Tímabært að gefa út best of-plötu hérna heima 9. nóvember 2010 09:00 gefur út bestu lögin Barði í Bang Gang hefur sent frá sér best of-plötu sem inniheldur lög af öllum þremur plötum hljómsveitarinnar. Barði Jóhannsson og hljómsveit hans, Bang Gang, hafa gefið út þrjár plötur, sem allar hafa hlotið góðar viðtökur. Nú er komin út Best of Bang Gang sem inniheldur lög af plötunum þremur ásamt ábreiðuplötu þar sem Páll Óskar og Dikta eru á meðal flytjenda. „Það var orðið tímabært að setja saman svona plötu hérna heima. Og líka bara skemmtilegt," segir tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson. „Mér finnst allt í lagi að gera best of svona snemma á ferlinum vegna þess að það hefur liðið svo langt á milli platna hjá mér." Barði sendi frá sér plötuna Best of Bang Gang á dögunum. Platan inniheldur þrettán lög af þremur plötum hljómsveitarinnar, en sú fyrsta kom út árið 1998. Útgáfan er tvöföld, en plata þar sem Dikta, Páll Óskar og fleiri listamenn flytja lög Bang Gang fylgir með. Barði ætlaði upprunalega að gefa út lög sem honum fannst fín en hafði ekki klárað, en hætti við það. „Þegar ég bar aukaefnið saman við hin lögin þá uppgötvaði ég að það var ástæða fyrir því að þessi aukalög enduðu ekki á diski. Þetta var ekki nógu gott," segir Barði og bætir við að munurinn á góðum og slæmum listamanni sé að sá góði kann að hætta. „Hann gefur ekki út það sem er ekki tilbúið. Kann að skilja að gott og vont. Það eru margir sem gefa allt út - sama hversu gott það er. Flestir tónlistarmenn gefa út plötur sem í heild sinni hljóma eins og aukaefni sem hefði alveg mátt sleppa." Barði lagði höfuðið í bleyti og mundi þá eftir ábreiðuplötu þar sem ýmsar hljómsveitir fluttu lög Carpenters. Þar var Sonic Youth á meðal flytjenda og tók lagið Superstar. „Mér fannst platan alltaf svo skemmtileg og hugsaði að þetta gæti orðið skemmtilegt," segir Barði. Ásamt Diktu og Páli Óskari eru Mammút, Eberg og Singapore Sling á meðal flytjenda. Síðastnefnda hljómsveitin flytur lagið One More Trip, sem er sama lag og Dikta flytur. Það ætti ekki að koma á óvart að útgáfurnar eru eins og svart og hvítt og þessi fjölbreytileiki er eitt af því sem Barði kann að meta við útgáfuna. „Það kom út úr þessu mjög skemmtilegur aukadiskur sem ég nenni að hlusta á," segir hann. Útgáfutónleikar Best of Bang Gang verða haldnir í Þjóðleikhúsinu á þriðjudaginn í næstu viku og á Græna hattinum á Akureyri næstkomandi laugardag. Miðasala er hafin á Midi.is. [email protected] Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Barði Jóhannsson og hljómsveit hans, Bang Gang, hafa gefið út þrjár plötur, sem allar hafa hlotið góðar viðtökur. Nú er komin út Best of Bang Gang sem inniheldur lög af plötunum þremur ásamt ábreiðuplötu þar sem Páll Óskar og Dikta eru á meðal flytjenda. „Það var orðið tímabært að setja saman svona plötu hérna heima. Og líka bara skemmtilegt," segir tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson. „Mér finnst allt í lagi að gera best of svona snemma á ferlinum vegna þess að það hefur liðið svo langt á milli platna hjá mér." Barði sendi frá sér plötuna Best of Bang Gang á dögunum. Platan inniheldur þrettán lög af þremur plötum hljómsveitarinnar, en sú fyrsta kom út árið 1998. Útgáfan er tvöföld, en plata þar sem Dikta, Páll Óskar og fleiri listamenn flytja lög Bang Gang fylgir með. Barði ætlaði upprunalega að gefa út lög sem honum fannst fín en hafði ekki klárað, en hætti við það. „Þegar ég bar aukaefnið saman við hin lögin þá uppgötvaði ég að það var ástæða fyrir því að þessi aukalög enduðu ekki á diski. Þetta var ekki nógu gott," segir Barði og bætir við að munurinn á góðum og slæmum listamanni sé að sá góði kann að hætta. „Hann gefur ekki út það sem er ekki tilbúið. Kann að skilja að gott og vont. Það eru margir sem gefa allt út - sama hversu gott það er. Flestir tónlistarmenn gefa út plötur sem í heild sinni hljóma eins og aukaefni sem hefði alveg mátt sleppa." Barði lagði höfuðið í bleyti og mundi þá eftir ábreiðuplötu þar sem ýmsar hljómsveitir fluttu lög Carpenters. Þar var Sonic Youth á meðal flytjenda og tók lagið Superstar. „Mér fannst platan alltaf svo skemmtileg og hugsaði að þetta gæti orðið skemmtilegt," segir Barði. Ásamt Diktu og Páli Óskari eru Mammút, Eberg og Singapore Sling á meðal flytjenda. Síðastnefnda hljómsveitin flytur lagið One More Trip, sem er sama lag og Dikta flytur. Það ætti ekki að koma á óvart að útgáfurnar eru eins og svart og hvítt og þessi fjölbreytileiki er eitt af því sem Barði kann að meta við útgáfuna. „Það kom út úr þessu mjög skemmtilegur aukadiskur sem ég nenni að hlusta á," segir hann. Útgáfutónleikar Best of Bang Gang verða haldnir í Þjóðleikhúsinu á þriðjudaginn í næstu viku og á Græna hattinum á Akureyri næstkomandi laugardag. Miðasala er hafin á Midi.is. [email protected]
Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira