er vert að hrósa Læknafélagi Reykjavíkur fyrir þá ábyrgu afstöðu um leið og það er miður að ekki tókust samningar um að sérfræðilæknar féllu frá 1,9% umsaminni hækkun á þessu ári. Hún kom því til framkvæmda 1. júní síðastliðinn. Þrengingar í kjölfar hrunsins hafa snert allan almenning. Fólk úr ýmsum starfsstéttum á kost á vel launuðum störfum í útlöndum og nýtir sér margt slík tækifæri. Heilbrigðiskerfið okkar hrundi sem betur fer ekki með bönkunum og nú blasir við að verja innviði þess. Ég er bjartsýn á að það takist og líka á það að þegar við erum komin í gegnum kreppuna muni íslenskir læknar, sem nú lengja veru sína við nám og vinnu erlendis, koma aftur heim til starfa.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar