Kæri borgarstjóri - göngugata, ekki göngugata, göngugata? 21. ágúst 2010 06:00 Hvað er ráðandi við götumynd miðborgarinnar í dag? Eru það falleg hús eða mannlífið ? Eða er það kannski bíllinn sem er ráðandi í dag? Þú hefur á Facebook spurt spurninga varðandi lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð og svokölluð "Shared space" sem bendir til að þú hafir áhuga á að breyta til og láta húsin og mannlífið vera ráðandi. Mig langar því að spyrja þig hvernig þú sérð samgöngumál í miðborginni fyrir þér eftir 5 ár, eða 10 ár eða jafnvel 20 ár? Það er nefnilega skemmtilegt verkefni að vinna að framtíðarsýn en að sama skapi vandast oft málið þegar þarf að ná framtíðarsýninni niður á malbikið. Þá er oft freistandi að fara út í tímabundnar tilraunir, loka Austurstræti í hálft ár eða prufa hjólastíg í mánuð því þú vilt sjá hver viðbrögðin verða. Slíkar tilraunir eru því miður oft dæmdar til að mistakast því það vantar heildstæða áætlun til að styðja við breytingarnar og fólk leitar þvi aftur í sama farið. Til að tosa framtíðarsýnina niður á jörðina þarf verkfæri og slíkt verkfæri kallast samgönguáætlun. Í dag finnst samgönguáætlun fyrir Ísland í heild sinni en þegar kemur að nærumhverfinu hefur ekki tíðkast að gera samönguáætlanir á Íslandi. Það er hins vegar til deiliskipulag og svæðisskipulag en þegar þáttur samgangna er nefndur er yfirleitt skautað léttilega yfir með setningum um að stuðla eigi að sjálfbærum samgöngum án mikilla útskýringa um hvernig ná eigi því markmiði. Hér í Danmörku hef ég verið svo heppin að fá að vinna að samgönguáætlunum fyrir nokkra danska bæi og ég get fullyrt að þó svo að danir séu ekki "rassgat ligeglad", svo vísað sé í frægt uppistand þitt, að þá eru þeir miklir sérfræðingar í að skipuleggja samgöngur og skapa göturými, torg og miðbæi sem eru hugguleg og fólk sækist eftir að njóta. Þá er ég ekki bara að tala um borgina Kaupmannahöfn heldur hina ýmsu smábæi um alla Danmörku. Ég get t.d. bent á bæina Haderslev og Viborg á Jótlandi sem eru 22 þús og 35 þús manna bæir sem hafa látið vinna metnaðarfullar samönguáætlanir fyrir miðbæi sína. Til að gera góða samgönguáætlun þarf fyrir það fyrsta að liggja fyrir framtíðarsýn ásamt yfirliti yfir stöðu samgangna í miðborginni í dag. Hvar eru vandamál, hvað er gott og hvað þarf að breyta. Það þarf að kortleggja umferðina (gangandi, hjólandi, strætóandi og akandi) og fá upplýsingar um fjölda vegfarenda. Aðrar upplýsingar sem þarf er t.d. magn þungrar umferðar, aksturshraði, slysastaðir og afkastageta gatnakerfis. Bílastæði eru síðan efni í heila grein en sú hugmynd sem flestir danskir bæir vinna með þegar kemur að bílastæðum er að þau séu utan við göngugötukjarnann og helst með beinni tengingu út á stærri vegi. Maður vill síður að bærinn sé fullur af bílum sem eru þræðandi allar götur leitandi að bílastæðum. Síðan má ekki vanmeta mannlega þáttinn. Það finnast oft á tíðum staðir sem fólk forðast eins og heitan eldinn því það upplifir öryggisleysi þrátt fyrir að staðurinn sé kannski tæknilega öruggur. Þegar búið er að ná utan um upplýsingarnar er hægt að reikna út áhrif af breyttu samgöngumynstri í miðborginni og síðast en ekki síst búa til verkefnabækling þar sem listað er nákvæmlega hvaða verkefni þarf að vinna til að framtíðarsýnin verði að veruleika. Ég vona að þú berir gæfu til að kynna þér þessi mál nánar því það þarf ekki bara kjark til að ráðast í breytingar heldur líka góðar upplýsingar. Það er líka varla hægt annað en undrast yfir því að það finnist engin göngugata í Reykjavík þegar maður lítur á tölur frá ýmsum bæjum í Danmörku: DANMÖRK Haderslev - 22 þús íbúar - göngugata 0,7 km Viborg - 35 þús íbúar - göngugata 1 km Esbjerg - 72 þús íbúar - göngugata 1 km Odense - 166 þús íbúar - göngugata 2,3 km Árósar - 243 þús íbúar - göngugata 2 km ÍSLAND Austurstræti að Kvos 0,25 km Skólavörðustígur 0,5 km Laugavegur 1 km Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Hvað er ráðandi við götumynd miðborgarinnar í dag? Eru það falleg hús eða mannlífið ? Eða er það kannski bíllinn sem er ráðandi í dag? Þú hefur á Facebook spurt spurninga varðandi lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð og svokölluð "Shared space" sem bendir til að þú hafir áhuga á að breyta til og láta húsin og mannlífið vera ráðandi. Mig langar því að spyrja þig hvernig þú sérð samgöngumál í miðborginni fyrir þér eftir 5 ár, eða 10 ár eða jafnvel 20 ár? Það er nefnilega skemmtilegt verkefni að vinna að framtíðarsýn en að sama skapi vandast oft málið þegar þarf að ná framtíðarsýninni niður á malbikið. Þá er oft freistandi að fara út í tímabundnar tilraunir, loka Austurstræti í hálft ár eða prufa hjólastíg í mánuð því þú vilt sjá hver viðbrögðin verða. Slíkar tilraunir eru því miður oft dæmdar til að mistakast því það vantar heildstæða áætlun til að styðja við breytingarnar og fólk leitar þvi aftur í sama farið. Til að tosa framtíðarsýnina niður á jörðina þarf verkfæri og slíkt verkfæri kallast samgönguáætlun. Í dag finnst samgönguáætlun fyrir Ísland í heild sinni en þegar kemur að nærumhverfinu hefur ekki tíðkast að gera samönguáætlanir á Íslandi. Það er hins vegar til deiliskipulag og svæðisskipulag en þegar þáttur samgangna er nefndur er yfirleitt skautað léttilega yfir með setningum um að stuðla eigi að sjálfbærum samgöngum án mikilla útskýringa um hvernig ná eigi því markmiði. Hér í Danmörku hef ég verið svo heppin að fá að vinna að samgönguáætlunum fyrir nokkra danska bæi og ég get fullyrt að þó svo að danir séu ekki "rassgat ligeglad", svo vísað sé í frægt uppistand þitt, að þá eru þeir miklir sérfræðingar í að skipuleggja samgöngur og skapa göturými, torg og miðbæi sem eru hugguleg og fólk sækist eftir að njóta. Þá er ég ekki bara að tala um borgina Kaupmannahöfn heldur hina ýmsu smábæi um alla Danmörku. Ég get t.d. bent á bæina Haderslev og Viborg á Jótlandi sem eru 22 þús og 35 þús manna bæir sem hafa látið vinna metnaðarfullar samönguáætlanir fyrir miðbæi sína. Til að gera góða samgönguáætlun þarf fyrir það fyrsta að liggja fyrir framtíðarsýn ásamt yfirliti yfir stöðu samgangna í miðborginni í dag. Hvar eru vandamál, hvað er gott og hvað þarf að breyta. Það þarf að kortleggja umferðina (gangandi, hjólandi, strætóandi og akandi) og fá upplýsingar um fjölda vegfarenda. Aðrar upplýsingar sem þarf er t.d. magn þungrar umferðar, aksturshraði, slysastaðir og afkastageta gatnakerfis. Bílastæði eru síðan efni í heila grein en sú hugmynd sem flestir danskir bæir vinna með þegar kemur að bílastæðum er að þau séu utan við göngugötukjarnann og helst með beinni tengingu út á stærri vegi. Maður vill síður að bærinn sé fullur af bílum sem eru þræðandi allar götur leitandi að bílastæðum. Síðan má ekki vanmeta mannlega þáttinn. Það finnast oft á tíðum staðir sem fólk forðast eins og heitan eldinn því það upplifir öryggisleysi þrátt fyrir að staðurinn sé kannski tæknilega öruggur. Þegar búið er að ná utan um upplýsingarnar er hægt að reikna út áhrif af breyttu samgöngumynstri í miðborginni og síðast en ekki síst búa til verkefnabækling þar sem listað er nákvæmlega hvaða verkefni þarf að vinna til að framtíðarsýnin verði að veruleika. Ég vona að þú berir gæfu til að kynna þér þessi mál nánar því það þarf ekki bara kjark til að ráðast í breytingar heldur líka góðar upplýsingar. Það er líka varla hægt annað en undrast yfir því að það finnist engin göngugata í Reykjavík þegar maður lítur á tölur frá ýmsum bæjum í Danmörku: DANMÖRK Haderslev - 22 þús íbúar - göngugata 0,7 km Viborg - 35 þús íbúar - göngugata 1 km Esbjerg - 72 þús íbúar - göngugata 1 km Odense - 166 þús íbúar - göngugata 2,3 km Árósar - 243 þús íbúar - göngugata 2 km ÍSLAND Austurstræti að Kvos 0,25 km Skólavörðustígur 0,5 km Laugavegur 1 km
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar