Rigningin að riðla öllu í Ryder-bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2010 19:30 Tiger Woods með regnhlífina í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty Enginn fjórleikur kláraðist á fyrsta degi Ryder-bikarsins í golfi í dag en það varð að fresta leik í sjö tíma vegna mikilla rigninga. Þetta er í 38. sinn þar sem Bandaríkin og Evrópu keppa í þessari frægustu liðakeppni í golfi og hafa Bandaríkjamenn titil að verja. Vegna rigninganna og frestuninnar í dag hefur dagskrá Ryder-bikarsins riðlast mikið en mótshaldarar gera nú allt til þess að það verði hægt að klára keppnina á sunnudaginn. Takist það ekki mun Ryder-bikarnum ljúka á mánudegi í fyrsta sinn í sögu hans. Þegar keppni var frestað í kvöld þá var bandaríska liðið yfir í tveimur leikjum, í einum leik var jafnt og Evrópa var yfir í einum leik. Fyrsti leikur komst á þrettándu holu en aðrir leikir eru komnir styttra. Evrópa byrjaði betur í morgun en sjö tíma biðin fór greinilega betur í Bandaríkjamenn sem spiluðu mun betur seinni hluta dagsins. Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Matt Kuchar eru tveimur holum yfir gegn Norður Írunum Rory McIlroy og Greame McDowell en þeir hafa klárað elleftu holu. Bandaríkjamennirnir Jeff Overton og Bubba Watson eru líka yfir gegn Evrópumönnunum Padraig Harrington og Luke Donald en þeir hafa bara lokið átta holum. Evrópumennirnir Lee Westwood og Martin Kaymer eru einni holu yfir gegn Bandaríkjamönnunm Phil Mickelson og Dustin Johnson þegar þeir eru búnir að spila tólf holur en það er allt jafnt hjá Bandaríkjamönnunum Tiger Woods og Steve Stricker á móti Englendingunum Ian Poutler og Ross Fisher. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Enginn fjórleikur kláraðist á fyrsta degi Ryder-bikarsins í golfi í dag en það varð að fresta leik í sjö tíma vegna mikilla rigninga. Þetta er í 38. sinn þar sem Bandaríkin og Evrópu keppa í þessari frægustu liðakeppni í golfi og hafa Bandaríkjamenn titil að verja. Vegna rigninganna og frestuninnar í dag hefur dagskrá Ryder-bikarsins riðlast mikið en mótshaldarar gera nú allt til þess að það verði hægt að klára keppnina á sunnudaginn. Takist það ekki mun Ryder-bikarnum ljúka á mánudegi í fyrsta sinn í sögu hans. Þegar keppni var frestað í kvöld þá var bandaríska liðið yfir í tveimur leikjum, í einum leik var jafnt og Evrópa var yfir í einum leik. Fyrsti leikur komst á þrettándu holu en aðrir leikir eru komnir styttra. Evrópa byrjaði betur í morgun en sjö tíma biðin fór greinilega betur í Bandaríkjamenn sem spiluðu mun betur seinni hluta dagsins. Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Matt Kuchar eru tveimur holum yfir gegn Norður Írunum Rory McIlroy og Greame McDowell en þeir hafa klárað elleftu holu. Bandaríkjamennirnir Jeff Overton og Bubba Watson eru líka yfir gegn Evrópumönnunum Padraig Harrington og Luke Donald en þeir hafa bara lokið átta holum. Evrópumennirnir Lee Westwood og Martin Kaymer eru einni holu yfir gegn Bandaríkjamönnunm Phil Mickelson og Dustin Johnson þegar þeir eru búnir að spila tólf holur en það er allt jafnt hjá Bandaríkjamönnunum Tiger Woods og Steve Stricker á móti Englendingunum Ian Poutler og Ross Fisher.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira