Bloomberg: Actavis og Teva slást um Ratiopharm 17. febrúar 2010 08:32 Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni verða það Actavis og Teva sem fá leyfi til að gera lokatilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Þar með er bandaríski lyfjarisinn Pfizer dottinn út úr baráttunni um Ratiopharm.Á Reuters er nákvæm greining á möguleikum Actavis, Teva og Pfizer á að ná Ratiopharm og hvað það myndi hafa í för með sér fyrir hvert þeirra í framtíðinni. Samkvæmt Reuters stendur Actavis vel að vígi í samanburðinum.Teva er hinsvegar stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins og sagt hafa djúpa vasa til kaupanna en reiknað er með að 3 milljarðar evra fáist fyrir Ratiopharm. Áður hefur komið fram á Reuters að sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT veiti Actavis fjárhagsstuðning.Bæði Bloomberg og Reuters greina frá því að Deutsche Bank, aðallánadrottinn Actavis, standi að fullu á bakvið tilraun Actavis til að ná Ratiopharm. Með kaupunum telur bankinn að hann geti betur tryggt lán sín til Actavis sem nema nú rúmum 4 milljörðum evra. Einnig telur bankinn að það sé betra að koma sameinuðu félagi í verð. Reynt var að selja Actavis fyrir ári síðan en það gekk ekki.„Minni stærð Actavis gæti höfðað til eigandans sem er fjölskylda," segir greinandinn David Windley hjá Jefferies í samtali við Reuters. „Þar að auki yrði yfirtaka Actavis nokkuð starfsmannavænni." Þar á Windley við að kvisast hefur út að Teva ætli að segja mörgum starfsmanna upp í höfuðstöðvum Ratiopharm í borginni Ulm.Fari svo að Actavis nái að kaupa Ratiopharm mun samruni þessara tveggja fyrirtækja skapa þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Frétt Bloomberg byggir á þremur heimildum en talsmenn Actavirs og Teva vildu ekki tjá sig um málið. Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni verða það Actavis og Teva sem fá leyfi til að gera lokatilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Þar með er bandaríski lyfjarisinn Pfizer dottinn út úr baráttunni um Ratiopharm.Á Reuters er nákvæm greining á möguleikum Actavis, Teva og Pfizer á að ná Ratiopharm og hvað það myndi hafa í för með sér fyrir hvert þeirra í framtíðinni. Samkvæmt Reuters stendur Actavis vel að vígi í samanburðinum.Teva er hinsvegar stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins og sagt hafa djúpa vasa til kaupanna en reiknað er með að 3 milljarðar evra fáist fyrir Ratiopharm. Áður hefur komið fram á Reuters að sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT veiti Actavis fjárhagsstuðning.Bæði Bloomberg og Reuters greina frá því að Deutsche Bank, aðallánadrottinn Actavis, standi að fullu á bakvið tilraun Actavis til að ná Ratiopharm. Með kaupunum telur bankinn að hann geti betur tryggt lán sín til Actavis sem nema nú rúmum 4 milljörðum evra. Einnig telur bankinn að það sé betra að koma sameinuðu félagi í verð. Reynt var að selja Actavis fyrir ári síðan en það gekk ekki.„Minni stærð Actavis gæti höfðað til eigandans sem er fjölskylda," segir greinandinn David Windley hjá Jefferies í samtali við Reuters. „Þar að auki yrði yfirtaka Actavis nokkuð starfsmannavænni." Þar á Windley við að kvisast hefur út að Teva ætli að segja mörgum starfsmanna upp í höfuðstöðvum Ratiopharm í borginni Ulm.Fari svo að Actavis nái að kaupa Ratiopharm mun samruni þessara tveggja fyrirtækja skapa þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Frétt Bloomberg byggir á þremur heimildum en talsmenn Actavirs og Teva vildu ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira