Danski auðmannabankinn Capinordic lýstur gjaldþrota 11. febrúar 2010 12:51 Danska fjármálaeftirlitið hefur lýst því yfir að auðmannabankinn (velhaverbanken) Capinordic sé gjaldþrota. Þetta gerist í framhaldi af því að Capinordic óskaði eftir greiðslustöðvun í gærdag.Í frétt um málið á börsen.dk segir að stjórn Capinordic vænti þess að bankaumsýsla Danmerkur (Finansiel Stabilitet) taki yfir þrotabúið og þar með starfsemi bankans.Í tilkynningu frá stjórn Capinordic segir að hún muni fylgjast með þróun mála í þrotabúinu til að tryggja að verðmæti núverandi eigna bankans verði tryggt á besta mögulegan hátt.Í frétt um málið í Jyllands Posten í gær segir að upphaflega hafi Capinordic fengið frest hjá fjármálaeftirlitinu til 3. febrúar s.l. til að koma eiginfjárhlutfalli sínu í lag. Sá frestur var síðan framlengdur til 10. febrúar.Á meðan á frestinum stóð reyndi Capinordic ákaft að útvega það fjármagn sem til þurfti en án árangurs.Fyrir utan að geta ekki uppfyllt kröfur um eiginfjárhlutfall er allt útlit fyrir að Capinordic muni sýna tap upp á 1.275 til 1.375 milljón danskrar kr. fyrir árið í fyrra. Þetta er snöggtum meira tap en stjórn bankans greindi fjárfestum sínum frá í síðasta mánuði. Þá lágu tölurnar um tapið á bilinu 140 til 170 milljónir danskra kr.Capinordic hefur viðurnefnið „velhaverbanken" í Danmörku þar sem viðskiptavinir hans hafa einkum verið danskir auðmenn eða hinir efnameiri Danir í gegnum árin. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danska fjármálaeftirlitið hefur lýst því yfir að auðmannabankinn (velhaverbanken) Capinordic sé gjaldþrota. Þetta gerist í framhaldi af því að Capinordic óskaði eftir greiðslustöðvun í gærdag.Í frétt um málið á börsen.dk segir að stjórn Capinordic vænti þess að bankaumsýsla Danmerkur (Finansiel Stabilitet) taki yfir þrotabúið og þar með starfsemi bankans.Í tilkynningu frá stjórn Capinordic segir að hún muni fylgjast með þróun mála í þrotabúinu til að tryggja að verðmæti núverandi eigna bankans verði tryggt á besta mögulegan hátt.Í frétt um málið í Jyllands Posten í gær segir að upphaflega hafi Capinordic fengið frest hjá fjármálaeftirlitinu til 3. febrúar s.l. til að koma eiginfjárhlutfalli sínu í lag. Sá frestur var síðan framlengdur til 10. febrúar.Á meðan á frestinum stóð reyndi Capinordic ákaft að útvega það fjármagn sem til þurfti en án árangurs.Fyrir utan að geta ekki uppfyllt kröfur um eiginfjárhlutfall er allt útlit fyrir að Capinordic muni sýna tap upp á 1.275 til 1.375 milljón danskrar kr. fyrir árið í fyrra. Þetta er snöggtum meira tap en stjórn bankans greindi fjárfestum sínum frá í síðasta mánuði. Þá lágu tölurnar um tapið á bilinu 140 til 170 milljónir danskra kr.Capinordic hefur viðurnefnið „velhaverbanken" í Danmörku þar sem viðskiptavinir hans hafa einkum verið danskir auðmenn eða hinir efnameiri Danir í gegnum árin.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira