Gamaldags rækjurómantík 16. desember 2010 06:00 Nemendur Margrétar hafa sett fiskihlaup aftur á dagskrá. „Gullaldarár fiskihlaupa var á áttunda áratugnum en undanfarið hefur það sótt mjög í sig veðrið aftur, ekki síst hjá unga fólkinu sem þykir fáir forréttir flottari en fagurskreytt fiskihlaup, auk þess að vera verulega bragðgóður, ódýr og hitaeiningasnauður," segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, þar sem matreiðsla fiskihlaups er nú aftur kennd að beiðni ungra húsmóðurefna. Margrét útskýrir hvernig hlaupsgerðin hefur orðið auðveldari í tímans rás. „Á árum áður þurfti að sjóða lúðubita og bein, skíra síðan soðið með eggjahvítu og eggjaskurn til að fá það tært og sigta í gegnum klút, en nú er auðveldast að nota Toro-teninga með hleypiefni í." Margrét segir Íslendinga hafa byrjað að snæða forrétt á undan jólamatnum eftir miðja síðustu öld, súpur, rækjukokkteila og fiskihlaup, en nú sé humar það heitasta á jólaborðið, sem og grafin villibráð. „Grafin gæs, hreindýravöðvi og hreindýralifrarkæfa njóta nú mikilla vinsælda, enda sælkerafæði. Sjálf mundi ég helst kjósa að hafa það á borðum heima, en þar er ekki stemningin fyrir forréttum," segir Margrét og skellihlær í eftirsóttum skóla sínum. „Hér gæti verið tvísetinn skóli ár eftir ár og sárt að vísa nemendum frá. Námsefnið er enda eftirsóknarvert; gömul og góð gildi sem ekki mega týnast en voru á leið í glatkistuna því nú eru flestar konur á vinnumarkaði og því ekki lengur heima til að kenna dætrum sínum húsverk, matseld og handavinnu."- þlgRækjuhlaup frú Margrétar2 pakkar Toro lys buljong-gele aspik-hlaup300 g rækjurrauð og græn paprikaharðsoðin egggrænn aspassteinselja Leysið upp hlaup í sjóðandi vatni og hellið smávegis í botn formsins. Látið stífna. Raðið fallega í botninn skorinni papriku, aspas, eggjum, steinselju og rækjum, og raðið síðan upp við barmana svo hráefnið geti stuðst við það matarskraut sem fyrst var raðað í botninn. Fyllið upp í formið með afgöngum hráefnanna og fyllið svo upp með soðinu. Látið mótið standa kyrrt meðan hlaupið kólnar og stífnar, og setjið svo í kæli. Berið fram með ristuðu brauði, miklu af skornum harðsoðnum eggjum, tómötum og gúrkum og kokkteilsósu eða tartarsósu eftir smekk. Best er að laga hlaupið deginum áður en það geymist vel í kæli í fimm daga. Má ekki frysta. Eins má nota 1 dl af hvítvíni út í hlaupið og þá taka út 1 dl af soðnu vatni í staðinn. Margrét segir mikilvægt að raða fisk og grænmeti fallega í mótið svo útkoman sé flott þegar hvolft er úr því, enda um hreint borðskraut að ræða þótt það sé líka gómsætt til átu. Best sé að nota sílikon- eða plastmót, en einnig venjulegt jólakökumót sem dýft er snöggt í vatn svo hlaupið losni úr. Margrét ber fram kokkteilsósu með rækjuhlaupinu, en notar í það sýrðan rjóma í stað majóness, enda frískari og hollari kostur, og alveg jafn bragðgóður. Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Gullaldarár fiskihlaupa var á áttunda áratugnum en undanfarið hefur það sótt mjög í sig veðrið aftur, ekki síst hjá unga fólkinu sem þykir fáir forréttir flottari en fagurskreytt fiskihlaup, auk þess að vera verulega bragðgóður, ódýr og hitaeiningasnauður," segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, þar sem matreiðsla fiskihlaups er nú aftur kennd að beiðni ungra húsmóðurefna. Margrét útskýrir hvernig hlaupsgerðin hefur orðið auðveldari í tímans rás. „Á árum áður þurfti að sjóða lúðubita og bein, skíra síðan soðið með eggjahvítu og eggjaskurn til að fá það tært og sigta í gegnum klút, en nú er auðveldast að nota Toro-teninga með hleypiefni í." Margrét segir Íslendinga hafa byrjað að snæða forrétt á undan jólamatnum eftir miðja síðustu öld, súpur, rækjukokkteila og fiskihlaup, en nú sé humar það heitasta á jólaborðið, sem og grafin villibráð. „Grafin gæs, hreindýravöðvi og hreindýralifrarkæfa njóta nú mikilla vinsælda, enda sælkerafæði. Sjálf mundi ég helst kjósa að hafa það á borðum heima, en þar er ekki stemningin fyrir forréttum," segir Margrét og skellihlær í eftirsóttum skóla sínum. „Hér gæti verið tvísetinn skóli ár eftir ár og sárt að vísa nemendum frá. Námsefnið er enda eftirsóknarvert; gömul og góð gildi sem ekki mega týnast en voru á leið í glatkistuna því nú eru flestar konur á vinnumarkaði og því ekki lengur heima til að kenna dætrum sínum húsverk, matseld og handavinnu."- þlgRækjuhlaup frú Margrétar2 pakkar Toro lys buljong-gele aspik-hlaup300 g rækjurrauð og græn paprikaharðsoðin egggrænn aspassteinselja Leysið upp hlaup í sjóðandi vatni og hellið smávegis í botn formsins. Látið stífna. Raðið fallega í botninn skorinni papriku, aspas, eggjum, steinselju og rækjum, og raðið síðan upp við barmana svo hráefnið geti stuðst við það matarskraut sem fyrst var raðað í botninn. Fyllið upp í formið með afgöngum hráefnanna og fyllið svo upp með soðinu. Látið mótið standa kyrrt meðan hlaupið kólnar og stífnar, og setjið svo í kæli. Berið fram með ristuðu brauði, miklu af skornum harðsoðnum eggjum, tómötum og gúrkum og kokkteilsósu eða tartarsósu eftir smekk. Best er að laga hlaupið deginum áður en það geymist vel í kæli í fimm daga. Má ekki frysta. Eins má nota 1 dl af hvítvíni út í hlaupið og þá taka út 1 dl af soðnu vatni í staðinn. Margrét segir mikilvægt að raða fisk og grænmeti fallega í mótið svo útkoman sé flott þegar hvolft er úr því, enda um hreint borðskraut að ræða þótt það sé líka gómsætt til átu. Best sé að nota sílikon- eða plastmót, en einnig venjulegt jólakökumót sem dýft er snöggt í vatn svo hlaupið losni úr. Margrét ber fram kokkteilsósu með rækjuhlaupinu, en notar í það sýrðan rjóma í stað majóness, enda frískari og hollari kostur, og alveg jafn bragðgóður.
Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira